Aðalfundur ÆÍ 2020

Í ljósi óvissu um framvindu Covid – 19 hefur stjórn Æðarræktarfélags Íslands ákveðið að fresta aðalfundi félagsins fram í nóvember og verður fundurinn haldinn í Reykjavík. Þess í stað er aðalfundur, í samráði við fyrirsvarsmann Æðarræktarfélags Norðvesturlands, fyrirhugaður í Skagafirði árið 2021. Nánari upplýsingar verða sendar út til félagsmanna síðar.