Aðalfundur ÆÍ 2025

Aðalfundur ÆÍ 2024

Aðalfundur ÆÍ var haldinn á Vökuholti á Laxamýri.

Aðalfundargerð má lesa hér.

Myndir frá Aðalfundi eru hér!

 

Stjórn skipa nú:

Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður

Erla Friðriksdóttir, varaformaður

Helga María Jóhannesdóttir, ritari

Magnús Helgi Jónasson, gjaldkeri

Ragna S. Óskarsdóttir, meðstjórnandi.

Í varastjórn eru:

Hallur Þorsteinsson

Herdís Steinsdóttir

Aðalfundur ÆÍ 2024

Boð á sýningu og leiðsögn fyrir félagsmenn ÆÍ

Kæri félagsmaður ÆÍ, Íris og Signý hér, æðarbændur á Skálanesi í Seyðisfirði og vöruhönnuðir. Okkur langar til að bjóða þér/ykkur á sýninguna Annarsflokks í Ásmundarsal, en hún fjallar um Annarsflokks æðardún og hvernig mætti koma þeim æðardúni í farveg. Hér að neðan er að finna vefslóð þar sem allar upplýsingar eru að finna um sýninguna, en sýningin opnar 24. apríl næstkomandi og stendur til 15. maí 2024.

https://fb.me/e/1oRLG6p5D
https://www.asmundarsalur.is/annarsflokks

Okkur langar til að bjóða félagsmönnum ÆÍ á leiðsögn sem aðeins er ætluð félagsmönnum. Á leiðsögninni verður kafað dýpra ofan í verkefnið sem varðar samfélag æðarbænda. Okkur langar til að efla til samtals um þetta málefni, sem snertir okkur öll.

Vertu hjartanlega velkomin á leiðsögn laugardaginn 27. apríl kl. 12:00

Hlökkum til að sjá þig og ykkur.

Bestu kveðjur,
Íris og Signý

Kynningarefni á erlendum tungumálum

Vegna vaxanda eftirspurnar í Kína eftir íslenskum æðardúni og vörum úr íslenskum æðardúni hefur Æðarræktarfélag Íslands látið texta mynd Æðarræktarfélagsins um íslenska æðrdúninn með  kínverskum texta. Textaða myndin er nú aðgengileg á heimasíðu félagsins. Hér er hægt að velja myndina á íslensku, ensku, þýsku, japönsku og nú einnig á ensku með kínverskum texta.

Þá býðst félagsmönnum einnig að kaupa kynningarbækling félagsins sem gefinn er út á fjórum tungumálum. Íslensku, ensku, þýsku og japönsku. Þau sem hafa áhgua á að kaupa kynningarbæklinginn geta pantað hann hjá info@icelandeider.is

Aðalfundur ÆÍ 2023

Ágæti félagsmaður.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands fyrir árið 2023 verður haldinn laugardaginn 18. nóvember í Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Árleyni 22, 112 Reykjavík og hann hefst kl. 10:00.

Meðfylgjandi er dagskrá aðalfundarins.  Félagar eru beðnir að tilkynna þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 16. nóvember á info@icelandeider.is.  Láta vita hvort þeir mæti á fjarfund eða á staðinn.  Þeir sem velja að mæta á fjarfund hafa ekki möguleika á því að kjósa nema að senda einhvern með umboð frá þeim á fundinn.  Meðfylgjandi er eyðublað til að veita umboð.

Félagsgjaldið fyrir árið 2023 er kr. 7.000 og það var á gjalddaga í maí.  Þeir félagar sem ekki hafa heimabanka er bent á að fara til gjaldkera í sínum viðskiptabanka og láta sækja greiðsluseðilinn í bankanum.  Til þess að hafa kosningarrétt á aðalfundinum þurfa félagsmenn að hafa greitt sín félagsgjöld.

Stjórnin hlakkar til að sjá sem flesta félaga á þessum mikilvæga aðalfundi ÆÍ.

F.h. stjórnar.
Margrét Rögnvaldsdóttir formaður.

Aðalfundur ÆÍ – Fundargerð og ný stjórn

Á aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands á Austurlandi í ágúst s.l. var kjörin ný stjórn félagsins og kosið um lagabreytingar. Í stjórn sitja nú:

Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður Erla Friðriksdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Magnús Helgi Jónasson og Helga María Jóhannesdóttir. Varamenn eru Pálmi Benediktsson og Hallur Þorsteinsson.

Ný lög félagsins hafa verið uppfærð og eru aðgengileg hér. Fundargerð aðalfundar er hér!

Breytt tillaga fyrir aðalfund ÆÍ

Ágæti félagsmaður.

Stjórn félagsins fannst vanta frekari skilgreiningu á deildum í tillögu að endurskoðuðum lögum ÆÍ. Þess vegna sendum við ykkur þetta aftur þar sem 2. gr. í nýjum tillögum er tekin fyrir deildir. Breyting

Minnum á að félagar eru beðnir að tilkynna þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 23. ágúst annað hvort á info@icelandeider.is eða í síma 6996571 Margrét.

Stjórnin hlakkar til að sjá sem flesta félaga á þessum mikilvæga aðalfundi ÆÍ.

F.h. stjórnar
Margrét Rögnvaldsdóttir formaður.

Aðalfundur ÆÍ 2022 – Dagskrá og tillaga að nýjum lögum ÆÍ.

Ágæti félagi í ÆÍ.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands fyrir árið 2022 verður haldinn laugardaginn 27. ágúst á Eiðum Kirkjumiðstöð Austurlands og hefst kl. 10:00.  Kirkjumiðstöðin er ca 18 km frá Egilsstöðum.

Meðfylgjandi er dagskrá aðalfundarins og tillaga að nýjum lögum Æðarræktarfélags Íslands.

Félagar eru beðnir að tilkynna þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 23. ágúst annað hvort á info@icelandeider.is eða í síma 6996571 Margrét.

Greiðslubeiðni vegna árgjalda 2022 er komin í heimabanka.  Þeir félagar sem hafa ekki heimabanka er bent á að fara til gjaldkera í sínum viðskiptabanka og láta sækja greiðsluseðilinn í bankanum.

Stjórnin hlakkar til að sjá sem flesta félaga á þessum mikilvæga aðalfundi ÆÍ.

F.h. stjórnar
Margrét Rögnvaldsdóttir formaður

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2022

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn í Kirkjumiðstöð Austurlands laugardaginn 27. ágúst.  Kirkjumiðstöð Austurlands er ca. 18 km frá Egilsstöðum.  Dagskrá og skráning verður auglýst síðar.  Nú er tilvalið að huga að gistingu.

Þessi aðalfundur er mjög mikilvægur fyrir okkur öll.  Meirihluti félagsmanna kaus að Æðarræktarfélag Íslands ætti að vera sér félag en ekki sameinast Bændasamtökum Íslands.  En við eigum samt mörg sameiginleg hagsmunamál þar sem við getum enn unnið með Bændasamtökunum.  Stóru málin á þessum aðalfundi verða ný lög félagsins og framtíðarsýn.  Á aðalfundinum verður m.a. sýnd afurð samstarfsins við Íslandsstofu og kynnt ný tillaga að dúnmati.

Að venju gerum við líka ýmislegt skemmtilegt saman.  Förum í ferðalag og m.a. heimsækjum Rögnu á Borgarfirði eystra og skoðum hennar fyrirtæki.  Á laugardagskvöldið verður sameiginlegur kvöldverður og þá gerum við ráð fyrir að heyra frá formönnum deilda.

Innheimta félagsgjalda er hafin. Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband á info@icelandeider.is.

Við í stjórninni hlökkum til að hitta sem flest ykkar á þessum mikilvæga aðalfundi ÆÍ á Austurlandi.

F.h. stjórnar Æðarræktarfélags Íslands
Margrét Rögnvaldsdóttir formaður.