Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands 2020 og 2021

Ágæti félagsmaður.

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 6. nóvember 2021 í Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík. Fundahald hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 15.00, sbr. meðfylgjandi dagskrá. Fundirnir verða aðgengilegir á Teams fyrir félagsmenn en ekki verður hægt að greiða atkvæði á netfundi (nánari upplýsingar verða sendar síðar).

Aðalfundirnir verða með óhefðbundnu sniði þar sem aðalfundir 2020 og 2021 fara fram samhliða og þá skal taka afstöðu til þess hvort Æðarræktarfélag Íslands sem slíkt verði lagt niður og sameinað Bændasamtökum Íslands sem búgreinadeild æðarræktar. Stjórn telur því ástæðu til að gera í aðalfundaboði ítarlega grein fyrir fyrirkomulagi fundanna. Lagt er til að á aðalfundi 2020 verði einungis ársreikningur tekinn til umræðu og afgreiðslu og öðrum liðum frestað til aðalfundar 2021.

Meginverkefni aðalfunda 2020 og 2021:

 • Afgreiðsla ársreikninga
 • Skrifleg atkvæðagreiðsla um sameiningu við Bændasamtök Íslands. Í 9. gr. laga ÆÍ þarf aukinn meirihluti fundarmanna að samþykkja breytingar á lögunum. Framhald fundarins ræðst af niðurstöðu kosninga um hvort Æðarræktarfélagið sameinist Bændasamtökunum sem búgreinadeild eða ekki.
  • Ef niðurstaða atkvæðagreiðslu er sú að sameinast Bændasamtökum Íslands sem búgreinadeild æðarræktar þá er lagt til að aðalfundi verði frestað og núverandi stjórn ÆÍ veitt umboð til að starfa fram að framhaldsaðalfundi og gera m.a. nauðsynlegar ráðstafanir til aðlögunar að kerfisbreytingunni. Á framhaldsaðalfundi yrði ný stjórn kjörin í samræmi við samþykktir Bændasamtaka Íslands
  • Ef niðurstaða kosninganna verður sú að af sameiningu við Bændasamtökin verði ekki þá verður gengið til kosninga um stjórn Æðarræktarfélagsins: Kjörinn verður nýr formaður félagsins, tveir stjórnarmenn og varamaður. Jafnframt verða kjörnir skoðunarmenn reikninga. Þá er lagt til að fundi verði frestað og lögð verði fyrir framhaldsaðalfund endurskoðuð lög Æðarræktarfélags Íslands.

Greiðslubeiðni vegna árgjalda hefur verið send í heimabanka félagsmanna.
Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum.
Fyrirspurnir og athugasemdir berist á netfangið info@icelandeider.is
Félagsmenn eru hvattir til að senda inn ný eða breytt heimilisföng, netföng og símanúmer á netfangið info@icelandeider.is

Vegna Covid19, veitinga og skipulags í fundarsal eru félagsmenn vinsamlega beðnir um að skrá þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 4. nóvember á info@icelandeider.is eða í síma 867 0765 (Guðrún).

 1. október 2021.
  Fyrir hönd stjórnar ÆÍ,
  Guðrún Gauksdóttir, formaður

 

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands 2020 og 2021
haldnir í
Nauhól, Nauthólsvegi 106, Reykjavík
6. nóvember 2021
kl. 10.00 – 15.00

Dagskrá

Kl. 10:0010:30
Fundarsetning. Aðalfundur 2020. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara. Ársreikningur lagður fram til samþykktar. Fyrirspurnir og umræður. Öðrum liðum aðalfundar 2020 frestað til aðalfundar 2021.

Kl. 10.30-12.30
Aðalfundur 2021 settur. Skýrslur stjórnar. Ársreikningur. Sölu- og markaðsmál.
Kristinn Björnsson v erkefnastjóri kynnir samstarf Íslandsstofu og  ÆÍ.

Kl. 12:30 – 13.00 Léttur hádegisverður

Kl. 13:0015:00
Kynning, umræður og skrifleg atkvæðagreiðsla um sameiningu ÆÍ við BÍ

 • Ef niðurstaða atkvæðagreiðslu er sú að sameinast Bændasamtökum Íslands sem búgreinadeild æðarræktar þá er lagt til að aðalfundi verði frestað og núverandi stjórn ÆÍ veitt umboð til að starfa fram að framhaldsaðalfundi og gera m.a. nauðsynlegar ráðstafanir til aðlögunar að kerfisbreytingunni. Á framhaldsaðalfundi yrði ný stjórn kjörin í samræmi við samþykktir Bændasamtaka Íslands
 • Ef niðurstaða atkvæðagreiðslu er sú að af sameiningu við Bændasamtök Íslands verði ekki þá verður gengið til kosninga um stjórn Æðarræktarfélagsins: Kjörinn verður nýr formaður félagsins, tveir stjórnarmenn og varamaður. Jafnframt verða kjörnir skoðunarmenn reikninga. Þá er lagt til að fundi verði frestað og lögð verði fyrir framhaldsaðalfund endurskoðuð lög Æðarræktarfélags Íslands.

Kl. 15:00
Fundarslit