Entries by Anna anok-stjorn

Vel heppnaður afmælisaðalfundur ÆÍ

Afmælisfagnaður í tilefni af 50 ára afmæli Æðarræktarfélags Íslands var haldinn í tengslum við aðalfund félagsins 30. og 31. ágúst s.l. Dagskráin hófst á föstudeginum með heimsókn til Forseta Íslands á Bessastöðum. Æðarbændur gengu með forseta um Bessastaðanes og kynntu sér sögu æðarvarps á þeim slóðum. Dúntekja er nokkur og er vel séð um æðarvarpið […]

Áríðandi varðandi aðalfund!

Heimsókn á Bessastaði – leiðbeiningar Gestir leggi bílum sínum á stóra bílastæðið vestan við kirkjuna. Hittumst við Bessastaðastofu og þaðan verður gengið í varplandið. Brýnt að vera vel skóaður og geyma spariskóna í bílnum. Gisting á Hótel Sögu. Láta vita við bókun að viðkomandi er að fara á hátíðarfundinn hjá ÆÍ. Þá eigið þið að […]

Aðalfundur 2019, dagskrá

Kæri félagsmaður! Nú er varptíma æðarfuglsins lokið. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi í maí og júní. Maí var nokkuð hlýr og sólríkur um vestanvert landið á meðan svalara var norðan- og austanlands og var þurrt um allt land. Júnímánuður var óvenju þurr og var langur þurrkakafli á Suður- og Vesturlandi fram eftir mánuðinum. Mjög sólríkt var […]

Æðarræktarfélag Íslands 50 ára – Hátíðaraðalfundur

Hátíðaraðalfundur ÆÍ 30.-31. ágúst 2019 Takið dagana frá! Æðarræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969 og verður því 50 ára á þessu ári. Tímamótunum verður fagnað á aðalfundi félagsins föstudag og laugardag 30. – 31. ágúst. Á föstudagseftirmiðdegi er fyrirhuguð heimsókn á Bessastaði. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum á laugardegi verður farið í skoðunarferð um Reykjanes. Á laugardagskvöld […]

Varptíminn nálgast – Friðlýsingarskilti fyrir friðlýst æðarvarp

Friðlýsing æðarvarps veitir æðarfuglinum þýðingarmikla vernd. Í reglugerð nr. 252/1996 um friðlýsingu æðarvarpa og fl. segir að friðlýst æðarvörp skuli auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verði við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.  ÆÍ telur að mikilvægt sé að friðlýst æðarvörp séu merkt með samræmdum hætti og hefur látið […]

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands var haldinn 10.nóvember 2018 í Reykjavík. Góð mæting var á fundinn og var farið yfir síðasta starfsár félagsins og málefna æðarbænda. Veður var ekki hagstætt s.l. vor fyrir æðarfuglinn á stórum hluta landsins. Rætt var um verkefni stjórnar m.a. um friðlýsingu æðarvarpa, markaðsmálum erlendis, verndun afurðarheitisins Íslenskur æðardúnn o.fl. Starf innan deilda […]

49. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018

49. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands Radison Blu 10. nóvember 2018 kl. 10:00 68 mættir Fundarsetning Guðrún Gauksdóttir formaður setti 49. fund ÆÍ og bauð fólk velkomið. Minntist góðs fundar á síðasta ári á Raufarhöfn og þakkaði heimafólki þar fyrir gott skipulag. Minntist látins félaga Reynis Bergsveinssonar. Guðrún gerði að tillögu sinni að Salvar Baldursson yrði fundastjóri […]

Nýung á vef ÆÍ, fræðsla og fróðleikur

Nú hefur nýjum flipa verið bætt inn á vef Æðarræktarfélags Íslands sem ber heitið Fræðsla og fróðleikur Fjórir kaflar úr öndvegisritinu Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi í ritstjórn Jónasar Jónssonar hafa verið skannaðir inn og birtir á vef félagsins. Bókin hefur verið ófáanleg um langt skeið. Í framhaldinu mun annað fróðlegt og gagnlegt efni rata inn […]

Rannsóknarverkefni á Norðurslóðum um sjófugla

Verkefnið SEABIRD HARVEST er verkefni umlífsviðurværi sjófugla og veiðar á Norðuratlantshafi. Verkefnið sameinar sérþekkingu um vistfræði sjófugla og upplýsingar um stofnstærð þeirra. Ævar Petersen fuglafræðingur tekur þátt í verkefninu og rannsakar æðarfugl og lunda. Nánar    

Aðalfundur ÆÍ á morgun

Aðalfundur Æðarræktarfélagsins verður haldinn á morgun 10. nóvember kl. 11 á Hótel Sögu. Meðfylgjandi er dagskrá fundarins og tillögur að ályktunum. Aðalfundur dagskrá og tillogur 2018.