Æðarræktarfélag Íslands 50 ára – Hátíðaraðalfundur

Hátíðaraðalfundur ÆÍ
30.-31. ágúst 2019
Takið dagana frá!

Æðarræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969 og verður því 50 ára á þessu ári. Tímamótunum verður fagnað á aðalfundi félagsins föstudag og laugardag 30. – 31. ágúst.

Á föstudagseftirmiðdegi er fyrirhuguð heimsókn á Bessastaði.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum á laugardegi verður farið í skoðunarferð um Reykjanes.
Á laugardagskvöld verður hátíðarkvöldverður í Súlnasal Hótel Sögu.
Nánari upplýsingar um fundinn verða sendar síðar.
Skrá skal þátttöku á netfangið info@icelandeider.is

Með kveðju,

Stjórn ÆÍ