Rannsóknarverkefni á Norðurslóðum um sjófugla

Verkefnið SEABIRD HARVEST er verkefni umlífsviðurværi sjófugla og veiðar á Norðuratlantshafi. Verkefnið sameinar sérþekkingu um vistfræði sjófugla og upplýsingar um stofnstærð þeirra. Ævar Petersen fuglafræðingur tekur þátt í verkefninu og rannsakar æðarfugl og lunda. Nánar

 

 

Aðalfundur ÆÍ á morgun

Aðalfundur Æðarræktarfélagsins verður haldinn á morgun 10. nóvember kl. 11 á Hótel Sögu. Meðfylgjandi er dagskrá fundarins og tillögur að ályktunum.

Aðalfundur dagskrá og tillogur 2018.

Aðalfundur ÆÍ 2018

Reykjavík, 20. október 2018.

Aðalfundarboð

Ágæti félagsmaður.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands árið 2018 verður haldinn laugardaginn 10. nóvember 2018 í fundarsalnum Kötlu  II, 2. hæð, Radisson BLU Saga Hotel – Hótel Sögu.

 

Fundurinn hefst  hefst kl. 11.00, sbr. meðfylgjandi dagskrá.

Greiðslubeiðni vegna árgjalda hefur verið send í heimabanka félagsmanna.

Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum.

Fyrirspurnir berist á netfangið info@icelandeider.is

Félagsmenn eru hvattir til að senda inn ný eða breytt heimilisföng, netföng og símanúmer á netfangið info@icelandeider.is

Félag selabænda heldur aðalfund kl. 9 í Kötlu II og hefðbundin selaveisla verður um kvöldið í Haukaheimilinu.

Stjórnin


Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í  Kötlu II, Hótel Sögu 10. nóvember 2018 kl. 11:00

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar)

Kl. 11:0012:30

         Fundarsetning. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara

            Skýrslur: Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins

                                    Fyrirspurnir og umræður

            Ávörp gesta

Kl. 12:30 – 13.00 Léttur hádegisverður

Kl. 13:0014:30

            Listaháskóli Íslands: Tilraun II – æðardúnn
Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi
Náttúrustofa Norðurlands vestra
Íslenskur æðardúnn –  umsókn um verndað afurðaheiti
Friðlýsing æðarvarpa – kynning á skiltum

Kl. 14:3015:00       

         Sölu – og markaðsmál

Kl. 15:00 – 15.30 Kaffi

Kl. 15.30 – 17.00

         Fréttir frá deildum

         Ályktanir fundarins

         Kosningar  (tveir stjórnarmenn, varamaður, skoðunarmaður)

Kl. 17.00 Fundarslit

Tillögur að ályktunum

  1. Árgjald.
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands árið 2018 ályktar að árgjald fyrir árið 2019 verði kr. 6.000.
  2. Styrkir til deilda.
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrki vegna tilgreindra, rökstuddra verkefna, s.s. vargeyðingar. Styrkir verða einungis greiddir gegn afriti af reikningum.
  3. Sjókvíaeldi og æðarfugl.
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018 ítrekar fyrri ályktanir sínar um að brýn nauðsyn sé á því að rannsaka og vakta áhrif sjókvíaeldisstöðva og stækkunar þeirra á lífríki sjávar og þar með beina og óbeina hættu fyrir vöxt og viðkomu æðarfugls.
  4. Öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni.
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018 ítrekar ályktun sína frá aðalfundi 2017 að í breytingum á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og lögum nr. 74/2012 um veiðigjald, sem varða öflun sjávargróðurs, felist ólögmæt skerðing á eignarrétti eigenda jarða sem liggja að sjó og þessi hlunnindi tilheyra, þ. á m. æðarbænda. Stjórn ÆÍ er falið að vinna að lausn málsins ásamt þeim æðarbændum sem málið varðar.

Aðalfundur 2018

Félagar í ÆÍ.

Aðalfundur  Æðarræktarfélags Íslands 2018 verður haldinn laugardaginn 10. nóvember n.k. (Katla 2 á Hótel Sögu).  Dagskrá verður send síðar.

Með kveðju,

Stjórnin

Friðlýsingarskilti Æðarræktarfélags Íslands

Friðlýsing æðarvarps veitir æðarfuglinum þýðingarmikla vernd. Í reglugerð nr. 252/1996 um friðlýsingu æðarvarpa og fl. segir að friðlýst æðarvörp skuli auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verði við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.  ÆÍ telur að mikilvægt sé að friðlýst æðarvörp séu merkt með samræmdum hætti og hefur látið útbúa skilti sem heimilt er að nota til að auðkenna friðlýst æðarvörp.

Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu frá 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur það í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi án leyfis varpeiganda leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 m frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýsingu þarf að endurnýja á 10 ára fresti.

Nánari leiðbeiningar um fríðlýsingu varpa eru  hér og https://www.syslumenn.is/thjonusta/leyfi-og-loggildingar/fridlysing-aedarvarpa/ (á síðunni er hlekkur á umsóknareyðublað og upplýsingar um friðlýst vörp).

Félagar í ÆÍ, sem jafnframt eru forráðamenn friðlýstra æðarvarpa, geta gegn greiðslu fengið eitt eða fleiri skilti til að merkja vörp sín og er heiti jarðarinnar, þar sem hið friðlýsta varp er staðsett, skráð á skiltið. Stjórn ÆÍ staðfestir að um friðlýst æðarvarp sé að ræða skv. auglýsingu sýslumanns. Heimilt er að nota skiltin á meðan friðlýsing er í gildi.

Allar nánari upplýsingar um skilti og pöntunareyðublað er að finna hér

Hvernig skal hreinsa æðardún?

Árni Snæbjörnsson fyrrverandi hlunnindaráðunautur Bændasamtakanna tók saman á sínum tíma hvernig best væri að hreinsa æðardún.

Grein Árna fylgir hér

Strandmenningarhátíð á Siglufirði 2018

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér og taka þátt í strandmenningarhátíð á Siglufirði þann 4. – 8. júlí. Nánari upplýsingar http://vitafelagid.com/siglufjordur-2018/

Norræna strandmenningarhátíðin NORDISK KUSTKULTUR verður haldin á Siglufirði dagana 4-8 júlí 2018.

Hátíðin er sú sjöunda í röðinni og ber yfirskriftina;  Tónlist við haf og strönd. Á sama tíma fer Þjóðlagahátíðin fram, auk þess sem Siglufjörður fagnar 100 ára kaupstaðarafmæli og 200 ára verslunarsögu og þjóðin aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands.
Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á strandmenningu þjóðarinnar sem einum merkasta hornsteini í menningararfi hennar og sögu.
Þetta er gert með því að gefa sérfræðingum og almenningi tækifæri á að hittast, læra, miðla og skapa tengsl. Markmiðið er einnig að styðja strandmenninguna í allri sinni fjölbreytni og kynna hana fyrir almenningi.
Á hátíðinni fara fram sýningar og vinnustofur, allir -börn og fullorðnir- geta verið þátttakendur og notið þeirrar dagskrár sem í boði er. 
Á hátíðinni verður sýnt handverk, bæði gamalt og nýtt, og hvernig hægt er að nýta söguna til atvinnu og nýsköpunar. Handverksfólk verður við
vinnu sína og sýnir og kynnir verk sín. Bátar verða smíðaðir og sýndir og boðið er upp á kvikmyndasýningar, tónlist, myndlist, leiklist og dans og börn geta sótt vinnusmiðjur.

Hafir þú áhuga á þátttöku eða viljir fá nánari upplýsingar vinsamlegast hafðu samband við Sigurbjörgu Árnadóttur í síma 823 4417 eða með tölvupósti á netfangið sibba.arna@gmail.com. Hátíðin er haldin í samstarfi við ÞjóðlagahátíðinaSíldarminjasafnið 

Landbúnaðarsýning 2018

Athygli félagsmanna er vakin á landbúnaðarsýningu sem haldin verður haustið 2018, nánari upplýsingar um sýninguna og þátttöku sjá http://www.bbl.is/frettir/frettir/landbunadarsyning-verdur-haldin-i-laugardalshollinni-haustid-2018/18459/

Vel sóttur aðalfundur ÆÍ á Raufarhöfn

Aðalfundur ÆÍ árið 2017 var haldinn á Raufarhöfn að þessu sinni.  Vel vær mætt á fundinn.

Að venju var rætt um varptímann s.l. vor og kom fram í skýrslu stjórnar að mikil úrkoma og bleyta hefði verið víða um land en í þannig árferði væri mikilvægt að þurrka dúninn fljótt. Hreinsunaraðilar brugðust hratt við veðurfarinu og tóku á móti dúni snemma til að geta þurrkað auk þess sem bændur eru sjálfir margir hverjir með góða aðstöðu til þurrkunar.  Niðurfelling búnaðargjalda var fyrirferðamikið málefni í störfum stjórnar s.l. ár auk þess sem aðstoð við félagsmenn og svör við fyrirspurnum kaupenda um seljendur á æðardúni er hluti af stjórnarstörfum.  Verið að vinna að samræmdu friðlýsingarskilti. Á dagskrá fundarins var að fara yfir framtíðarhlutverk ÆÍ auk þess sem fjallað var um sölumál. Árið 2016 fór mikið af dún út eða 3.382 kg. og að útflutningsverð hafi verið um 205 þúsund kr. á kg. Í maí á þessu ári fóru 27 kg. og útflutningsverðið var um 190 þúsund en ekkert var flutt út í júní. Niðursveifla á verði er merkjanlegt í íslenskum krónum en verðið er hið sama í erlendri mynt. Kosningar fóru fram og gáfu Guðrún Gauksdóttir formaður og Pétur Guðmundsson stjórnarmaður kost á sér áfram til stjórnarsetu.  Stjórnin er því óbreytt á milli aðalfunda. Farið var í skoðunarferðir og höfðu fundarmenn á orði að gaman hefði verið að upplifa einstaka gestrisni heimafólks.

Auk ályktana um árgjalds og styrki til deilda voru eftirfarandi ályktanir samþykktar:

Minka- og refaveiði

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2017 hvetur stjórnvöld til að auka fjármagn til refa- og minkaveiða. Æðarræktarfélagið hvetur einnig ríkið og sveitarfélög landsins til að koma á samræmdum reglum um veiðar þessara dýra. Þá beinir aðalfundur því til stjórnar félagsins að hún beiti sér fyrir því að leitað verði nýrra leiða í baráttunni fyrir því að tryggja æðarvarp gegn ágangi minks, refs og flugvargs.

Öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2017 ályktar að í breytingum á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, sem varða öflun sjávargróðurs og taka gildi 1. janúar 2018, felist ólögmæt skerðing á eignarrétti eigenda jarða sem liggja að sjó og þessi hlunnindi tilheyra, þ. á m. æðarbænda. Stjórn ÆÍ er falið að vinna að lausn málsins ásamt þeim æðarbændum sem málið varðar.

Sjókvíaeldi og æðarfugl

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2017 ályktar að brýn nauðsyn sé á því að rannsaka og vakta áhrif sjókvíaeldisstöðva og stækkunar þeirra á lífríki sjávar og þar með beina og óbeina hættu fyrir vöxt og viðkomu æðarfugls.

Myndir frá fundinum og skoðunarferðum.

Fundargerð frá fundinum er hér.

Síðasti skráningardagur á aðalfund í dag!

Kæru félagsmenn í ÆÍ.
Aðalfundur ÆÍ 2017 verður haldinn í félagsheimilinu Hnitbjörgum, Raufarhöfn laugardaginn 26. ágúst n.k., sbr. dagskrá og upplýsingar.

Í dag þriðjudaginn 22.ágúst er síðasti dagur til að skrá sig á aðalfundinn!

Athugið!

Vinsamlega látið vita um þátttöku til
Margrétar Rögnvaldsdóttur, sími 6996571, margretrognvalds@gmail.com
Helgu Jónsdóttir, sími 8620783 dbghbj@simnet.is eða
Kristjönu Bergsdóttir, sími 6931024 kristjanabergs@icloud.com
Staðfestingargjald kr. 7000 greiðist inn á reikning
661016-0270 0192-05-060510 fyrir þann tíma.