Upplýsingafundur um fyrirhugaða kosningu og sameiningu

Áríðandi – upplýsingafundur á Teams 27. janúar, kl. 16.00

Kæri félagi í ÆÍ.

Í ljósi aðstæðna hefur ekki enn verið ákveðið hvenær aðalfundur félagsins verður haldinn.
Ákveðið hefur verið að halda fjarfund á Teams með formanni Bændasamtaka Íslands og félögum í ÆÍ þar sem fjallað verður um fyrirhugaða kosningu um sameiningu Æðarræktarfélagsins og Bændasamtakanna. Á fundinum gefst félögum tækifæri til að fá svör við spurningum sem þeir hafa varðandi þær breytingar sem fylgja hugsanlegri sameiningu.
Í kjölfar fundarins verður gerð skoðanakönnun meðal félagsmanna um hug þeirra til sameiningar. Fjarfundurinn er hugsaður sem liður í undirbúningi fyrir aðalfund.

Fundartími: Fimmtudagur 27. janúar 2022, kl. 16.00
Leiðbeiningar verða sendar út í næstu viku og félagar munu fá sendan tengil inn á fundinn.

Með kveðju,
stjórn ÆÍ