Síðasti skráningardagur á aðalfund í dag!

Kæru félagsmenn í ÆÍ.
Aðalfundur ÆÍ 2017 verður haldinn í félagsheimilinu Hnitbjörgum, Raufarhöfn laugardaginn 26. ágúst n.k., sbr. dagskrá og upplýsingar.

Í dag þriðjudaginn 22.ágúst er síðasti dagur til að skrá sig á aðalfundinn!

Athugið!

Vinsamlega látið vita um þátttöku til
Margrétar Rögnvaldsdóttur, sími 6996571, margretrognvalds@gmail.com
Helgu Jónsdóttir, sími 8620783 dbghbj@simnet.is eða
Kristjönu Bergsdóttir, sími 6931024 kristjanabergs@icloud.com
Staðfestingargjald kr. 7000 greiðist inn á reikning
661016-0270 0192-05-060510 fyrir þann tíma.

Aðalfundur ÆÍ 2017 dagskrá

Kæru félagsmenn í ÆÍ.
Aðalfundur ÆÍ 2017 verður haldinn í félagsheimilinu Hnitbjörgum, Raufarhöfn laugardaginn 26. ágúst n.k., sbr. meðfylgjandi dagskrá og upplýsingar. Óskað er eftir því að þeir sem ætla að leggja fram tillögur á aðalfundi sendi þær á netfangið info@icelandeider.is ekki síðar en viku fyrir fundinn. Athygli er vakin á því að aðalfundur Samtaka selabænda verður haldinn kl. 8.30.
Fundarboðið er í þetta skipti auk rafrænnar útsendingar á netföng sent öllum félagsmönnum með almennum pósti þar sem kvartanir hafa borist frá nokkrum félagsmönnum um að hafa ekki fengið póst frá félaginu á uppgefin netföng. Mikilvægt er að breyta stillingum í póstþjóni til að tryggja að póstur frá ÆÍ lendi ekki í hólfi fyrir ruslpóst eða auglýsingar.
Greiðslubeiðni vegna árgjalda hefur verið send í heimabanka félagsmanna. Í samræmi við óskir aðalfundar er beiðnin ekki meðal valkvæðra greiðslna. Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum eftir að hann hefst.
Félagsmenn eru hvattir til að senda upplýsingar um ný eða breytt heimilisföng eða netföng á info@icelandeider.is
Heimasíða félagsins er www.icelandeider.is
Facebook – Æðarræktarfélag Íslands

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands

Félagsheimilinu Hnitbjörgum Raufarhöfn

Laugardagur 26. ágúst 2017

Kl. 8:30 Aðalfundur Samtaka selabænda

Kl. 10:00 – 11:30

Fundarsetning: Kosning fundastjóra og fundarritara

Skýrslur og reikningar:

Skýrsla stjórnar: Guðrún Gauksdóttir

Reikningar: Sæmundur Sæmundsson

Kosningar

Tillögur

Önnur mál

11:30 – 12:30

Kynning á breytingum félagsgjalda til Bændasamtaka Íslands

Hópavinna:

  1. Hvert er hlutverk Æðarræktarfélags Íslands
  2. Hver eru verkefni Æðarræktarfélags Íslands
  3. Hver er framtíðasýn félagsmanna fyrir Æðarræktarfélag Íslands

Kl. 12:30 – 13:00

Hádegishlé

Kl. 13:00

Samantekt frá hópum

Kl. 13:30

Skoðunarferð um Sléttu og Langanes undir leiðsögn heimamanna                

Kl. 20:00

Kvöldverður í Hnitbjörg félagsheimilinu á Raufarhöfn

Sunnudagur 27. ágúst 2017

Kl. 10:00-12:00

Þeir sem hafa áhuga á geta mætt við Félagsheimilið á eigin bifreið.  Val stendur á milli að ganga á Rauðanúpinn, ganga á Hraunhafnartanga, heimsækja Skinnlón eða Grjótnes.  Heimamenn verða með leiðsögn og fræðslu á þessum stöðum.

Þátttaka og kostnaður

Kostnaður: Að venju er fundurinn í boði Æðarræktarfélags Íslands og hádegisverðurinn í lok fundar. Rútan í skoðunarferðinni kostar kr. 1.000 en leiðsög er í boði heimamanna.  Í ferðinni verður hressing í boðið ÆÍ.  Kvöldverðurinn í Félagsheimilinu kostar kr. 6.000.  

Athugið!

Vinsamlega látið vita um þátttöku til
Margrétar Rögnvaldsdóttur, sími 6996571, margretrognvalds@gmail.com
Helgu Jónsdóttir, sími 8620783 dbghbj@simnet.is eða
Kristjönu Bergsdóttir, sími 6931024 kristjanabergs@icloud.com
fyrir 18. ágúst.
Staðfestingargjald kr. 7000 greiðist inn á reikning
661016-0270 0192-05-060510 fyrir þann tíma.

Gisting:  Hótel Norðurljós, Hreiðrið, Sólsetur og svo er mjög gott tjaldstæði á Raufarhöfn.  Á Kópaskeri er Farfuglaheimilið og Víðihóll.

Aðalfundur ÆÍ 2017

Félagar í ÆÍ!
Aðalfundur ÆÍ 2017 verður haldinn á Raufarhöfn helgina 26. -27. ágúst. Nánari upplýsingar síðar.
Með kveðju,
Stjórnin

Wildfowl & Wetlands Trust í Bretlandi leitar eftir samstarf við æðarbændur.

Til félagsmanna í ÆÍ

Amanda Bradbury hjá Wildfowl & and Wetlands Trust í Bretlandi leitar eftir samstarf við æðarbændur. Sjóðurinn er að þróa votlendismiðstöð og eitt af verkefnunum er að fjalla um tengsl villtra fugla og manna í sögu og menningu. Sýningin er ætluð fjölskyldufólki. Þau hafa áhuga á að setja upp æðarvarp að íslenskum hætti, m.a. með skýlum, dekkjum og jafnframt sýna söfnun og hreinsun æðardúns. Hún  leitar eftir ýmsu sem hægt væri að nota á sýningunni. Eftirfarandi er bréfið frá Amanda ásamt upplýsingum um verkefnið, netfang og símanúmer.

Hi,
I’m writing on behalf of Wildfowl & Wetlands Trust (WWT) the UK’s leading wetland conservation charity. We are in the process of redeveloping our Wetland Centre at Slimbridge in Gloucestershire as part of a major Heritage Lottery bid of £6 million pounds. Out of the 12 projects we are developing, one will celebrate the relationship between people and wildfowl through history and culture. This highly interactive and engaging exhibit is targeted for families.

Aside from a farmyard exhibit we want to create an Icelandic eider down farm demonstrating how people can sustain livelihoods from wildfowl. There will be captive eiders in a landscape that has been inspired from picture reference (including holiday pictures!) on eider farming in Iceland eg. the use of tyres or small driftwood shelters as nests, the volcanic coastlines and turf walls forming a backdrop to a display area on how eider down is collected, cleaned and then processed into duvets and pillows.

I’m looking to find equipment that is used to farm and process down that we can put on display. Ideally I would like to source the real thing than make replicas. I was wondering if you would be able to help me get in touch with the right people.

Happy to talk further about this exciting project.

Thanks you in anticipation,

Amanda Bradbury

Senior Interpretation Designer

Wildfowl & Wetlands Trust (WWT)
Slimbridge, Glos GL2 7BT, UK

T    +44 (0)1453 891125
F    +44 (0)1453 890827
M    +44 (0)7930 523 595
E    amanda.bradbury@wwt.org.uk
W    wwt.org.uk

Skissur að sýningarrými

Ljósmyndaferðir í íslensk æðarvörp

Til félagsmanna ÆÍ

Eftirfarandi fyrirspurn barst ÆÍ. Terry Whittaker er breskur ljósmyndari og hefur oft komið til Íslands. Hann er leiðsögumaður fyrir fyrirtæki sem sér um ljósmyndaferðir. Hann hefur áhuga á að komast í samband við æðarbændur sem eru í eða hafa áhuga á ferðaþjónustu og eru tilbúnir að taka á móti 6-8 manna hópi þegar æðarvarp er í gangi, söfnun dúns eða jafnvel þar sem æðarungar eru aldir upp. Ef æðarbóndinn getur ekki boðið upp á húsnæði sjálfur spyr hann hvort slík aðstaða sé í nágrenninu. 

Fyrirspurnin frá Terry ásamt upplýsingum um netfang og símanúmer: 

Hi

I am a wildlife and documentary photographer based in the UK and a frequent visitor to Iceland. My daughter lives in Reykjavik. 

I guide photography tours for Northshots Photo Adventures www.northshots.com and we are interested in a new type of documentary or storytelling tour idea which we are currently trying out in Scotland. We would like to extend this idea to Iceland and are particularly interested in eider farming. 

Do you know any eider farmers who are also involved, or would like to be, in tourism and could host a group of around 6 -8 guests during the  eider summer season. Ideally this would be at a time when both down is collected and there are also ducklings being raised but I realise this might not be possible. If the farmer is not able to provide accommodation, perhaps there is a location with a hotel or guest house nearby.

Do you think this might be possible?

Yours sincerely

Terry

Terry Whittaker PhotographyTerry Whittaker

terry@terrywhittaker.com

01303 258322

07971 194115

www.terrywhittaker.com

Kíkt í smiðju Norðmanna – markaðssetning til sveita

Ferð til Noregs til þess að kynna sér markaðssetningu ferðaþjónustu til sveita og afurða beint frá býli. Eftirfarandi póstur er frá Hey Iceland (Ferðaþjónustu bænda)

Góðan daginn gott fólk, 

Okkur datt í hug að deila upplýsingum um þessa ferð með ykkur, þar sem þetta er mjög svo áhugaverð fræðsluferð til frænda okkar í Noregi – og tengist bæði ferðaþjónustu og landbúnaði.   

Kíkt í smiðju Norðmanna – markaðssetning ferðaþjónustu til sveita og afurða beint frá býli

Markmið ferðarinnar er að kynnast því hvernig frændur okkar Norðmenn byggja upp ferðaþjónustu í dreifbýli Noregs undir merkjum Hanen. Í ferðinni fáum við að kynnast fjölbreyttri starfsemi Hanen, m.a. framleiðslu beint frá býli, sveitaverslun, gistingu, veitingum og afþreyingu. Auk þess mun leið okkar liggja um stórbrotna náttúru í Vestur-Noregi. Haldið er frá Keflavík til Oslóar að morgni þriðjudags og á föstudeginum lýkur skipulagðri dagskrá með staðarleiðsögn um Bergen.  Á laugardeginum er frjáls dagur en síðan er haldið heim til Íslands frá Bergen á sunnudeginum en áætluð lending er kl. 15 í Keflavík.

Þessi ferð er sérstaklega skipulögð fyrir þá sem hafa áhuga á uppbyggingu landsbyggðarinnar með tengingu við ferðaþjónustu. Ferðin ætti að höfða vel til félaga innan Hey Iceland, Beint frá býli og Opins landbúnaðar, þ.e. aðila sem starfa í greininni og aðra áhugasama sem vilja læra af reynslu annarra, fá nýjar hugmyndir og efla samvinnu á milli þeirra sem starfa í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

Ef áhugi er fyrir hendi – og/eða einhverjar spurningar vakna, þá ekki hika við að hafa samband við Berglindi hjá Hey Iceland sem fyrst, netf. berglind@heyiceland.is, sími:  570-2710.

Félagsgjöld til Bændasamtaka Íslands.

Til félagsmanna í Æðarræktarfélagi Íslands.

Reikningur vegna félagsgjalda til Bændasamtaka Íslands er kominn inn í heimabanka félagsmanna. Farin eru út kynningarbréf auk gíróseðils frá BÍ. Greiðsla félagsgjaldsins er valfrjáls. Félagsgjald til ÆÍ er óbreytt og er óháð félagsgjaldi til Bændasamtakanna.

Stjórn ÆÍ er að fara yfir möguleg áhrif þessara breytinga á starf félagsins, aðild félagsins að Bændasamtökunum og þýðingu breytinganna fyrir félagsmenn. Greinargerð þessi verður send út fyrir næsta aðalfund þar sem hún verður tekin til umræðu og farið yfir þau sjónarmið sem ráða afstöðu til félagsaðildar að Bændasamtökunum. Einstakir félagsmenn taka á þeim grundvelli ákvörðun um hvort þeir kjósi að gerast aðilar að Bændasamtökunum eða ekki. Jafnframt mun á þessum tíma liggja fyrir upplýsingar um hversu margir félagsmenn hafa greitt félagsgjald til BÍ.

Með lögum nr. 126/2016 var búnaðargjald fellt niður frá og með 1. janúar 2017 en fram að því var æðarbændum skylt að greiða búnaðargjald. Búnaðargjald var lagt á alla þá sem stunduðu virðisaukaskattsskylda búvöruframleiðslu sem féll undir ákveðin atvinnugreinanúmer. Gjaldstofn til búnaðargjalds var velta búvöru og tengdrar þjónustu hjá gjaldskyldum búvöruframleiðendum. Álagning búnaðargjalds fór fram með álagningu opinberra gjalda. Gjaldskyldir búvöruframleiðendur skiluðu framtali til ríkisskattstjóra þar sem gjaldskyldar fjárhæðir voru tilgreindar eftir búgreinum innan framtalsfrests. Æðarbændur geta borið saman hvað þeir hafa greitt í búnaðargjald árlega við fjárhæð félagsgjalds til Bændasamtaka Íslands. Það fer eftir veltu hjá hverjum og einum hvort félagsgjaldið erhærra eða lægra en fjárhæð búnaðargjalds hefur verið.

Búnaðargjaldinu var svo ráðstafað eftir tilteknum hlutföllum milli Bændasamtakanna, búnaðarsambanda, búgreinafélaga og Bjargráðasjóðs. Hlutur ÆÍ í búnaðargjaldi hefur verið helsti tekjustofn félagsins fram til þessa, t.d. kr. 2.150.279 á árinu 2015. Til samanburðar voru tekjur af félagsgjöldum kr. 702.218 en helmingur af þeirri upphæð fer til deilda félagsins.

Á heimasíðu Bændasamtakanna www.bondi.is er að finna uplýsingar um félagsgjaldið og þá þjónustu sem samtökin veita. Þar segir m.a.


Þessa dagana eru greiðsluseðlar að berast bændum vegna félagsgjalda Bændasamtakanna fyrir árið 2017. Með því að greiða gjaldið verða bændur áfram félagsmenn í samtökunum og njóta allra þeirra réttinda sem aðild færir þeim.
Með niðurlagningu búnaðargjalds var sú ákvörðun tekin innan BÍ að innheimta félagsgjöld þess í stað. Félagsgjaldið verður nýtt til þess að gæta hagsmuna bænda og reka öflug Bændasamtök. Breytingarnar hafa verið kynntar á síðustu mánuðum, meðal annars í Bændablaðinu, á Netinu og í bændafundarferð í janúar. Hér á bondi.is er að finna ítarlegar upplýsingar um félagsaðildina.
Skilyrði fyrir félagsaðild að BÍ er að aðili sé að minnsta kosti í einu aðildarfélagi samtakanna. Þau eru búnaðarsambönd, búgreinafélög og Samtök ungra bænda. Félagatöl aðildarfélaganna eru grunnurinn að félagatali Bændasamtakanna og þar með innheimtu félagsgjaldanna.
Greiða þarf greiðsluseðil sem sendur er út árlega til að staðfesta félagsaðild að Bændasamtökum Íslands. Aðeins félagsmenn munu njóta félagslegra réttinda, afsláttarkjara og aðgengis að allri þjónustu samtakanna.
Hver er ávinningur minn að vera í Bændasamtökunum?

  • Bændasamtökin vinna að hagsmunum allra bænda og eru málsvari stéttarinnar · Þú ert þátttakandi í samtökum bænda og getur haft áhrif á félagsstarfið
  • Þín aðild eflir kynningar- og ímyndarmál landbúnaðarins
  • Þú nýtur ráðgjafar um réttindi og um málefni sem snerta bændur
  • BÍ koma fram fyrir þína hönd gagnvart ríkisvaldinu og gera samninga fyrir bændur
  • Þú nýtur 30% afsláttar af vissum forritum BÍ
  • Aðild tryggir þér sérkjör á gistingu á Hótel Sögu
  • Þú getur leigt orlofsíbúð á höfuðborgarsvæðinu og orlofshús á Hólum í Hjaltadal
  • Sem félagsmaður getur þú sótt um stuðning í starfsmenntasjóð
  • Samtakamáttur heildarinnar er mikill og verður meiri eftir því sem fleiri taka þátt

Félagsgjöld Bændasamtakanna fyrir árið 2017

Félagsgjald A
Grunngjald fyrir aðild að BÍ er 42.000 kr. fyrir árið 2017. Því fylgir aðild með fullum félagslegum réttindum fyrir tvo einstaklinga sem standa saman að búrekstri.
Félagsgjald B
Ef fleiri en tveir einstaklingar standa fyrir búi greiðir hver félagsmaður umfram tvo, að auki 12.000 kr. Aðild þessi veitir ekki afslátt af virðisaukaskattsskyldri þjónustu hjá BÍ.
Félagsgjald C
Aðilar sem standa fyrir rekstri sem telst minniháttar og eru með veltu undir 1.200.000 kr., geta að fengnum meðmælum viðkomandi aðildarfélags sótt um að greiða kr. 12.000 á ári en njóta fullra réttinda. Fylla þarf út umsókn þar að lútandi, sem er að finna á bondi.is, og senda til BÍ. Bændasamtökin óska sjálf eftir meðmælum frá viðkomandi aðildarfélagi.

Ert þú með spurningar vegna félagsgjaldanna?
Ef leiðréttinga er þörf á félagsaðild eða ef óskað er eftir að skipta félagsgjaldinu í tvær greiðslur eru bændur hvattir til að hafa samband við skrifstofu BÍ svo hægt sé að bregðast við því. Upplýsingar eru góðfúslega veittar í síma 563 0300, í gegnum Bændatorgið eða í netfangið bondi@bondi.is.

Ályktanir frá aðalfundi

Árgjald

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands árið 2016 ályktar að árgjald fyrir árið 2017 verði kr. 4.000.

Styrkir til deilda

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2016 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrk. Einnig er stjórninni heimilt að veita styrk til einstakra æðarbænda á þeim svæðum þar sem ekki er starfandi æðarræktardeild. Stjórn ÆÍ er falið að ganga frá samningum við formenn deildanna um framkvæmd tillögunnar. Styrkir verða greiddir gegn afriti af reikningum.

Minka– og refaveiði

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2016 hvetur stjórnvöld til að auka fjármagn til refa- og minkaveiða. Æðarræktarfélagið hvetur einnig ríkið og sveitarfélög landsins til að koma á samræmdum reglum um veiðar þessara dýra.

Öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands skorar á umhverfisráðherra, sjávarútvegsráðherra og sveitarstjórnir við Breiðafjörð að standa vörð um lífríki Breiðafjarðar og leggjast gegn áformum um stóraukna nýtingu á sjávargróðri án undangenginna rannsókna. Gerð er krafa til stjórnvalda um að virtar verði meginreglur stjórnsýslunnar, m.a.  andmælaréttur og meðalhófsregla. Jafnframt að virt verði stjórnarskrárvarin réttindi við töku ákvarðanna um gjaldtöku og nýtingu á lífríki Breiðafjarðar. Sérstaklega er þess krafist að fullt tillit verði tekið til grenndarsjónarmiða varðandi alla nýtingu.

Samþykkt á aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands þann 12. nóvember 2016 vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni); 679. mál, lagafrumvarp, 145. löggjafarþing 2015–2016.

Greinargerð

Þang og þari, stundum nefndir regnskógar norðursins, eru undirstaða auðugs lífríkis í sjó og á landi við Breiðafjörð. Þang og þari eru afkastamiklir frumframleiðendur og uppspretta gríðarlegs magns lífræns efnis sem aðrir hlutar lífkeðjunnar eru háðir. Þang og þari eru auk þess allt í senn mikilvægt búsvæði fyrir fjölda lífvera, fæða fyrir ýmis dýr sem éta þá og þegar þeir brotna niður verða þeir fæða fyrir dýr sem sía sjó, svo sem krækling og hörpudisk. Æðarræktarfélag Íslands tekur undir ályktun Æðarræktarfélags Snæfellinga og Æðarvéa frá deildarfundum 2016 og skorar á stjórnvöld að leyfa ekki frekari þang- og þaraöflun án undangenginna rannsókna á lífríki Breiðafjarðar. Þá telur félagið að framlagt frumvarp sé aðför að hefðbundnum hlunnindum sjávarjarða og lífríki Breiðafjarðar.

Gjaldtaka og öflun hráefnis á einkalandi

Í frumvarpinu kemur fram: “Við 4. mgr. 9 gr. laganna bætis nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvarða skal veiðigjald fyrir sjávargróður sem hér segir: 500 kr. á hvert landað tonn klóþangs, hrossaþara og stórþara (blautvigt).”

Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að innheimta gjald af klóþangi sem vex í fjörum innan landareigna í einkaeign. Landeigendur eru þeir einu sem heimild hafa til að nýta þangið eða veita öðrum heimild til nýtingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að eignarréttur landeigenda verði skertur með ólögmætri gjaldtöku ríkisins fyrir sjávargróður sem vex á eignarlandi. Æðarbændur eiga í flestum tilfellum landareignir sem liggja að sjó og mótmæla þessari gjaldtöku harðlega. Verði ekki fallið frá gjaldtökunni í frumvarpinu verður látið reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum. Slík gjaldtaka getur jafnframt haft fordæmisgildi fyrir annað sem landareignir geta gefið af sér s.s. hey, fjallagrös, ber, sveppi, lax, silung eða jafnvel æðardún.

Frumvarpið nær einnig til þara sem vex á sjávarbotni og er víða innan netlaga. Hluti þarans heyrir því einnig undir landeigendur.

Áhrif á lífríki

Æðarbændur óttast mjög um lífríkið ef þang og þari verður nýttur í stórauknum mæli án undangenginna rannsókna, sem leitast ættu við að svara því hvaða afleiðingar slík viðbót gæti haft í för með sér fyrir lífríkið í heild. Ofnýting á sjávargróðri gæti haft langvarandi alvarleg og jafnvel óafturkræf áhrif á lífríkið. Það er skýlaus krafa æðarbænda að við ákvarðanatöku um frekari nýtingu verði gætt sjónarmiða allra hlutaðeigandi aðila, þ.á.m. þeirra sem nytja æðarvörp, hrognkelsi, þorsk, ígulker, hörpudisk og bláskel.

Æðarfugl er mikilvæg nytjategund sökum dúntekju og nýtur margs konar verndar skv. íslenskum lögum. Æðardúntekju stunda rúmlega 400 bændur hérlendis. Meðaltal útflutningsverðmætis æðardúns var um 375 milljónir kr. 2008–2013 og var árlegur heildarútflutningur að meðaltali 2,75 tonn af hreinsuðum dún. Tvö síðustu ár þessa tímabils voru í sérflokki. Árið 2012 voru flutt út 3,08 tonn og var heildarútflutningsverðmæti æðardúns tæpar 508 milljónir kr. það ár. Árið 2015 var verðmætið komið upp í tæpar 600 milljónir kr. fyrir 3,1 tonn. Æðarfugl er því án efa mesti nytjafugl landsins og er m.a. friðaður fyrir skotveiði vegna dúntekjunnar. Æðarfugl hefur notið einhvers konar verndar á Íslandi frá þjóðveldisöld og verið alfriðaður frá 1849. Bannað er að skjóta æðarfugl, leggja net nærri æðarvarpi eða trufla varp á annan hátt. Æðarbændur mega þó sinna dúntekju og taka egg svo framarlega sem skilin eru eftir fjögur egg í hreiðri, sbr. lög nr. 64/1994.

Æðarræktarfélag Íslands, Æðarræktarfélag Snæfellinga og Æðarvé taka heilshugar undir þær athugasemdir sem Náttúrustofa Vesturlands, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi og Breiðafjarðarnefnd gerðu við frumvarpið. Í athugasemd Rannsóknaseturs HÍ kemur m.a. fram að klóþangsbreiður eru ungauppeldisstöðvar fyrir æðarfugl. Litlir æðarungar éta nær eingöngu marflær sem lifa í klóþangi en ekki öðrum þangtegundum. Telja má víst að stóraukin nýting klóþangs geti dregið úr nýliðun í varpstofni æðarfugls í Breiðafirði. Varp æðarfugls er einn óvissuþátta við aukna nýtingu klóþangs sem þarf að taka tillit til við verndun og nýtingu Breiðafjarðar. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi þeirra hlunninda sem æðarfugl veitir landeigendum. Ef frá eru taldir þörungarnir sjálfir, virðist ekki gert ráð fyrir rannsóknum á lífríkinu áður en nýting verður stóraukin, svo sem til að meta grunnástand lífríkisins fyrir töku sjávargróðurs. Án grunnrannsókna er ekki hægt að meta hvort nýting sjávargróðurs verði sjálfbær fyrir vistkerfið í heild, því það verður ekki gert eingöngu út frá vaxtarhraða þangs og þara.

Sjókvíaeldi og æðarfugl

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2016 ályktar að brýn nauðsyn sé á því að rannsaka og vakta áhrif sjókvíaeldisstöðva og stækkunar þeirra á lífríki sjávar og þar með beina og óbeina hættu fyrir vöxt og viðkomu æðarfugls.

Greinargerð

Engar rannsóknir liggja fyrir á áhrifum sjókvíaeldis á lífríki sjávar á Íslandi og þar af leiðandi skortir forsendur til að meta hvort ákvörðun um að stórauka sjókvíaeldi geti falið í sér hættu fyrir lífríkið, þar á meðal fyrir vöxt og viðkomu æðarfugls. Þá er brýn nauðsyn á vöktun núverandi starfsemi í þessu tilliti vegna skorts á þekkingu á áhrifum hennar á lífríkið. Í þessu sambandi má benda á skýrslu NINA (Norsk institutt for naturforskning) sem ber heitið Effekter av forstyrrelser fugl og paddedyr fra akvakulturanlegg í sjo – en litteraturtudie frá 2015. www.nina.no Í skýrslunni er bent á skort á rannsóknum á áhrifum sjókvíaeldis á fugla og dýr í Noregi.

Breytingar á fjármögnun BÍ

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2016 felur stjórn ÆÍ að gæta hagsmuna félagsmanna sinna vegna fyrirhugaðra breytinga á fjármögnun Bændasamtaka Íslands vegna afnáms búnaðargjalds frá næstu áramótum. Stjórn ÆÍ er falið að taka saman greinargerð um það hvaða afleiðingar niðurfelling búnaðargjalds og nýr háttur á fjármögnun samtakanna hefur fyrir ÆÍ og félagsmenn þess og jafnframt með hvaða hætti skuli bregðast við þeim.

Greinargerð Bændasamtakanna

Aukabúnaðarþing fær nú til umfjöllunar mikilvægt mál sem leggur grunninn að starfsemi BÍ og varðar sjálfa fjármögnun samtakanna. Breyta þarf samþykktum svo hægt sé að leggja á fast félagsgjald í stað veltutengds gjalds. Með samþykktabreytingunum er ekki verið að hrófla við uppbyggingu samtakanna, heldur er verið að leysa vandamál sem kom upp við útfærslu félagsgjaldsins.

Á Búnaðarþingi 2015 var með samþykktabreytingum tekin var sú stefna að BÍ ætlaði að innheimta veltutengt félagsgjald, en aðildarfélögunum var látið eftir að ákveða hvert fyrir sig hvaða aðferð þau vildu nota. Þessar breytingar voru gerðar í kjölfar vinnu milliþinganefndar sem fjallaði um málið.

Nú í haust var ráðinn verkefnisstjóri til að innleiða nýtt innheimtukerfi fyrir samtökin og halda utan um þetta mikilvæga mál. Við  útfærslu samþykktanna komu fram vankantar sem erfitt var að sjá fyrir. Stærsti gallinn var að þær upplýsingar sem byggja átti innheimtuna á eru ekki eins aðgengilegar og talið var. Við því varð að bregðast og skoða fleiri leiðir til innheimtu félagsgjalda, eins og sjá má í meðfylgjandi minnisblaði.

Til að bregðast við þessum breyttu aðstæðum og að undangenginni greiningu skipaði stjórn Bændasamtakanna starfshóp til að undirbúa nýja tillögu um innheimtu félagsgjalda til BÍ. Í starfshópnum störfuðu stjórnarmennirnir Einar Ófeigur Björnsson og Eiríkur Blöndal ásamt Guðbjörgu Jónsdóttur, verkefnisstjóra í innleiðingu félagsgjalda BÍ.

Á stjórnarfundi BÍ þann 24. okt. sl. var tillaga starfshópsins um félagsgjald samþykkt og stjórnin gerði hana að sinni. Þar var lagt til að tillagan yrði lögð fyrir formannafund sem var síðan haldinn 7. nóv. Ljóst var að breytingarnar samkvæmt tillögunni þýddu að boða yrði til aukabúnaðarþings til að fjalla um nauðsynlegar samþykktabreytingar.  Mjög góðar umræður voru á formannafundinum og í kjölfar hans hefur nú verið boðað til aukabúnaðarþings, samkvæmt ákvæðum samþykkta BÍ. Haustfundaferð BÍ hefur verið færð að þessum sökum þar til eftir aukabúnaðarþingið.

Tillagan, sem nú er lögð fram, byggir ekki lengur á veltutengdu félagsgjaldi heldur föstu gjaldi á hvert bú. Tillaga er um að það verði 3.500 kr. á mánuði og því fylgi full aðild fyrir tvo einstaklinga. Vilji fleiri sem standa að búinu fá full réttindi þarf að greiða aukagjald. Gert er ráð fyrir lægra gjaldi fyrir lítil bú.

Eins og í fyrri tillögu verður áfram hægt að gerast aukafélagi án réttinda og mögulegt verður að semja um aðild fyrir félög í landbúnaði, án þess þó að þau fái atkvæðisrétt sem slík.

Nánar er gerð grein fyrir tillögunum í samantektinni hér á eftir.

Lagt var fjárhagslegt mat á útfærsluna og ljóst er að almenn þátttaka er forsenda fyrir því að upphæð félagsgjalda samkvæmt þessu sé nægileg. Hér að neðan er lögð fram ein af þeim útfærslum á tillögu stjórnarinnar sem skoðuð var í undirbúningsferlinu og sýnir m.a. hvað þátttakan er mikilvæg.

Við teljum að hér sé um að ræða leið sem sé einföld og gagnsæ og til þess fallin að tryggja áfram almenna þátttöku bænda í heildarsamtökum okkar. Vart þarf að fjölyrða um að Bændasamtök Íslands eru hinn viðurkenndi samtalsaðili þegar kemur að opinberri umræðu eða samningum um landbúnað.  Ennfremur má segja að afnám búnaðargjalds feli í sér veigamikilar breytingar á hlutverki BÍ. Aðgerðin á sér rætur í úrskurðum mannréttindadómstóls Evrópu og varðar félagafrelsi. Sú meginbreyting er í farvatninu að framvegis geta bændur valið hvort þeir taki þátt í sameiginlegri hagsmunagæslu og vilji njóta þeirra réttinda sem aðild að BÍ felur í sér. . Val bænda til að standa utan heildarsamtakanna er raunverulegt. Þetta er áskorun en jafnframt tækifæri. Það er örugglega tímanna tákn að nú verður fjármögnun samtaka bænda án aðkomu ríkisins.   Þetta felur í sér að Bændasamtökin geta tekið afgerandi afstöðu með félagsmönnum sínum í málefnum sem varða samskipti við ríkið eða einstaka framleiðendur búvara.

Það varðar samtökin og flesta bændur miklu að samstaða verði um þessar óumflýjanlegu breytingar. Eftir því sem betur tekst til, þess meiri verður slagkraftur okkar.

 

 

 

 

Dagskrá aðalfundar ÆÍ

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands
Kötlu II, Hótel Sögu 12. nóvember 2016 kl. 11.00 

Dagskrá 

Kl. 11:0012:30 

Fundarsetning. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara 
Skýrslur: Skýrsla stjórnar; Guðrún Gauksdóttir Skýrsla hlunnindaráðgjafa; Sigríður Ólafsdóttir; Reikningar félagsins; Björn Ingi Knútsson Fyrirspurnir og umræður 
Ávörp gesta frá Bændasamtökunum og Atvinnuvegaráðuneytinu

Kl. 12:30 – 13.00 Léttur hádegisverður 
Kl. 13:0016:00

 Fræðsluerindi 

Varpvistfræði æðarfugls við Breiðafjörð 
Fyrirlesari: Dr. Þórður Örn Kristjánsson
Auðlindir í netlögum 
Lagaleg umgjörð um öflun sjávargróðurs 
Fyrirlesari: Arnór Snæbjörnsson, lögfræðingur Atvinnuvegaráðuneytinu
Lífríki í netlögum 
Fyrirlesari: Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi

    Fréttir og tillögur frá deildum 
    Sölu- og markaðsmál 
    Kosningar (tveir stjórnarmenn, varamaður, skoðunarmaður) 
    Tillögur 
    Önnur mál 

Kl. 16:00
Fundarslit og kaffiveitingar 

Aðalfundarboð Æðarræktarfélags Íslands

Reykjavík, 18. október 2016.

Aðalfundarboð

Ágæti félagsmaður.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands árið 2016 verður haldinn laugardaginn 12. nóvember 2016 í fundarsalnum Kötlu II, 2. hæð, Radisson BLU Saga Hotel – Hótel Sögu.Fundurinn hefst kl. 11.00, sbr. meðfylgjandi dagskrá.
Greiðslubeiðni vegna árgjalda hefur verið send í heimabanka félagsmanna. Athugið að greiðsluseðillinn gæti birst með valkvæðum greiðslum. Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum eftir að hann hefst.

!! Netföng !!

Þeir félagsmenn sem fá fundarboðið sent með almennum pósti eru hvattir til að senda netfang sitt á info@icelandeider.is
Félagsmenn eru einnig hvattir til að senda inn ný eða breytt netföng.
Heimasíða félagsins er www.icelandeider.is
Facebook – Æðarræktarfélag Íslands

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands
haldinn í Kötlu II, Hótel Sögu 12. nóvember 2016 kl. 11.00

Dagskrá

Kl. 11:00- 12:30
 Fundarsetning. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara
Skýrslur
Ávörp gesta
Kl. 12:30 – 13.00 Léttur hádegisverður
Kl. 13:00- 16:00
Fræðsluerindi

  • Dr. Þórður Örn Kristjánsson kynnir helstu niðurstöður doktorsritgerðar sinnar um varpvistfræði æðarfugls við Breiðafjörð
  • Nýting auðlinda í netlögum jarða

           Fréttir og tillögur frá deildum
           Sölu- og markaðsmál
Kosningar
(tveir stjórnarmenn, varamaður, skoðunarmaður)
           Tillögur
Önnur mál

Kl. 16:00
Fundarslit og kaffiveitingar

Stjórnin