Fuglakólera í æðarfugli á Íslandi.
Ágæti félagsmaður í ÆÍ.
Eins og kom fram á aðalfundi félagsins í ágúst á síðastliðnu ári þá hefur fuglakólera greinst í tvígang í varpi á Norðurlandi. Stjórn Æí hefur í samráði við sérfræðinga tekið saman leiðbeiningar um forvarnir og viðbrögð æðarbænda þegar grunur vaknar um fuglakóleru eða annan smitsjúkdóm í æðarfugli. Það er fyrst og fremst óvenjulegur fugladauði sem gefur slíkt til kynna.
Fjarfundur verður haldinn með félagsmönnum á því svæði þar sem kóleran hefur greinst. Erindi fundarins verða tekin upp og þau birt á heimasíðu ÆÍ.
Þá verður fjallað um fuglakóleru á næsta aðalfundi ÆÍ í Skagafirði þann 29. ágúst n.k.
Brýnt er að æðarbændur kynni sér meðfylgjandi leiðbeiningar.
Hægt er að senda fyrirspurnir á info@icelandeider.is
Með kveðju,
Stjórnin