Skráning nauðsynlegt á aðalfund ÆÍ!

Ágæti félagsmaður.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn á laugardaginn 6. nóvember á Nauthól.  Tilkynna þarf þátttöku á info@icelandeider.is.  Þeir sem ætla að mæta vinsamlega látið vita í síðasta lagi á morgun föstudaginn 5 nóvember fyrir kl. 16.  Það á einnig við þá sem ætla að mæta á netfund.  Þeir þurfa að tilkynna sig á fundinn og senda netfang á info@icelandeider.is.  Þá muni þeir fá sent í tölvupósti link á fundinn.  Athugið þeir sem mæta á netfund geta ekki greitt atkvæði.

Vinsamlega mætið tímanlega á Nauthól til að fá afhent kjörgögn.  Stjórnin mælist til að fólk sé með grímu.

4. nóvember 2021
Stjórnin