Aðalfundur 2021 – Breytt tíma- og staðsetning

Kæri félagi í Æðarræktarfélagi Íslands!

Af óviðráðanlegum orsökum verður ekki unnt að halda aðalfund félagsins í Skagafirði í lok ágúst eins og fyrirhugað var. Þess í stað verður aðalfundur ÆÍ 2020/2021 haldinn í Reykjavík laugardaginn 6. nóvember n.k. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.

Ef næg þátttaka næst er fyrirhugað annað námskeið um æðarrækt og æðardún laugardaginn 10. apríl n.k. Námskeiðið er m.a. ætlað þeim sem hafa í hyggju að sækja um eða endurnýja réttindi til að starfa sem dúnmatsmenni. Skilyrði til að öðlast slíkt leyfi er m.a. að hafa sótt námskeið um dúnmat hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Sjá nánar á vef LBHÍ https://endurmenntun.lbhi.is/aedardunn

Stjórnin