Skjáskot af Youtube

Kynningarefni á erlendum tungumálum

Vegna vaxanda eftirspurnar í Kína eftir íslenskum æðardúni og vörum úr íslenskum æðardúni hefur Æðarræktarfélag Íslands látið texta mynd Æðarræktarfélagsins um íslenska æðrdúninn með  kínverskum texta. Textaða myndin er nú aðgengileg á heimasíðu félagsins. Hér er hægt að velja myndina á íslensku, ensku, þýsku, japönsku og nú einnig á ensku með kínverskum texta.

Þá býðst félagsmönnum einnig að kaupa kynningarbækling félagsins sem gefinn er út á fjórum tungumálum. Íslensku, ensku, þýsku og japönsku. Þau sem hafa áhgua á að kaupa kynningarbæklinginn geta pantað hann hjá info@icelandeider.is