Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands var haldinn 10.nóvember 2018 í Reykjavík.

Góð mæting var á fundinn og var farið yfir síðasta starfsár félagsins og málefna æðarbænda. Veður var ekki hagstætt s.l. vor fyrir æðarfuglinn á stórum hluta landsins. Rætt var um verkefni stjórnar m.a. um friðlýsingu æðarvarpa, markaðsmálum erlendis, verndun afurðarheitisins Íslenskur æðardúnn o.fl. Starf innan deilda félagsins var til umræðu sem og varnir í æðarvörpum og samstarf við Listaháskóla Íslands um farandsýningu. Í umræðu um útflutning á æðardúni kom í ljós að útflutningsverðmæti dúns hefur breyst mikið frá árinu 2016 þegar það var í sögulegu hámarki. Útflutningur hefur dregist mikið saman frá 2016 og var fyrstu 9 mánuði ársins 2018 1.251 kg. En árið 2017 fór magn dúns í útflutning í fyrsta sinn undir 2 tonn frá árinu 2009.

Tillögur frá aðalfundi 2017 um sjókvíaeldi og öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni voru ítrekaðar á fundinum.

Ljósmyndir frá fundinum

Fundargerð