Boð á sýningu og leiðsögn fyrir félagsmenn ÆÍ

Kæri félagsmaður ÆÍ, Íris og Signý hér, æðarbændur á Skálanesi í Seyðisfirði og vöruhönnuðir. Okkur langar til að bjóða þér/ykkur á sýninguna Annarsflokks í Ásmundarsal, en hún fjallar um Annarsflokks æðardún og hvernig mætti koma þeim æðardúni í farveg. Hér að neðan er að finna vefslóð þar sem allar upplýsingar eru að finna um sýninguna, en sýningin opnar 24. apríl næstkomandi og stendur til 15. maí 2024.

https://fb.me/e/1oRLG6p5D
https://www.asmundarsalur.is/annarsflokks

Okkur langar til að bjóða félagsmönnum ÆÍ á leiðsögn sem aðeins er ætluð félagsmönnum. Á leiðsögninni verður kafað dýpra ofan í verkefnið sem varðar samfélag æðarbænda. Okkur langar til að efla til samtals um þetta málefni, sem snertir okkur öll.

Vertu hjartanlega velkomin á leiðsögn laugardaginn 27. apríl kl. 12:00

Hlökkum til að sjá þig og ykkur.

Bestu kveðjur,
Íris og Signý