Entries by Anna anok-stjorn

Aðalfundur ÆÍ 2020 – Frestun

Ágæti félagsmaður. Í ljósi hertra sóttvarnarreglna ákvað stjórn Æðarræktarfélags Íslands að fresta fyrirhuguðum aðalfundi félagsins. Boðað verður til aðalfundar um leið og reglur veita nægjanlegt svigrúm til fundarhalds.  Stjórnin hefur ótrauð haldið áfram að vinna að þeim verkefnum sem ákveðið var að setja í forgang á síðasta vinnufundi hennar, en félagsmenn fengu ítarlegt yfirlit yfir […]

Æðarrækt og Kríur

Árið 2019 vann Eliza-Jane Morin, rannsókn á áhrifum athafna og viðhorfa æðarbanda á varp- og varpárangur kría. Rannsóknina gerði Eliza sem hluta af meistararitgerð sinni í haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða, undir enska heitinu Farming for Conservation: How Eiderdown Farmers’ Practices and Perspectives Impact Breeding Arctic Terns in Iceland, sem hún og varði í […]

Aðalfundur ÆÍ 2020

Í ljósi óvissu um framvindu Covid – 19 hefur stjórn Æðarræktarfélags Íslands ákveðið að fresta aðalfundi félagsins fram í nóvember og verður fundurinn haldinn í Reykjavík. Þess í stað er aðalfundur, í samráði við fyrirsvarsmann Æðarræktarfélags Norðvesturlands, fyrirhugaður í Skagafirði árið 2021. Nánari upplýsingar verða sendar út til félagsmanna síðar.

Drög að frumvarpi

150. löggjafarþing 2019–2020. Þingskjal x — x. mál. Stjórnarfrumvarp.   Frumvarp til laga um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og villtra spendýra. Frá umhverfis– og auðlindaráðherra.   I. KAFLI Markmið, gildissvið og skilgreiningar. gr. Markmið. Markmið laga þessara eru eftirfarandi: Stuðla að því að villtir fuglar og villt spendýr fái að þróast eftir forsendum […]

Nytsömust íslenzkra anda – Nýleg fræðigrein um æðarfuglinn.

Nýlega kom út tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands Ritið þar sem vaktar eru upp aðkallandi spurningar er varða loftslagsbreytingar, fækkun dýrategunda, umhverfissiðfræði og sjálfbærni. Þeir þverfaglegu textar og listaverk sem birtast í Ritinu eiga það sameiginlegt að fela í sér nýstárleg sjónarhorn á viðfangsefni sem áður voru gegnsýrð hugmyndafræði mannmiðjunar. Tekin eru til gagnrýninnar umfjöllunar gamalgróin […]

Fuglakólera í æðarfugli á Íslandi.

Ágæti félagsmaður í ÆÍ. Eins og kom fram á aðalfundi félagsins í ágúst á síðastliðnu ári þá hefur fuglakólera greinst í tvígang í varpi á Norðurlandi. Stjórn Æí hefur í samráði við sérfræðinga tekið saman leiðbeiningar um forvarnir og viðbrögð æðarbænda þegar grunur vaknar um fuglakóleru eða annan smitsjúkdóm í æðarfugli. Það er fyrst og […]

Ályktun stjórnar ÆÍ um kayakferðir í og við Breiðafjörð

Stjórn Æðarræktarfélag Íslands ásamt stjórnum deilda félagsins við Breiðafjörð sendu Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Umhverfisstofnun, Ferðamálastofu og MAST meðfylgjandi bréf. Athygli æðarbænda í og við Breiðafjörð er vakin á því að Hollenskir ferðaskipuleggjendur kayakaferða, að því er viriðst án samráðs við landeigendur, eru að bjóða upp á ferð um Breiðafjörð á friðlýsingartíma æðarvarps. Ferðin er 10 […]

Ályktun ÆÍ um frumvarp um breytingu á lögum um þjóðlendur

Stjórn Æðarræktarfélag Íslands ásamt stjórnum deilda félagsins við Breiðafjörð sendi frá sér meðfylgjandi ályktun varðandi frumvarp um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998. Frumvarpið varðar landsvæði utan strandlengju meginlandsins og á því í einhverjum tilfellum við landsvæði þar sem æðarrækt er stunduð. Ályktun til allsherjarnefndar um þjóðlendulög

50. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2019

Fundargerð aðalfundar ÆÍ, 31. ágúst 2019 í Kötlu 2, Bændahöllinni Aðalfundarstörf: Fundarsetning Guðrún Gauksdóttir, formaður ÆÍ, flutti í upphafi fundar ávarp í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Hún rifjaði upp hverjir komu að stofnun félagsins fyrir 50 árum og voru á fyrsta fundinum þann 29. nóvmber 1969 en það voru þeir Gísli Kristjánsson sem […]