Aðalfundarboð Æðarræktarfélags Íslands

Reykjavík, 18. október 2016.

Aðalfundarboð

Ágæti félagsmaður.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands árið 2016 verður haldinn laugardaginn 12. nóvember 2016 í fundarsalnum Kötlu II, 2. hæð, Radisson BLU Saga Hotel – Hótel Sögu.Fundurinn hefst kl. 11.00, sbr. meðfylgjandi dagskrá.
Greiðslubeiðni vegna árgjalda hefur verið send í heimabanka félagsmanna. Athugið að greiðsluseðillinn gæti birst með valkvæðum greiðslum. Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum eftir að hann hefst.

!! Netföng !!

Þeir félagsmenn sem fá fundarboðið sent með almennum pósti eru hvattir til að senda netfang sitt á info@icelandeider.is
Félagsmenn eru einnig hvattir til að senda inn ný eða breytt netföng.
Heimasíða félagsins er www.icelandeider.is
Facebook – Æðarræktarfélag Íslands

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands
haldinn í Kötlu II, Hótel Sögu 12. nóvember 2016 kl. 11.00

Dagskrá

Kl. 11:00- 12:30
 Fundarsetning. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara
Skýrslur
Ávörp gesta
Kl. 12:30 – 13.00 Léttur hádegisverður
Kl. 13:00- 16:00
Fræðsluerindi

 • Dr. Þórður Örn Kristjánsson kynnir helstu niðurstöður doktorsritgerðar sinnar um varpvistfræði æðarfugls við Breiðafjörð
 • Nýting auðlinda í netlögum jarða

           Fréttir og tillögur frá deildum
           Sölu- og markaðsmál
Kosningar
(tveir stjórnarmenn, varamaður, skoðunarmaður)
           Tillögur
Önnur mál

Kl. 16:00
Fundarslit og kaffiveitingar

Stjórnin

Aðalfundur ÆÍ

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2016 verður haldinn laugardaginn 12. nóvember og hefst kl. 11 í Kötlu II, Radisson BLU Saga Hotel (Hótel Saga).

Dagskrá auglýst síðar.

Hvað getur ógnað vernd, viðhaldi og eflingu æðarvarps?

_DSC4847Æðarbændur þurfa að takast á við ýmsa vá sem ógnar æðarvarpinu bæði náttúruöflin og vágesti úr dýraríkinu en einnig af mannavöldum

 • Náttúruvá
 • Mengun, skólp,
 • Starfsemi sem getur ógnað lífríki sjávar, t.d. þangskurður, sjókvíaeldi
 • Vargur (fuglar, refur, minkur)
 • Veiðar
 • Umferð vélknúinna tækja í lofti, láði og legi
 • Umferð óviðkomandi, t.d. fótgangandi

Hvers vegna að friðlýsa æðarvarp?

Friðlýsing æðarvarpa felur í sér heimild fyrir æðarbændur til að gera tilteknar ráðstafanir til verndar varpinu og gildir friðlýsingin tímabilinu frá 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert

 • Öll óviðkomandi umferð og röskun er bönnuð
 • Allur óþarfa hávaði af völdum manna og véla er bannaður
 • Öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til
 • Ekki má leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 m frá stórstraumsfjörumáli
 • Heimilt er að stugga við örnum sem halda til eða sjást í friðlýstum æðarvörpum, svo fremi sem fuglunum sjálfum, hreiðrum þeirra, eggjum og ungum er ekki hætta búin. Þó er óheimilt að stugga við hreiðurörnum innan tveggja km frá arnarvarpstað
 • H Við friðlýsingu varps verður þessi hlunnind sýnilegri stjórnvöldum og almenning. Þannig að vægi hennar gæti aukist í umræðu og hugsanlega aukinni verðmætasköpun með því að vekja áhuga hönnuða til að nýta þetta hráefni í sýnar vörur.
 • Heimilt er að nota reyk, hræður, fælur og gasbyssur til að stugga við örnum

Við friðlýsingu varps verða hlunnindi af æðarvarpi sýnilegri stjórnvöldum og almenningi. Vægi hlunninda af æðarvarpi gæti aukist í umræðu og aukið verðmætasköpun með því að vekja áhuga hönnuða til að nýta þetta hráefni í sínar vörur.

Hvar er að finna upplýsingar um staðsetningu friðlýstra æðarvarpa? 

 • Á syslumenn.is er listi yfir friðlýst æðarvörp – Útgefin leyfi fyrir friðlýsingu æðarvarpa
 • ÆÍ er í samstarfi við Landhelgisgæsluna og Samgöngustofu um að koma upplýsingum um æðarvörp á framfæri við flugmenn
 • Friðlýsing tryggir aðgengi að upplýsingum um staðsetningu æðarvarps

Hvernig á að merkja friðlýst æðarvörp?

 • Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við
 • ÆÍ telur æskilegt að merkingar friðlýstra æðarvarpa séu samræmdar og skírskoti til að friðlýsingin sé gefin út af sýslumanni. ÆÍ vinnur að því að fá slíka samræmda merkingu samþykkta
 • Merking æðarvarps til að hindra lágflug. Þótt vitað sé að æðarvarp og annað fuglalíf þrifist með ágætum við eða í næsta nágrenni víð flugvelli, þá hefur það komið fyrir að flugvélar sem fljúga lágflug og/eða óreglubundið flug óvænt inn yfir æðarvarp geta valdið ónæði eða truflun svo að varp spillist.Árið 1990 var gert samkomulag milli Flugráðs og Bændasamtakanna þar sem æðarbændum er ráðlagt að mála rautt P á hvítan flöt (þríhyrning), t.d. á plötu eða dúk og setja á áberandi stað í varplandinu. Merkin sem nota skal er hvítur jafnarma þríhyrningur málaður á sæmilegan sléttan flöt og skulu hliðar þríhyrningsins helst vera 3 m á lengd. Innan íþríhyrningnum skal mála stórt rautt P

Hvar og hvernig á að sækja um friðlýsing æðarvarps?

Í reglugerð nr. 252/1996 sem m.a. fjallar um friðlýsingu æðarvarps segir í 2. gr. að sýslumaður annist friðlýsingu æðarvarps.

 • Beiðni til sýslumanns um friðlýsingu æðarvarps skal koma frá landeiganda, ábúanda eða umráðamanni æðarvarps
 • Tilgreina skal staðsetningu og mörk varpsins eða sýna svæðið skýrt á viðurkenndu korti eða loftmynd
 • Sýslumaður getur krafist þess að beiðni um friðlýsingu fylgi staðfesting tveggja kunnugra manna um að æðarvarp sé á umræddu svæði eða að líklegt sé að koma megi þar upp æðarvarpi
 • Sýslumaður skal fá staðfestingu byggingarfulltrúa um að aðstöðu sé rétt lýst.
 • Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps skal birt í Lögbirtingablaðinu og gildir í 10 ár frá birtingu
 • Sýslumaður skal halda skrá um friðlýst æðarvörp og skal hún liggja frammi á skrifstofu hans. Skrá þessi, ásamt síðari breytingum, skal send til viðkomandi sveitastjórnar, embættis veiðistjóra og hlunnindaráðunautar Bændasamtaka Íslands
 • Umsækjandi ber kostnað við friðlýsingu æðarvarps

Upplýsingar um friðlýsingu æðarvarps og eyðublað er á vef sýslumanns, smellið á viðeigandi hlekk:

Um friðlýsingu æðarvarpa á vef sýslumanns

Eyðublað fyrir beiðni um friðlýsingu æðarvarps

Hvaða lög og reglur gilda um friðlýsingu æðarvarps?

Lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Reglugerð 252/1996 um friðlýsingu æðavarps o.fl.

Meðferð og hreinsun æðardúns – glærur frá námskeiði.

Nú er æðarvarpið víðast hvar komið í fullan gang og því tilvalið að rifja upp helstu atriði varðandi meðferð og hreinsun æðardúns. Hér eru glærur frá Pétri Guðmundssyni frá námskeiði fyrir dúnmatsmenn sem haldið var í apríl sl.

Námskeið um æðarrækt og æðardún

Dunmat_auglysing

Ályktanir frá aðalfundi

Ályktun um árgjald

Stjórn Æðarræktarfélags Íslands leggur til við aðalfund 2015  að árgjald fyrir árið 2016 verði kr. 3.800.

 

Ályktun um styrki til deilda

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2015 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrk. Einnig er stjórninni heimilt að veita styrk til einstakra æðarbænda á þeim svæðum þar sem ekki er starfandi æðarræktardeild. Stjórn ÆÍ er falið að ganga frá samningum við formenn deildanna um framkvæmd tillögunnar. Styrkir verða greiddir gegn afriti af reikningum.

 

Ályktun um refa- og minkaveiðar

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2015 hvetur stjórnvöld til að auka fjármagn til refa- og minkaveiða. Æðarræktarfélagið hvetur einnig ríkið og sveitarfélög landsins til að koma á samræmdum reglum um veiðar þessara dýra.

 

Ályktun um þang- og þaravinnslu

Í ljósi þeirra frétta sem nú eru komnar um aukna þang- og þaravinnslu í Breiðafirði og tilkomu nýrra verksmiðja, beinir aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2015 því til stjórnar að hún beiti sér fyrir því að lífríki Breiðafjarðar verði rannsakað til að hægt sé að meta afkastagetu fjarðarins án þess að gengið sé of nærri mikilvægu lífríki hans

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn í Reykjavík 7. nóvember 2015 kl. 11 í Heklu Radison Blu Hótel Sögu.

Þeir félagar sem enn eiga eftir að greiða árgjald eru vinsamlegast beðnir um að ganga frá greiðslu en greiðslubeiðni er í heimabanka (ath. að greiðsluseðillinn gæti birst með valkvæðum greiðslum). Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum eftir að hann hefst.

Fyrirspurnir berist á netfangið info@icelandeider.is. Félagsmenn eru hvattir til að senda inn ný eða breytt netföng.

Dagskrá aðalfundar 2015

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í  Heklu, Hótel Sögu 7. nóvember 2015 kl. 11.00

Dagskrá

Kl. 11:0012:30

Fundarsetning. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara

Skýrslur: Skýrsla stjórnar; Guðrún Gauksdóttir
Skýrsla hlunnindaráðgjafa; Sigríður Ólafsdóttir;
Reikningar félagsins; Björn Ingi Knútsson
Fyrirspurnir og umræður

Ávörp gesta

Kl. 12:30 – 13.00 Léttur hádegisverður

Kl. 13:0016:00

Fræðsluerindi frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

Jón EinarJónsson,  Árni Ásgeirsson og Aldís Erna Pálsdóttir

Merkingar á æðarfugli á 7 stöðum á sunnanverðum Breiðafirði

Notkun hreiðurmyndavéla í æðarvarpi

Dúnrannsóknir, aðferðir og frumniðurstöður

Fyrirspurnir og umræður

Fréttir og tillögur frá deildum

Sölu- og markaðsmál

Kosningar (tveir stjórnarmenn, varamaður, fulltrúi á Búnaðarþing og varamaður, skoðunarmaður)

Tillögur

Önnur mál

Kl. 16:00 Fundarslit og kaffiveitingar

Íslensk-norsk könnun um æðarrækt

Á aðalfundi 2014 voru kynntar niðurstöður nýlegrar könnunar um æðarrækt á Íslandi og í Noregi. Tilgangur könnunarinnar var að safna saman þekkingu um áskoranir æðarbænda, tækifæri og framtíðarhorfur, þörf fyrir þekkingu og athuga áhuga og væntingar til samvinnu. SVÓT-greining var unnin úr niðurstöðum og vísum við á samantekt og umræðu í skýrslunni þar sem niðurstöður eru dregnar saman.

Basic Ísland ehf. og Bioforsk Nord í Tjøtta sáu um framkvæmd könnunarinnar. Æðarræktarfélag Íslands ásamt Nordland fylkeskommune og Nordland ærfugllag styrktu verkefnið.

Íslensk-norsk spurningakönnun um æðarrækt

Islandsk-norsk spørreundersøkelse av ærfugldunnæringa

Samþykktar ályktanir á Aðalfundi 2014

Ályktun um árgjald.
Stjórn Æðarræktarfélags Íslands leggur til við aðalfund 2014 að árgjald fyrir árið 2015 verði kr. 3.800.

Ályktun um styrki til deilda
Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2014 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrk. Einnig er stjórninni heimilt að veita styrk til einstakra æðarbænda á þeim svæðum þar sem ekki er starfandi æðarræktardeild. Stjórn ÆÍ er falið að ganga frá samningum við formenn deildanna um framkvæmd tillögunnar. Styrkir verða greiddir gegn afriti af reikningum

Ályktun um refa- og minkaveiðar
Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2014 hvetur stjórnvöld til að auka fjármagn til refa- og minkaveiða og til að hætta skattlagningu veiðanna í formi virðisaukaskatts. Æðarræktarfélagið hvetur einnig ríkið og sveitarfélög landsins til að koma á samræmdum reglum um veiðar þessara dýra.

Aðalfundur 2014 felur stjórn Æðarræktarfélagsins í samráði við hlunnindaráðunaut, formenn deilda og sérstaka ráðgjafanefnd sem og með hliðsjón af sjónarmiðum sem fram koma á aðalfundi að rita umsögn um fyrirliggjandi drög að reglugerð um refa- og minkaveiðar fyrir hönd ÆÍ. Frestur til að skila inn umsögninni er til 12. september 2014.

Greinargerð:
Það er öllum ljóst að það þarf að halda fjölda refa og minka innan skynsamlegra marka ef ekki á illa að fara. Minkur er aðskotadýr í íslenskri náttúru og því ætti að stefna að því að fækka honum verulega, helst að útrýma honum. Ref hefur fjölgað mikið á síðasta áratug og er nú svo komið að vakta þarf flest landvörp um varptíma og er það mjög mjög tímafrekt og kostnaðarsamt. Sveitarfélög eru líka mjög misjafnlega í stakk búin til að takast á við veiðarnar. Þess vegna er nauðsynlegt að samræma reglur þeirra og best væri ef hægt væri að koma því svo fyrir að ekki skipti máli í hvaða sveitarfélagi dýrin væru veidd. Til að hvetja til veiða á ref og mink er brýnt að virðisaukaskattur af veiðunum fáist endurgreiddur í stað þess að nota veiðarnar sem tekjustofn fyrir ríkissjóð eins og nú er gert.

Aðalfundarboð 23. ágúst 2014

Aðalfundur félagins verður haldinn 23. ágúst 2014 í  Félagsheimili Árneshrepps í Trékyllisvík.

Dagskrá:

11:00‐12:30
Fundarsetning
Tilnefning fundarstjóra og fundarritara

Skýrslur og reikningar
Skýrsla stjórnar: Guðrún Gauksdóttir
Reikningar: Erla Friðriksdóttir
Hlunnindaráðgjafi: Sigríður Ólafsdóttir

Ávörp gesta

Erindi:
Thomas Holm Carlsen: Rannsóknir á æðardúni.
Guðbjörg H. Jóhannesdóttir: Niðurstöður samanburðarkönnunar á Íslandi og Noregi um æðarrækt.
Valgeir Benediktsson: Samfélag og hlunnindi á Ströndum.

 12:30 – 13.00 
Léttur hádegisverður

13:00‐15:00
Fréttir og tillögur frá deildum

Sölu- og markaðsmál: Erla Friðriksdóttir

Kosningar
Kosið er til formanns, búnaðarþingsfulltrúa og skoðunarmann reikninga

Tillögur

Önnur mál

Fundarslit

Að loknum fundi stendur fundargestum til boða að taka þátt í skoðunarferð og kvöldverði.
Tilkynna þarf þátttöku með tölvupósti á info@icelandeider.is eða í síma 867 0765.

15:00-19:30
Skoðunarferð sem skipulögð er af heimafólki

19:30-?
Kvöldverður