Aðalfundur ÆÍ 2023

Ágæti félagsmaður.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands fyrir árið 2023 verður haldinn laugardaginn 18. nóvember í Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Árleyni 22, 112 Reykjavík og hann hefst kl. 10:00.

Meðfylgjandi er dagskrá aðalfundarins.  Félagar eru beðnir að tilkynna þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 16. nóvember á info@icelandeider.is.  Láta vita hvort þeir mæti á fjarfund eða á staðinn.  Þeir sem velja að mæta á fjarfund hafa ekki möguleika á því að kjósa nema að senda einhvern með umboð frá þeim á fundinn.  Meðfylgjandi er eyðublað til að veita umboð.

Félagsgjaldið fyrir árið 2023 er kr. 7.000 og það var á gjalddaga í maí.  Þeir félagar sem ekki hafa heimabanka er bent á að fara til gjaldkera í sínum viðskiptabanka og láta sækja greiðsluseðilinn í bankanum.  Til þess að hafa kosningarrétt á aðalfundinum þurfa félagsmenn að hafa greitt sín félagsgjöld.

Stjórnin hlakkar til að sjá sem flesta félaga á þessum mikilvæga aðalfundi ÆÍ.

F.h. stjórnar.
Margrét Rögnvaldsdóttir formaður.