Entries by Anna anok-stjorn

Ályktanir frá aðalfundi ÆÍ 2024.

Ályktun ,,Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 28. september 2024 í Vökuholti að Laxamýri samþykkir að stjórn félagsins hefur leyfi til þess að halda áfram með vinnu á þróun dúnmatskerfisins með því að fara í frekara samtal við Ráðuneytið og MAST“. Ályktun ,,Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 28. september 2024 í Vökuholti að Laxamýri hvetur stjórnvöld […]

Aðalfundur ÆÍ 2024

Aðalfundur ÆÍ var haldinn á Vökuholti á Laxamýri. Aðalfundargerð má lesa hér.   Stjórn skipa nú: Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður Erla Friðriksdóttir, varaformaður Helga María Jóhannesdóttir, ritari Magnús Helgi Jónasson, gjaldkeri Ragna S. Óskarsdóttir, meðstjórnandi. Í varastjórn eru: Hallur Þorsteinsson Herdís Steinsdóttir

55. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2024

Aðalfundur ÆÍ 28. október 2024 í veiðiheimilinu Vökuholti á Laxamýri 54. aðalfundur ÆÍ haldinn í veiðiheimilinu Vökuholti á Laxamýri, 28. október kl. 10:00. Margrét Rögnvaldsdóttir formaður bauð félagsmenn velkomna á aðalfund félagsins sem haldinn var bæði sem fjarfundur og staðfundur. Hún stakk upp á Atla Vigfússyni sem fundarstjóra og Helgu Maríu Jóhannesdóttur sem fundarritara.Var það […]

Boð á sýningu og leiðsögn fyrir félagsmenn ÆÍ

Kæri félagsmaður ÆÍ, Íris og Signý hér, æðarbændur á Skálanesi í Seyðisfirði og vöruhönnuðir. Okkur langar til að bjóða þér/ykkur á sýninguna Annarsflokks í Ásmundarsal, en hún fjallar um Annarsflokks æðardún og hvernig mætti koma þeim æðardúni í farveg. Hér að neðan er að finna vefslóð þar sem allar upplýsingar eru að finna um sýninguna, […]

Kynningarefni á erlendum tungumálum

Vegna vaxanda eftirspurnar í Kína eftir íslenskum æðardúni og vörum úr íslenskum æðardúni hefur Æðarræktarfélag Íslands látið texta mynd Æðarræktarfélagsins um íslenska æðrdúninn með  kínverskum texta. Textaða myndin er nú aðgengileg á heimasíðu félagsins. Hér er hægt að velja myndina á íslensku, ensku, þýsku, japönsku og nú einnig á ensku með kínverskum texta. Þá býðst […]

54. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2023

Aðalfundur ÆÍ 18. nóvember 2023 í Landbúnaðarháskóla Íslands   54. aðalfundur ÆÍ var haldinn i Landbúnaðarháskóla íslands 18. nóvember kl. 10:00. Fundurinn hófst á því að Áshildur bauð fólk velkomið í Landbúnaðarháskóla Íslands og lýsti ánægju sinn yfir því samstarfi sem verið hefur í gegnum tíðina við ÆÍ. Hún kynnti síðan fyrirkomulag fundarins og gaf […]

Ályktanir aðalfundar 18. nóvember 2023

ÁLYKTUN Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 18. nóvember 2023 í Landbúnaðarháskóla Íslands telur þýðingarmikið að lög nr. 52/2005 um gæðamat á æðardúni haldi gildi sínu. Lögin hafa gegnt veigamiklu hlutverki við sölu á æðardúni í yfir 50 ár eða allt frá 1970 þegar lögin voru fyrst sett. Lög um gæðamat á æðardúni hefur verið hornsteinn […]

Aðalfundur ÆÍ 2023

Ágæti félagsmaður. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands fyrir árið 2023 verður haldinn laugardaginn 18. nóvember í Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Árleyni 22, 112 Reykjavík og hann hefst kl. 10:00. Meðfylgjandi er dagskrá aðalfundarins.  Félagar eru beðnir að tilkynna þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 16. nóvember á info@icelandeider.is.  Láta vita hvort þeir mæti á fjarfund eða á staðinn.  Þeir sem […]