Æðarrækt og Kríur

Árið 2019 vann Eliza-Jane Morin, rannsókn á áhrifum athafna og viðhorfa æðarbanda á varp- og varpárangur kría. Rannsóknina gerði Eliza sem hluta af meistararitgerð sinni í haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða, undir enska heitinu Farming for Conservation: How Eiderdown Farmers’ Practices and Perspectives Impact Breeding Arctic Terns in Iceland, sem hún og varði í maí 2020.

Leiðbeinendur Elizu voru þær Freydís Vigfúsdóttir, Háskóla Íslands og Catherine Chambers, Háskólasetri Vestfjarða. Við rannsóknina fékk Eliza hjálp frá Æðaræktarfélagi Íslands, sem m.a sendi út spurningakönnun hennar á félagsmenn sína.

Vorið 2020, fengu Háskóli Íslands og Háskólasetur Vestfjarða styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna til að halda áfram rannsóknum á tengslum kría og æðarvarpa undir heitinu Gildi kríuvarpa fyrir æðabændur og æðadúnsrækt. Til verksins fengu leiðbeinendurnir Freydís og Catherine nemendurna, Sigurlaugu Sigurðardóttur og Hjörleif Finnsson til liðs við sig. Sigurlaug, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, tók að sér líffræðilega þátt verkefnisins en Hjörleifur Finnsson, meistaranemi í haf og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða, vann við félagsfræðilega hluta rannsóknarinnar.

Hér má lesa skýrslu Sigurlaugar og Hjörleifs.