Upplýsingafundur um fyrirhugaða kosningu og sameiningu

Áríðandi – upplýsingafundur á Teams 27. janúar, kl. 16.00

Kæri félagi í ÆÍ.

Í ljósi aðstæðna hefur ekki enn verið ákveðið hvenær aðalfundur félagsins verður haldinn.
Ákveðið hefur verið að halda fjarfund á Teams með formanni Bændasamtaka Íslands og félögum í ÆÍ þar sem fjallað verður um fyrirhugaða kosningu um sameiningu Æðarræktarfélagsins og Bændasamtakanna. Á fundinum gefst félögum tækifæri til að fá svör við spurningum sem þeir hafa varðandi þær breytingar sem fylgja hugsanlegri sameiningu.
Í kjölfar fundarins verður gerð skoðanakönnun meðal félagsmanna um hug þeirra til sameiningar. Fjarfundurinn er hugsaður sem liður í undirbúningi fyrir aðalfund.

Fundartími: Fimmtudagur 27. janúar 2022, kl. 16.00
Leiðbeiningar verða sendar út í næstu viku og félagar munu fá sendan tengil inn á fundinn.

Með kveðju,
stjórn ÆÍ

Áríðandi tilkynning: Aðalfundi frestað!

Til félagsmanna í ÆÍ.

Stjórn Æðarræktarfélags Íslands telur óhjákvæmilegt að fresta aðalffundi félagsins sem halda átti á morgun, laugardag 6. nóvember. Stjórn hafa borist í gegnum síma og póst eindregin tilmæli um að fresta fundinum. Á fundinum stóð til að taka eina mikilvægustu ákvörðun frá stofnun félagsins og því brýnt að almenn þátttaka yrði af hálfu félagsmanna. Af þeim 30 sem höfðu skráð sig á fundinn hafa margir tilkynnt í dag um breytingar. Þá yrði á netfundi ekki hægt að greiða atkvæði. Stjórn hafa borist í gegnum síma og póst eindregin tilmæli um að fresta fundinum.
Þetta var erfið ákvörðun og stjórm þykir leitt að þetta komi sér illa fyrir þá sem hafa þegar lagt land undir fót til að mæta á fundinn.
Stjórnin

Skráning nauðsynlegt á aðalfund ÆÍ!

Ágæti félagsmaður.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn á laugardaginn 6. nóvember á Nauthól.  Tilkynna þarf þátttöku á info@icelandeider.is.  Þeir sem ætla að mæta vinsamlega látið vita í síðasta lagi á morgun föstudaginn 5 nóvember fyrir kl. 16.  Það á einnig við þá sem ætla að mæta á netfund.  Þeir þurfa að tilkynna sig á fundinn og senda netfang á info@icelandeider.is.  Þá muni þeir fá sent í tölvupósti link á fundinn.  Athugið þeir sem mæta á netfund geta ekki greitt atkvæði.

Vinsamlega mætið tímanlega á Nauthól til að fá afhent kjörgögn.  Stjórnin mælist til að fólk sé með grímu.

4. nóvember 2021
Stjórnin

Fyrirmynd að umboði vegna aðalfundar Æðarræktarfélagi Íslands 2020 og 2021.

Fyrirmynd að umboði vegna aðalfundar er að finna hér að neðan í word skjali.

20211031_UMBOD

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands 2020 og 2021

Ágæti félagsmaður.

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 6. nóvember 2021 í Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík. Fundahald hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 15.00, sbr. meðfylgjandi dagskrá. Fundirnir verða aðgengilegir á Teams fyrir félagsmenn en ekki verður hægt að greiða atkvæði á netfundi (nánari upplýsingar verða sendar síðar).

Aðalfundirnir verða með óhefðbundnu sniði þar sem aðalfundir 2020 og 2021 fara fram samhliða og þá skal taka afstöðu til þess hvort Æðarræktarfélag Íslands sem slíkt verði lagt niður og sameinað Bændasamtökum Íslands sem búgreinadeild æðarræktar. Stjórn telur því ástæðu til að gera í aðalfundaboði ítarlega grein fyrir fyrirkomulagi fundanna. Lagt er til að á aðalfundi 2020 verði einungis ársreikningur tekinn til umræðu og afgreiðslu og öðrum liðum frestað til aðalfundar 2021.

Meginverkefni aðalfunda 2020 og 2021:

  • Afgreiðsla ársreikninga
  • Skrifleg atkvæðagreiðsla um sameiningu við Bændasamtök Íslands. Í 9. gr. laga ÆÍ þarf aukinn meirihluti fundarmanna að samþykkja breytingar á lögunum. Framhald fundarins ræðst af niðurstöðu kosninga um hvort Æðarræktarfélagið sameinist Bændasamtökunum sem búgreinadeild eða ekki.
    • Ef niðurstaða atkvæðagreiðslu er sú að sameinast Bændasamtökum Íslands sem búgreinadeild æðarræktar þá er lagt til að aðalfundi verði frestað og núverandi stjórn ÆÍ veitt umboð til að starfa fram að framhaldsaðalfundi og gera m.a. nauðsynlegar ráðstafanir til aðlögunar að kerfisbreytingunni. Á framhaldsaðalfundi yrði ný stjórn kjörin í samræmi við samþykktir Bændasamtaka Íslands
    • Ef niðurstaða kosninganna verður sú að af sameiningu við Bændasamtökin verði ekki þá verður gengið til kosninga um stjórn Æðarræktarfélagsins: Kjörinn verður nýr formaður félagsins, tveir stjórnarmenn og varamaður. Jafnframt verða kjörnir skoðunarmenn reikninga. Þá er lagt til að fundi verði frestað og lögð verði fyrir framhaldsaðalfund endurskoðuð lög Æðarræktarfélags Íslands.

Greiðslubeiðni vegna árgjalda hefur verið send í heimabanka félagsmanna.
Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum.
Fyrirspurnir og athugasemdir berist á netfangið info@icelandeider.is
Félagsmenn eru hvattir til að senda inn ný eða breytt heimilisföng, netföng og símanúmer á netfangið info@icelandeider.is

Vegna Covid19, veitinga og skipulags í fundarsal eru félagsmenn vinsamlega beðnir um að skrá þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 4. nóvember á info@icelandeider.is eða í síma 867 0765 (Guðrún).

  1. október 2021.
    Fyrir hönd stjórnar ÆÍ,
    Guðrún Gauksdóttir, formaður

 

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands 2020 og 2021
haldnir í
Nauhól, Nauthólsvegi 106, Reykjavík
6. nóvember 2021
kl. 10.00 – 15.00

Dagskrá

Kl. 10:0010:30
Fundarsetning. Aðalfundur 2020. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara. Ársreikningur lagður fram til samþykktar. Fyrirspurnir og umræður. Öðrum liðum aðalfundar 2020 frestað til aðalfundar 2021.

Kl. 10.30-12.30
Aðalfundur 2021 settur. Skýrslur stjórnar. Ársreikningur. Sölu- og markaðsmál.
Kristinn Björnsson v erkefnastjóri kynnir samstarf Íslandsstofu og  ÆÍ.

Kl. 12:30 – 13.00 Léttur hádegisverður

Kl. 13:0015:00
Kynning, umræður og skrifleg atkvæðagreiðsla um sameiningu ÆÍ við BÍ

  • Ef niðurstaða atkvæðagreiðslu er sú að sameinast Bændasamtökum Íslands sem búgreinadeild æðarræktar þá er lagt til að aðalfundi verði frestað og núverandi stjórn ÆÍ veitt umboð til að starfa fram að framhaldsaðalfundi og gera m.a. nauðsynlegar ráðstafanir til aðlögunar að kerfisbreytingunni. Á framhaldsaðalfundi yrði ný stjórn kjörin í samræmi við samþykktir Bændasamtaka Íslands
  • Ef niðurstaða atkvæðagreiðslu er sú að af sameiningu við Bændasamtök Íslands verði ekki þá verður gengið til kosninga um stjórn Æðarræktarfélagsins: Kjörinn verður nýr formaður félagsins, tveir stjórnarmenn og varamaður. Jafnframt verða kjörnir skoðunarmenn reikninga. Þá er lagt til að fundi verði frestað og lögð verði fyrir framhaldsaðalfund endurskoðuð lög Æðarræktarfélags Íslands.

Kl. 15:00
Fundarslit

Aðalfundir ÆÍ 2020 og 2021

Ágæti félagsmaður.

Laugardaginn 6. nóvember n.k. verður haldinn aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 og verður dagskrá ásamt fundarboði send út síðar.

Þar sem aðalfundi fyrir 2020 var frestað verður fyrirkomulag þannig að haldnir verða aðalfundir fyrir árin 2020 og 2021. Á fundinum verða, auk kosninga til formanns og tveggja stjórnarmanna og varamanns, afgreidd brýnustu mál. Skýrsla stjórnar verður kynnt. Ársreikningar verða lagðir fram til kynningar og samþykktar. Þá verður að lokinni kynningu og umræðu gengið til kosninga um sameiningu Æðarræktarfélagsins við Bændasamtök Íslands en á Búnaðarþingi í júní s.l. voru samþykktar breytingar á félagskerfi samtakanna.

Það er ljóst að hvor leiðin sem aðalfundur ÆÍ  velur, þ.e. að sameinast Bændasamtökunum sem búgreinadeild æðarræktar eða að standa utan þeirra sem sjálfstætt félag, mun hafa talsverðar breytingar í för með sér fyrir félagið.  Æðarræktarfélagið sem slíkt hefur frá stofnun þess verið aðili að Bændasamtökunum.  Í megindráttum felur sameining við Bændasamtökin í sér að Æðarræktarfélag Íslands sem slíkt verður lagt niður og í stað verður stofnuð búgreinadeild æðarræktar innan Bændasamtakanna. Æðarbændur skrá sig þá sem félagsmenn í Bændasamtökin og greiða félagsgjöld þangað beint. Það skal tekið fram að ef að sameiningu verður þá mun Æðarræktarfélagið halda núverandi sjóðum sínum sérgreindum á kenntiölu félagsins (eins konar skúffufélag) og renna þeir ekki til Bændasamtakanna. Ef aðalfundur ÆÍ velur að standa utan Bændasamtakanna þarf að gera tilteknar breytingar á samþykktum félagsins. Það verður því að líkindum hlutverk framhaldsaðalfundar að leggja fram nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í ljósi niðurstöðu kosninganna hvor leiðin sem valin verður.

Frekari upplýsingar verða sendar síðar og jafnframt geta félagsmenn beint fyrirspurnum til stjórnar á netfang info@icelandeider.is

Á aðalfundinum (2020 og 2021) hafa þeir atkvæðisrétt sem greitt hafa félagsgjöldin.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér samþykktir BÍ og áherslur Bændasamtaka Íslands.

Með kveðju,

Stjórn Æðarræktarfélags Íslands

Námskeið fyrir þá sem eru áhugafólk um æðarrækt – Fjarkennsla

Æðarrækt og æðardúnn
Námskeið fyrir þá sem eru áhugafólk um æðarrækt og vilja öðlast réttindi eða viðhalda réttindum sem dúnmatsmenn

Í samstarfi við Æðarræktarfélag Íslands og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur Endurmenntun LBHÍ fyrir námskeiði ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi eða viðhalda réttindum sínum sem dúnmatsmenn skv. reglugerð um gæðamat á æðardúni nr. 350/2011. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hafa almennan áhuga á æðarrækt og vilja kynna sér lifnaðarhætti og sérstöðu æðarfuglsins hér á landi.

Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um æðarrækt, m.a. þeim sem hafa hugleitt að hefja æðarrækt og þeim sem starfað hafa á undanþágu frá ráðuneytinu.

Farið er yfir lifnaðarhætti, eiginleika og sérstöðu æðarfuglsins, hvernig eigi að koma upp varpi og ferilinn frá dúntekju til sölu dúnsins. Fjallað er um þær óskir og kröfur sem neytandinn gerir til æðardúns og hvernig þörfum er fullnægt og litið á þær kröfur sem gerðar eru til gæðamats á æðardúni og lagarammann sem búgreinin býr við.

Á námskeiðinu gefst tími til umræðna og fyrirspurna auk verklegrar þjálfunar við flokkun og gæðamat á æðardúni.

Tími: Lau. 10. apríl. Kl. 10:00-16:00
Staður: Vegna sóttvarnarreglna sem eru í gildi verður námskeiðið í fjarkennslu. Notast verður við Teams. Þeir sem vilja verða sér út um dúnmatsréttindi fá verklega kennslu í dúnmati í staðarnámi þriðjudaginn 20. apríl kl. 17-18 hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík.

Kennsla: Ýmsir sérfræðingar
Verð: 29.000 kr. (fræðsla, kaffi og hádegismatur)

Nánari upplýsingar og dagskrá á vef Endurmenntunar LBHÍ

Aðalfundur 2021 – Breytt tíma- og staðsetning

Kæri félagi í Æðarræktarfélagi Íslands!

Af óviðráðanlegum orsökum verður ekki unnt að halda aðalfund félagsins í Skagafirði í lok ágúst eins og fyrirhugað var. Þess í stað verður aðalfundur ÆÍ 2020/2021 haldinn í Reykjavík laugardaginn 6. nóvember n.k. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.

Ef næg þátttaka næst er fyrirhugað annað námskeið um æðarrækt og æðardún laugardaginn 10. apríl n.k. Námskeiðið er m.a. ætlað þeim sem hafa í hyggju að sækja um eða endurnýja réttindi til að starfa sem dúnmatsmenni. Skilyrði til að öðlast slíkt leyfi er m.a. að hafa sótt námskeið um dúnmat hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Sjá nánar á vef LBHÍ https://endurmenntun.lbhi.is/aedardunn

Stjórnin

Aðalfundur 2021 í Skagafirði

Reykjavík, 26. febrúar 2021

Ágæti félagi í Æðarræktarfélagi Íslands!

Ekki varð af aðalfundi ÆÍ vegna Covid-19 faraldursins eins og kom fram í bréfi frá stjórn þann 5. nóvember s.l. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Skagafirði helgina 28. – 29. ágúst n.k. (sameinaður aðalfundur áranna 2020 og 2021) nema sóttvarnarreglur standi því í vegi.
Stjórnin hefur unnið að hinum ýmsu verkefnum sem liggja fyrir og munum við upplýsa félagsmenn eftir því sem þeim vindur fram.

Gagnvirkur kortagrunnur yfir æðarvarp á Íslandi er nú tilbúinn, sjá slóðina http://map.is/aedur/
Stjórnin hvetur félagsmenn til að kynna sér grunninn og senda athugasemdir sínar á info@icelandeider.is eða hafa samband við verkefnisstjóra kortagrunnsins, Margréti Rögnvaldsdóttur í síma 699 6571.

Dúnmatsnámskeiðinu sem var frestað í haust verður haldið 6 .mars n.k. https://endurmenntun.lbhi.is/aedardunn/

Árgjald til félagsins er óbreytt fyrir 2021 kr. 7000 og verður stofnuð krafa í heimabanka félagsmanna fljótlega.

Stjórnin