Meðferð og hreinsun æðardúns – glærur frá námskeiði.

Nú er æðarvarpið víðast hvar komið í fullan gang og því tilvalið að rifja upp helstu atriði varðandi meðferð og hreinsun æðardúns. Hér eru glærur frá Pétri Guðmundssyni frá námskeiði fyrir dúnmatsmenn sem haldið var í apríl sl.

Námskeið um æðarrækt og æðardún

Dunmat_auglysing

Ályktanir frá aðalfundi

Ályktun um árgjald

Stjórn Æðarræktarfélags Íslands leggur til við aðalfund 2015  að árgjald fyrir árið 2016 verði kr. 3.800.

 

Ályktun um styrki til deilda

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2015 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrk. Einnig er stjórninni heimilt að veita styrk til einstakra æðarbænda á þeim svæðum þar sem ekki er starfandi æðarræktardeild. Stjórn ÆÍ er falið að ganga frá samningum við formenn deildanna um framkvæmd tillögunnar. Styrkir verða greiddir gegn afriti af reikningum.

 

Ályktun um refa- og minkaveiðar

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2015 hvetur stjórnvöld til að auka fjármagn til refa- og minkaveiða. Æðarræktarfélagið hvetur einnig ríkið og sveitarfélög landsins til að koma á samræmdum reglum um veiðar þessara dýra.

 

Ályktun um þang- og þaravinnslu

Í ljósi þeirra frétta sem nú eru komnar um aukna þang- og þaravinnslu í Breiðafirði og tilkomu nýrra verksmiðja, beinir aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2015 því til stjórnar að hún beiti sér fyrir því að lífríki Breiðafjarðar verði rannsakað til að hægt sé að meta afkastagetu fjarðarins án þess að gengið sé of nærri mikilvægu lífríki hans

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn í Reykjavík 7. nóvember 2015 kl. 11 í Heklu Radison Blu Hótel Sögu.

Þeir félagar sem enn eiga eftir að greiða árgjald eru vinsamlegast beðnir um að ganga frá greiðslu en greiðslubeiðni er í heimabanka (ath. að greiðsluseðillinn gæti birst með valkvæðum greiðslum). Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum eftir að hann hefst.

Fyrirspurnir berist á netfangið info@icelandeider.is. Félagsmenn eru hvattir til að senda inn ný eða breytt netföng.

Dagskrá aðalfundar 2015

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í  Heklu, Hótel Sögu 7. nóvember 2015 kl. 11.00

Dagskrá

Kl. 11:0012:30

Fundarsetning. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara

Skýrslur: Skýrsla stjórnar; Guðrún Gauksdóttir
Skýrsla hlunnindaráðgjafa; Sigríður Ólafsdóttir;
Reikningar félagsins; Björn Ingi Knútsson
Fyrirspurnir og umræður

Ávörp gesta

Kl. 12:30 – 13.00 Léttur hádegisverður

Kl. 13:0016:00

Fræðsluerindi frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

Jón EinarJónsson,  Árni Ásgeirsson og Aldís Erna Pálsdóttir

Merkingar á æðarfugli á 7 stöðum á sunnanverðum Breiðafirði

Notkun hreiðurmyndavéla í æðarvarpi

Dúnrannsóknir, aðferðir og frumniðurstöður

Fyrirspurnir og umræður

Fréttir og tillögur frá deildum

Sölu- og markaðsmál

Kosningar (tveir stjórnarmenn, varamaður, fulltrúi á Búnaðarþing og varamaður, skoðunarmaður)

Tillögur

Önnur mál

Kl. 16:00 Fundarslit og kaffiveitingar

Íslensk-norsk könnun um æðarrækt

Á aðalfundi 2014 voru kynntar niðurstöður nýlegrar könnunar um æðarrækt á Íslandi og í Noregi. Tilgangur könnunarinnar var að safna saman þekkingu um áskoranir æðarbænda, tækifæri og framtíðarhorfur, þörf fyrir þekkingu og athuga áhuga og væntingar til samvinnu. SVÓT-greining var unnin úr niðurstöðum og vísum við á samantekt og umræðu í skýrslunni þar sem niðurstöður eru dregnar saman.

Basic Ísland ehf. og Bioforsk Nord í Tjøtta sáu um framkvæmd könnunarinnar. Æðarræktarfélag Íslands ásamt Nordland fylkeskommune og Nordland ærfugllag styrktu verkefnið.

Íslensk-norsk spurningakönnun um æðarrækt

Islandsk-norsk spørreundersøkelse av ærfugldunnæringa

Samþykktar ályktanir á Aðalfundi 2014

Ályktun um árgjald.
Stjórn Æðarræktarfélags Íslands leggur til við aðalfund 2014 að árgjald fyrir árið 2015 verði kr. 3.800.

Ályktun um styrki til deilda
Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2014 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrk. Einnig er stjórninni heimilt að veita styrk til einstakra æðarbænda á þeim svæðum þar sem ekki er starfandi æðarræktardeild. Stjórn ÆÍ er falið að ganga frá samningum við formenn deildanna um framkvæmd tillögunnar. Styrkir verða greiddir gegn afriti af reikningum

Ályktun um refa- og minkaveiðar
Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2014 hvetur stjórnvöld til að auka fjármagn til refa- og minkaveiða og til að hætta skattlagningu veiðanna í formi virðisaukaskatts. Æðarræktarfélagið hvetur einnig ríkið og sveitarfélög landsins til að koma á samræmdum reglum um veiðar þessara dýra.

Aðalfundur 2014 felur stjórn Æðarræktarfélagsins í samráði við hlunnindaráðunaut, formenn deilda og sérstaka ráðgjafanefnd sem og með hliðsjón af sjónarmiðum sem fram koma á aðalfundi að rita umsögn um fyrirliggjandi drög að reglugerð um refa- og minkaveiðar fyrir hönd ÆÍ. Frestur til að skila inn umsögninni er til 12. september 2014.

Greinargerð:
Það er öllum ljóst að það þarf að halda fjölda refa og minka innan skynsamlegra marka ef ekki á illa að fara. Minkur er aðskotadýr í íslenskri náttúru og því ætti að stefna að því að fækka honum verulega, helst að útrýma honum. Ref hefur fjölgað mikið á síðasta áratug og er nú svo komið að vakta þarf flest landvörp um varptíma og er það mjög mjög tímafrekt og kostnaðarsamt. Sveitarfélög eru líka mjög misjafnlega í stakk búin til að takast á við veiðarnar. Þess vegna er nauðsynlegt að samræma reglur þeirra og best væri ef hægt væri að koma því svo fyrir að ekki skipti máli í hvaða sveitarfélagi dýrin væru veidd. Til að hvetja til veiða á ref og mink er brýnt að virðisaukaskattur af veiðunum fáist endurgreiddur í stað þess að nota veiðarnar sem tekjustofn fyrir ríkissjóð eins og nú er gert.

Aðalfundarboð 23. ágúst 2014

Aðalfundur félagins verður haldinn 23. ágúst 2014 í  Félagsheimili Árneshrepps í Trékyllisvík.

Dagskrá:

11:00‐12:30
Fundarsetning
Tilnefning fundarstjóra og fundarritara

Skýrslur og reikningar
Skýrsla stjórnar: Guðrún Gauksdóttir
Reikningar: Erla Friðriksdóttir
Hlunnindaráðgjafi: Sigríður Ólafsdóttir

Ávörp gesta

Erindi:
Thomas Holm Carlsen: Rannsóknir á æðardúni.
Guðbjörg H. Jóhannesdóttir: Niðurstöður samanburðarkönnunar á Íslandi og Noregi um æðarrækt.
Valgeir Benediktsson: Samfélag og hlunnindi á Ströndum.

 12:30 – 13.00 
Léttur hádegisverður

13:00‐15:00
Fréttir og tillögur frá deildum

Sölu- og markaðsmál: Erla Friðriksdóttir

Kosningar
Kosið er til formanns, búnaðarþingsfulltrúa og skoðunarmann reikninga

Tillögur

Önnur mál

Fundarslit

Að loknum fundi stendur fundargestum til boða að taka þátt í skoðunarferð og kvöldverði.
Tilkynna þarf þátttöku með tölvupósti á info@icelandeider.is eða í síma 867 0765.

15:00-19:30
Skoðunarferð sem skipulögð er af heimafólki

19:30-?
Kvöldverður

Æðardúnn verðmætari en nokkru sinni fyrr

IMG_9367

Útflutningstekjur árið 2013 nærri 600 milljónir.
Ekkert lát er á sölu íslensks æðardúns til erlendra sængurframleiðenda. Verðið hefur tvöfaldast á fjórum árum en útflutningstekjur 2013 voru um 600 milljónir kr. Þessi arfur náttúrunnar er dýrasta landbúnaðarafurð landsins en kílóið kostar um 200.000 kr. Það er fyrir áræðni æðarbænda og söluaðila sem þessi náttúruauðlind skapar verðmæti, en ótíndur dúnn verður vindi og veðri að bráð. Möguleiki er á að margfalda verðmæti æðardúns með fullvinnslu.

Æðardúnn tvöfaldast í verði á fjórum árum
Útflutningstekjur af íslenskum æðardúni námu 599.148.104 kr árið 2013, en það þótti mikill sigur að ná 500 milljóna kr markmiðinu árið 2012. Ári síðar hafa söluaðilar gert enn betur og slógu næstum 600 milljóna markið. Útflutningur hefur gengið mjög vel undanfarin ár og virðist ekkert lát á vinsældum hans. Meðalverð á seldu kílói af íslenskum æðardúni var 192.652 kr í fyrra,  sem er tæplega tvöföldun meðalverðs frá 2009 sem var 97.887 kr. á verðlagi þess árs. Talsverðar sveiflur geta verið á verði eftir gengisþróun og milli markaðssvæða og því getur verð rokkað innan sölutímabila. Vöntun hefur verið á æðardúni síðustu ár hjá mörgum söluaðilum sem hefðu getað selt töluvert meira magn en raunin varð. Því hefur verð hækkað hratt. Æðardúnn er takmörkuð náttúruauðlind, en framleiðslan takmarkast við það magn sem fellur til ár hvert í hreiðrum æðarkolla og tíndur er af landeigendum. Ísland er með 70-80% heimsmarkaðshlutdeild með sölu upp á rúm 3 tonn af hreinsuðum æðardúni síðustu ár sem er ársframleiðslan.Stærstu sölusvæði æðardúns eru Japan og Þýskaland sem nota dúninn sem fyllingu í sængur. Algengt verð á æðardúnsængum erlendis er um 1200-1500 þúsund króna en einnig eru til bæði ódýrari og dýrari sængur eftir magni í sæng og hreinleika vörunnar.

Framboð annar ekki eftirspurn
Árið 2013 nam útflutningur æðardúns 3110 kílóum.  Það er því fjórða árið í röð sem salan fer yfir 3000 kg sem er algert einsdæmi í útflutningssögu œðardúns og virðist ekkert lát á eftirspurn. Margir söluaðilar hafa þegar gert framvirka saminga um sölu þess æðardúns sem bændur safna saman úr hreiðrum þessar vikurnar.  Það virðist því liðin tíð að æðardúnbirgðir safnist upp milli ára.

Veðurfar hliðhollt æðarfuglinum
Í vor og það sem af er sumri hefur veðurfar verið hagstætt æðarbændum. Það er helst á Austurlandi sem úrkoma hefur verið yfir meðallagi og einhverjir tekið upp votan dún sem er þá þurrkaður um leið og í hús er komið. Það ætti því ekki að koma að sök hvað lokaafurð snertir.

Fullvinnsla æðardúns mikilvæg
Íslenskur æðardúnn er aðallega notaður sem fylling í æðardúnsængur. Fullframleiðsla fer að mestu fram erlendis þar sem dúnninn er aðallega seldur sem hráefni frá landinu. Það er ekki að ástæðulausu sem verð hefur hækkað síðustu ár. Atvinnuvegaráðuneytið hefur uppfært gæðavottorðin, sem nú eru númeruð og með íslenska skjaldarmerkinu á. Ráðuneytið í samstarfi við Æðarræktarfélag Íslands, Félag atvinnurekenda og Bændasamtökin leita stöðugt leiða til að betrumbæta vottunarkerfið. Útflutningsaðilar hafa unnið ötult markaðsstarf eins og sölutölur sýna glögglega, auk þess sem  Æðarræktarfélag Íslands hefurútbúið almennt kynningaefni um íslenskan æðardún á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, þýsku og japönsku. Um er að ræða kynningarmynd, bækling auk þess sem þessi vefsíða er í þróun. Það er skemmtilegt safn rekið á Reykhólum í A-Barðarstrandasýslu auk þess sem verið er að byggja húsnæði í Stykkishólmi sem mun verða framtíðarheimili Æðarseturs Íslands. Síðast en ekki síst er aukning á útflutningi þvegins æðardúns, en áður fyrr var eingöngu fluttur út hreinsaður æðardúnn. Hreinsunin fer fram án kemískra efna, en mestallur dúnn er þveginn erlendis áður en hann fer í sængurnar og því ánægjulegt að ná þeim viðskiptum hingað heim. Íslendingar geta gert betur og sótt á markaði með fullunnar vörur og kynnt æðarfuglinn fyrir Íslendingum og ferðamönnum. Með sölu á fullunnum afurðum er hægt að margfalda verðmætin.

Umhirða æðarvarpa skilar árangri.
Samvinna æðarfuglsins og mannsins líkist vinasambandi og endurspeglar náttúruna í sinni fallegustu mynd.  Æðarbændur undirbúa varpsvæði

á vorin í þeirri von að æðarfuglinn velji landið þeirra. Margir æðarbændur vaka yfir varpinu og veita vernd gegn rándýrum og ránfuglum. Þeir fá vinnuna ríkulega launaða með æðardúni sem losnar af bringum æðarkolla og þær umlykja hreiður sín með. Æðardúnninn er svo aftur hreinsaður fyrir sölu og er mikilvægur tekjustofn æðarbænda.

IMG_9524

Sólveig Bessa Magnúsdóttir og Björgvin Sveinsson á Innri-Hjarðardal í Öndundarfirði eru með æðarvarp rétt við bæjarstæðið. “Veðrið hefur verið milt og þurrt eftir að fuglinn settist upp. Hann hefur aðeins seinkað sér í varp eftir hrakfarir síðustu ára en það hefur fennt yfir varpið síðustu ár, svo rétt hausinn á kollunni hefur staðið upp úr snævi þaktri jörðinni”, segir Sólveig Bessa Magnúsdóttir. “Ég ákvað að gefa fuglinum sem mestan frið í ár fyrst viðraði svona vel og fór ekki í fyrstu dúntínslu fyrr en um Hvítasunnuhelgina. Þá var komið töluvert af ungum og æðar-kollur byrjaðar að leiða út”, segir Sólveig Bessa ennfrekar. Töluverð aukning hefur orðið á fugli síðustu ár hjá þeim hjónum enda hugsa þau vel um æðarfuglinn. Sólveig Bessa segist sannfærð um að vöktunin skili þessari fjölgun. Margir aðrir æðarbændur hafa tjáð sig um fjölgun hreiðra á samfélagsmiðlum um þessar mundir, svo líkur eru á góðu dúnári. Mun salan ná 650 milljónum árið 2014? Það verður gaman að sjá.

Þessi frétt var birt í Bændablaðinu 19. júní 2014.
Sjá nánar: http://www.bbl.is/files/pdf/bbl-12.-tbl.-2014-web.pdf

 

 

 

 

 

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 9. nóvember 2013

Aðalfundarboð

 

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands árið 2013 verður haldinn laugardaginn 9. nóvember 2013 í Kötlu, 2. hæð, Radisson SAS blu – Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 11.00.

 

Þeir félagar sem enn eiga eftir að greiða árgjald eru vinsamlegast beðnir um að ganga frá greiðslu en greiðslubeiðni er í heimabanka.  Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum eftir að hann hefst.

 

Minnt er á að aðalfundur Samtaka selabænda hefst kl. 16.30.

 

 

Dagskrá fundarins

11.00 -12.30 Fundarsetning. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara.

Skýrsla stjórnar:
Guðrún Gauksdóttir.

Skýrsla hlunnindaráðgjafa BÍ:
Sigríður Ólafsdóttir. Reikningar félagsins: Guðni Þór Ólafsson.

Fyrirspurnir og umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. 
Ávörp gesta

12.30 -13.00 Léttur hádegisverður

13.00 -16.00 Erindi. Fréttir og tillögur frá deildum.

Sölu- og  markaðsmál.
Kosningar. Tillögur, Fundarslit.

16.00 Kaffiveitingar