Æðarræktarfélag Íslands 50 ára – Hátíðaraðalfundur

Hátíðaraðalfundur ÆÍ
30.-31. ágúst 2019
Takið dagana frá!

Æðarræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969 og verður því 50 ára á þessu ári. Tímamótunum verður fagnað á aðalfundi félagsins föstudag og laugardag 30. – 31. ágúst.

Á föstudagseftirmiðdegi er fyrirhuguð heimsókn á Bessastaði.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum á laugardegi verður farið í skoðunarferð um Reykjanes.
Á laugardagskvöld verður hátíðarkvöldverður í Súlnasal Hótel Sögu.
Nánari upplýsingar um fundinn verða sendar síðar.
Skrá skal þátttöku á netfangið info@icelandeider.is

Með kveðju,

Stjórn ÆÍ

Varptíminn nálgast – Friðlýsingarskilti fyrir friðlýst æðarvarp

Friðlýsing æðarvarps veitir æðarfuglinum þýðingarmikla vernd. Í reglugerð nr. 252/1996 um friðlýsingu æðarvarpa og fl. segir að friðlýst æðarvörp skuli auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verði við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.  ÆÍ telur að mikilvægt sé að friðlýst æðarvörp séu merkt með samræmdum hætti og hefur látið útbúa skilti sem heimilt er að nota til að auðkenna friðlýst æðarvörp.

Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu frá 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur það í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi án leyfis varpeiganda leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 m frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýsingu þarf að endurnýja á 10 ára fresti.

Nánari leiðbeiningar um fríðlýsingu varpa eru  hér og https://www.syslumenn.is/thjonusta/leyfi-og-loggildingar/fridlysing-aedarvarpa/ (á síðunni er hlekkur á umsóknareyðublað og upplýsingar um friðlýst vörp).

Félagar í ÆÍ, sem jafnframt eru forráðamenn friðlýstra æðarvarpa, geta gegn greiðslu fengið eitt eða fleiri skilti til að merkja vörp sín og er heiti jarðarinnar, þar sem hið friðlýsta varp er staðsett, skráð á skiltið. Stjórn ÆÍ staðfestir að um friðlýst æðarvarp sé að ræða skv. auglýsingu sýslumanns. Heimilt er að nota skiltin á meðan friðlýsing er í gildi.

Allar nánari upplýsingar um skilti og pöntunareyðublað er að finna hér

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands var haldinn 10.nóvember 2018 í Reykjavík.

Góð mæting var á fundinn og var farið yfir síðasta starfsár félagsins og málefna æðarbænda. Veður var ekki hagstætt s.l. vor fyrir æðarfuglinn á stórum hluta landsins. Rætt var um verkefni stjórnar m.a. um friðlýsingu æðarvarpa, markaðsmálum erlendis, verndun afurðarheitisins Íslenskur æðardúnn o.fl. Starf innan deilda félagsins var til umræðu sem og varnir í æðarvörpum og samstarf við Listaháskóla Íslands um farandsýningu. Í umræðu um útflutning á æðardúni kom í ljós að útflutningsverðmæti dúns hefur breyst mikið frá árinu 2016 þegar það var í sögulegu hámarki. Útflutningur hefur dregist mikið saman frá 2016 og var fyrstu 9 mánuði ársins 2018 1.251 kg. En árið 2017 fór magn dúns í útflutning í fyrsta sinn undir 2 tonn frá árinu 2009.

Tillögur frá aðalfundi 2017 um sjókvíaeldi og öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni voru ítrekaðar á fundinum.

Ljósmyndir frá fundinum

Fundargerð

Nýung á vef ÆÍ, fræðsla og fróðleikur

Nú hefur nýjum flipa verið bætt inn á vef Æðarræktarfélags Íslands sem ber heitið Fræðsla og fróðleikur

Fjórir kaflar úr öndvegisritinu Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi í ritstjórn Jónasar Jónssonar hafa verið skannaðir inn og birtir á vef félagsins. Bókin hefur verið ófáanleg um langt skeið. Í framhaldinu mun annað fróðlegt og gagnlegt efni rata inn á síðuna.

Rannsóknarverkefni á Norðurslóðum um sjófugla

Verkefnið SEABIRD HARVEST er verkefni umlífsviðurværi sjófugla og veiðar á Norðuratlantshafi. Verkefnið sameinar sérþekkingu um vistfræði sjófugla og upplýsingar um stofnstærð þeirra. Ævar Petersen fuglafræðingur tekur þátt í verkefninu og rannsakar æðarfugl og lunda. Nánar

 

 

Aðalfundur ÆÍ á morgun

Aðalfundur Æðarræktarfélagsins verður haldinn á morgun 10. nóvember kl. 11 á Hótel Sögu. Meðfylgjandi er dagskrá fundarins og tillögur að ályktunum.

Aðalfundur dagskrá og tillogur 2018.

Aðalfundur ÆÍ 2018

Reykjavík, 20. október 2018.

Aðalfundarboð

Ágæti félagsmaður.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands árið 2018 verður haldinn laugardaginn 10. nóvember 2018 í fundarsalnum Kötlu  II, 2. hæð, Radisson BLU Saga Hotel – Hótel Sögu.

 

Fundurinn hefst  hefst kl. 11.00, sbr. meðfylgjandi dagskrá.

Greiðslubeiðni vegna árgjalda hefur verið send í heimabanka félagsmanna.

Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum.

Fyrirspurnir berist á netfangið info@icelandeider.is

Félagsmenn eru hvattir til að senda inn ný eða breytt heimilisföng, netföng og símanúmer á netfangið info@icelandeider.is

Félag selabænda heldur aðalfund kl. 9 í Kötlu II og hefðbundin selaveisla verður um kvöldið í Haukaheimilinu.

Stjórnin


Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í  Kötlu II, Hótel Sögu 10. nóvember 2018 kl. 11:00

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar)

Kl. 11:0012:30

         Fundarsetning. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara

            Skýrslur: Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins

                                    Fyrirspurnir og umræður

            Ávörp gesta

Kl. 12:30 – 13.00 Léttur hádegisverður

Kl. 13:0014:30

            Listaháskóli Íslands: Tilraun II – æðardúnn
Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi
Náttúrustofa Norðurlands vestra
Íslenskur æðardúnn –  umsókn um verndað afurðaheiti
Friðlýsing æðarvarpa – kynning á skiltum

Kl. 14:3015:00       

         Sölu – og markaðsmál

Kl. 15:00 – 15.30 Kaffi

Kl. 15.30 – 17.00

         Fréttir frá deildum

         Ályktanir fundarins

         Kosningar  (tveir stjórnarmenn, varamaður, skoðunarmaður)

Kl. 17.00 Fundarslit

Tillögur að ályktunum

 1. Árgjald.
  Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands árið 2018 ályktar að árgjald fyrir árið 2019 verði kr. 6.000.
 2. Styrkir til deilda.
  Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrki vegna tilgreindra, rökstuddra verkefna, s.s. vargeyðingar. Styrkir verða einungis greiddir gegn afriti af reikningum.
 3. Sjókvíaeldi og æðarfugl.
  Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018 ítrekar fyrri ályktanir sínar um að brýn nauðsyn sé á því að rannsaka og vakta áhrif sjókvíaeldisstöðva og stækkunar þeirra á lífríki sjávar og þar með beina og óbeina hættu fyrir vöxt og viðkomu æðarfugls.
 4. Öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni.
  Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018 ítrekar ályktun sína frá aðalfundi 2017 að í breytingum á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og lögum nr. 74/2012 um veiðigjald, sem varða öflun sjávargróðurs, felist ólögmæt skerðing á eignarrétti eigenda jarða sem liggja að sjó og þessi hlunnindi tilheyra, þ. á m. æðarbænda. Stjórn ÆÍ er falið að vinna að lausn málsins ásamt þeim æðarbændum sem málið varðar.

Aðalfundur 2018

Félagar í ÆÍ.

Aðalfundur  Æðarræktarfélags Íslands 2018 verður haldinn laugardaginn 10. nóvember n.k. (Katla 2 á Hótel Sögu).  Dagskrá verður send síðar.

Með kveðju,

Stjórnin

Friðlýsingarskilti Æðarræktarfélags Íslands

Friðlýsing æðarvarps veitir æðarfuglinum þýðingarmikla vernd. Í reglugerð nr. 252/1996 um friðlýsingu æðarvarpa og fl. segir að friðlýst æðarvörp skuli auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verði við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.  ÆÍ telur að mikilvægt sé að friðlýst æðarvörp séu merkt með samræmdum hætti og hefur látið útbúa skilti sem heimilt er að nota til að auðkenna friðlýst æðarvörp.

Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu frá 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur það í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi án leyfis varpeiganda leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 m frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýsingu þarf að endurnýja á 10 ára fresti.

Nánari leiðbeiningar um fríðlýsingu varpa eru  hér og https://www.syslumenn.is/thjonusta/leyfi-og-loggildingar/fridlysing-aedarvarpa/ (á síðunni er hlekkur á umsóknareyðublað og upplýsingar um friðlýst vörp).

Félagar í ÆÍ, sem jafnframt eru forráðamenn friðlýstra æðarvarpa, geta gegn greiðslu fengið eitt eða fleiri skilti til að merkja vörp sín og er heiti jarðarinnar, þar sem hið friðlýsta varp er staðsett, skráð á skiltið. Stjórn ÆÍ staðfestir að um friðlýst æðarvarp sé að ræða skv. auglýsingu sýslumanns. Heimilt er að nota skiltin á meðan friðlýsing er í gildi.

Allar nánari upplýsingar um skilti og pöntunareyðublað er að finna hér

Hvernig skal hreinsa æðardún?

Árni Snæbjörnsson fyrrverandi hlunnindaráðunautur Bændasamtakanna tók saman á sínum tíma hvernig best væri að hreinsa æðardún.

Grein Árna fylgir hér