Áríðandi tilkynning: Aðalfundi frestað!

Til félagsmanna í ÆÍ.

Stjórn Æðarræktarfélags Íslands telur óhjákvæmilegt að fresta aðalffundi félagsins sem halda átti á morgun, laugardag 6. nóvember. Stjórn hafa borist í gegnum síma og póst eindregin tilmæli um að fresta fundinum. Á fundinum stóð til að taka eina mikilvægustu ákvörðun frá stofnun félagsins og því brýnt að almenn þátttaka yrði af hálfu félagsmanna. Af þeim 30 sem höfðu skráð sig á fundinn hafa margir tilkynnt í dag um breytingar. Þá yrði á netfundi ekki hægt að greiða atkvæði. Stjórn hafa borist í gegnum síma og póst eindregin tilmæli um að fresta fundinum.
Þetta var erfið ákvörðun og stjórm þykir leitt að þetta komi sér illa fyrir þá sem hafa þegar lagt land undir fót til að mæta á fundinn.
Stjórnin