Entries by Anna anok-stjorn

Breytt tillaga fyrir aðalfund ÆÍ

Ágæti félagsmaður. Stjórn félagsins fannst vanta frekari skilgreiningu á deildum í tillögu að endurskoðuðum lögum ÆÍ. Þess vegna sendum við ykkur þetta aftur þar sem 2. gr. í nýjum tillögum er tekin fyrir deildir. Breyting Minnum á að félagar eru beðnir að tilkynna þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 23. ágúst annað hvort á info@icelandeider.is eða […]

Aðalfundur ÆÍ 2022 – Dagskrá og tillaga að nýjum lögum ÆÍ.

Ágæti félagi í ÆÍ. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands fyrir árið 2022 verður haldinn laugardaginn 27. ágúst á Eiðum Kirkjumiðstöð Austurlands og hefst kl. 10:00.  Kirkjumiðstöðin er ca 18 km frá Egilsstöðum. Meðfylgjandi er dagskrá aðalfundarins og tillaga að nýjum lögum Æðarræktarfélags Íslands. Félagar eru beðnir að tilkynna þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 23. ágúst annað hvort á info@icelandeider.is eða […]

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2022

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn í Kirkjumiðstöð Austurlands laugardaginn 27. ágúst.  Kirkjumiðstöð Austurlands er ca. 18 km frá Egilsstöðum.  Dagskrá og skráning verður auglýst síðar.  Nú er tilvalið að huga að gistingu. Þessi aðalfundur er mjög mikilvægur fyrir okkur öll.  Meirihluti félagsmanna kaus að Æðarræktarfélag Íslands ætti að vera sér félag en ekki sameinast Bændasamtökum […]

Fuglaflensa

Í mars 2022 voru fyrirskipaðar hertar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla. Þetta var gert þar sem talið var að auknar líkur væru á að skæðar fuglaflensuveirur bærust til landsins vegna mikils fjölda tilfella í löndum þar sem íslenskir farfuglar hafa vetursetu eða viðkomu á leið til landsins. Þetta er í samræmi við […]

Æðardúnn á Hönnunarmars

Á nýafstöðnum Hönnunarmars sem fram fór í Reykjavík dagana 4. – 8. maí s.l. var opnuð sýning í Norræna húsinu um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna á Íslandi, í Danmörku og Noregi. Sýningin er byggð á rannsókn á fuglinum og umhverfi hans, á sambandi hans við manninn, hefðinni, æðardúni og því hvernig dýrmæt sjálfbær hlunnindi eru […]

51. & 52. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2022

Fundargerð aðalfunda ÆÍ, fyrir árin 2020 og 2021, 26. mars 2022. Aðalfundarstörf fyrir árið 2020 Fundarsetning: Guðrún Gauksdóttir, formaður ÆÍ, flutti ávarp: „Kæru félagar í ÆÍ! Það var viðbúið að færri félagar mæti til aðalfundar nú en ella, vegna Covid faraldursins og þess að fundurinn er ekki á hefðbundnum tíma. Afboðanir hafa verið að berast […]

Aðalfundaboð 2020 og 2021

Aðalfundaboð 2020 og 2021   Ágæti félagi í ÆÍ. Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 26. mars 2022 í húsnæði Landbúnaðarháskóla Ísands í Keldnaholti, Árleyni 22, Reykjavík. Fundahald hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 13, sbr. meðfylgjandi dagskrá. Félagar eru vinsamlega beðnir um að skrá þátttöku á fundinum í síðasta […]

Æðarrækt, ungauppeldi og verndun varps – Nýtt námskeið í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands

Æðarræktarfélag Íslands og Endurmenntun LbhÍ verða með námskeið í æðarrækt, ungauppeldi og verndun varps laugardaginn 2. apríl kl. 10 – 13. Félagar í ÆÍ fá 25% afslátt af námskeiðsgjaldi. Boðið verður upp á kaffi og í lok námskeiðs verður opið fyrir fyrirspurnir og umræður. Skráning og nánari upplýsingar: https://endurmenntun.lbhi.is/aedarraekt-og-ungauppeldi/

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands 2020 og 2021

Ágæti félagsmaður. Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 26. mars 2022 í húsnæði Landbúnaðarháskóla Ísands í Keldnaholti, Árleyni 22, Reykjavík. Fundahald hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 13. Aðalfundirnir verða með óhefðbundnu sniði þar sem aðalfundir 2020 og 2021 fara fram samhliða. Meginverkefni fundanna er skýrsla stjórnar, afgreiðsla ársreikninga og […]

Kynningarfundur Bændasamtaka Íslands með félögum úr Æðarræktarfélagi Íslands vegna fyrirhugaðra kosninga um sameiningu.

Kynningarfundur Bændasamtaka Íslands með félögum í Æðarræktarfélags Íslands var haldinn rafrænt fimmtudaginn 27. janúar s.l. Fundurinn var haldinn vegna fyrirhugaðrar kosningar um hvort ÆÍ sameinist BÍ eða verði sjálfstætt félag án aðildar BÍ.   Frá BÍ mættu á fundinn Gunnar Þorgeirsson, formaður, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri og Unnsteinn Snorri Snorrason, sérfræðingur á fagsviði búgreina og staðgengill […]