Aðalfundur 2021 í Skagafirði

Reykjavík, 26. febrúar 2021

Ágæti félagi í Æðarræktarfélagi Íslands!

Ekki varð af aðalfundi ÆÍ vegna Covid-19 faraldursins eins og kom fram í bréfi frá stjórn þann 5. nóvember s.l. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Skagafirði helgina 28. – 29. ágúst n.k. (sameinaður aðalfundur áranna 2020 og 2021) nema sóttvarnarreglur standi því í vegi.
Stjórnin hefur unnið að hinum ýmsu verkefnum sem liggja fyrir og munum við upplýsa félagsmenn eftir því sem þeim vindur fram.

Gagnvirkur kortagrunnur yfir æðarvarp á Íslandi er nú tilbúinn, sjá slóðina http://map.is/aedur/
Stjórnin hvetur félagsmenn til að kynna sér grunninn og senda athugasemdir sínar á info@icelandeider.is eða hafa samband við verkefnisstjóra kortagrunnsins, Margréti Rögnvaldsdóttur í síma 699 6571.

Dúnmatsnámskeiðinu sem var frestað í haust verður haldið 6 .mars n.k. https://endurmenntun.lbhi.is/aedardunn/

Árgjald til félagsins er óbreytt fyrir 2021 kr. 7000 og verður stofnuð krafa í heimabanka félagsmanna fljótlega.

Stjórnin