Ágæti félagi í ÆÍ.
Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands fyrir árið 2024 verður haldinn laugardaginn 28. september í veiðihúsinu Vökuholti Laxamýri í Aðaldal og hefst kl. 10:00. Laxamýri er ca 8 km frá Húsavík. Kort. Það er nóg af gistingu í nágrenninu. Bæði á Húsavík og svo er líka hægt að fá bændagistingu.
Meðfylgjandi er dagskrá aðalfundarins. Félagar eru beðnir að tilkynna þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 24. september annað hvort á info@icelandeider.is eða í síma 6996571 Margrét.
Greiðslubeiðni vegna árgjalda 2024 er komin í heimabanka. Þeir félagar sem hafa ekki heimabanka er bent á að fara til gjaldkera í sínum viðskiptabanka og láta sækja greiðsluseðilinn í bankanum.
Stjórnin hlakka til að sjá sem flesta félaga á aðalfundinum á Laxamýri
F.h. stjórnar
Margrét Rögnvaldsdóttir formaður