Ályktanir aðalfundar 18. nóvember 2023

ÁLYKTUN

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 18. nóvember
2023 í Landbúnaðarháskóla Íslands telur þýðingarmikið að lög nr.
52/2005 um gæðamat á æðardúni haldi gildi sínu. Lögin hafa gegnt
veigamiklu hlutverki við sölu á æðardúni í yfir 50 ár eða allt frá 1970
þegar lögin voru fyrst sett. Lög um gæðamat á æðardúni hefur verið
hornsteinn þess að kaupendur æðardúns geti treyst að um fyrsta flokks
íslenskan æðardún sé að ræða hvort heldur sem um ræðir æðardún eða
vörur sem innihalda æðardún. Lögin hafa gegnt lykilhlutverki í að
tryggja sérstöðu íslensk æðardúns á heimsvísu.

ÁLYKTUN

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 18. nóvember 2023
í Landbúnaðarháskóla Íslands mælist til þess að stjórn félagsins fari í
viðræður við ráðuneytið um áframhaldandi skoðun á dúnmati og
framkvæmd þess skv. núgildandi lögum.

ÁLYKTUN

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 18. nóvember 2023
í Landbúnaðarháskóla Íslands mælist til þess að stjórn félagsins vinni
áfram með IDFL að staðli fyrir íslenskan æðardún.

ÁLYKTUN

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 18. nóvember 2023
í Landbúnaðarháskóla Íslands hvetur stjórnvöld til að auka fjármagn til
refa- og minkaveiða. Æðarræktarfélagið hvetur einnig ríkið og
sveitarfélög landsins til að koma á samræmdum reglum um veiðar
þessara dýra. Æðarræktarfélagið mælist til þess að sveitarfélög haldi
utan um tjón í æðarvörpum og tilkynni það til Umhverfisstofnunar. Eins
og segir til um í samningi þeirra við Umhverfisstofnun.