Entries by Anna anok-stjorn

Upplýsingafundur um fyrirhugaða kosningu og sameiningu

Áríðandi – upplýsingafundur á Teams 27. janúar, kl. 16.00 Kæri félagi í ÆÍ. Í ljósi aðstæðna hefur ekki enn verið ákveðið hvenær aðalfundur félagsins verður haldinn. Ákveðið hefur verið að halda fjarfund á Teams með formanni Bændasamtaka Íslands og félögum í ÆÍ þar sem fjallað verður um fyrirhugaða kosningu um sameiningu Æðarræktarfélagsins og Bændasamtakanna. Á […]

Áríðandi tilkynning: Aðalfundi frestað!

Til félagsmanna í ÆÍ. Stjórn Æðarræktarfélags Íslands telur óhjákvæmilegt að fresta aðalffundi félagsins sem halda átti á morgun, laugardag 6. nóvember. Stjórn hafa borist í gegnum síma og póst eindregin tilmæli um að fresta fundinum. Á fundinum stóð til að taka eina mikilvægustu ákvörðun frá stofnun félagsins og því brýnt að almenn þátttaka yrði af […]

Skráning nauðsynlegt á aðalfund ÆÍ!

Ágæti félagsmaður. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn á laugardaginn 6. nóvember á Nauthól.  Tilkynna þarf þátttöku á info@icelandeider.is.  Þeir sem ætla að mæta vinsamlega látið vita í síðasta lagi á morgun föstudaginn 5 nóvember fyrir kl. 16.  Það á einnig við þá sem ætla að mæta á netfund.  Þeir þurfa að tilkynna sig á fundinn og […]

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands 2020 og 2021 Ágæti félagsmaður. Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 6. nóvember 2021 í Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík. Fundahald hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 15.00, sbr. meðfylgjandi dagskrá. Fundirnir verða aðgengilegir á Teams fyrir félagsmenn en ekki verður hægt að greiða atkvæði á netfundi […]

Aðalfundir ÆÍ 2020 og 2021

Ágæti félagsmaður. Laugardaginn 6. nóvember n.k. verður haldinn aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 og verður dagskrá ásamt fundarboði send út síðar. Þar sem aðalfundi fyrir 2020 var frestað verður fyrirkomulag þannig að haldnir verða aðalfundir fyrir árin 2020 og 2021. Á fundinum verða, auk kosninga til formanns og tveggja stjórnarmanna og varamanns, […]

Námskeið fyrir þá sem eru áhugafólk um æðarrækt – Fjarkennsla

Æðarrækt og æðardúnn Námskeið fyrir þá sem eru áhugafólk um æðarrækt og vilja öðlast réttindi eða viðhalda réttindum sem dúnmatsmenn Í samstarfi við Æðarræktarfélag Íslands og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur Endurmenntun LBHÍ fyrir námskeiði ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi eða viðhalda réttindum sínum sem dúnmatsmenn skv. reglugerð um gæðamat á æðardúni nr. 350/2011. Námskeiðið […]

Aðalfundur 2021 – Breytt tíma- og staðsetning

Kæri félagi í Æðarræktarfélagi Íslands! Af óviðráðanlegum orsökum verður ekki unnt að halda aðalfund félagsins í Skagafirði í lok ágúst eins og fyrirhugað var. Þess í stað verður aðalfundur ÆÍ 2020/2021 haldinn í Reykjavík laugardaginn 6. nóvember n.k. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar. Ef næg þátttaka næst er fyrirhugað annað námskeið um æðarrækt og […]

Aðalfundur 2021 í Skagafirði

Reykjavík, 26. febrúar 2021 Ágæti félagi í Æðarræktarfélagi Íslands! Ekki varð af aðalfundi ÆÍ vegna Covid-19 faraldursins eins og kom fram í bréfi frá stjórn þann 5. nóvember s.l. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Skagafirði helgina 28. – 29. ágúst n.k. (sameinaður aðalfundur áranna 2020 og 2021) nema sóttvarnarreglur standi því í vegi. Stjórnin hefur […]