Áríðandi varðandi aðalfund!

Heimsókn á Bessastaði – leiðbeiningar
Gestir leggi bílum sínum á stóra bílastæðið vestan við kirkjuna. Hittumst við Bessastaðastofu og þaðan verður gengið í varplandið. Brýnt að vera vel skóaður og geyma spariskóna í bílnum.

Gisting á Hótel Sögu.
Láta vita við bókun að viðkomandi er að fara á hátíðarfundinn hjá ÆÍ. Þá eigið þið að fá sérverð sem er kr. 25.500 fyrir eins manns herbergi og kr. 28.100 fyrir tveggja manna herbergi m/morgunverði. Við erum enn á sumarverði hjá hótelinu.

Skráning á viðburði
Stjórn Æðarræktarfélags Íslands hefur ákveðið að lengja frestinn til að skrá sig í heimsókn á Bessastaði og í hátíðarkvöldverðinn  til miðvikudagsins 28. ágúst. Þetta verður sannkölluð afmælisveisla sem byrjar á Bessastöðum og endar á hátíðarkvöldverði í nýjum Súlnasal Hótel Sögu. Því miður er uppselt í ferðina á Reykjanesið. Skráning er á netfangið info@icelandeider.is eða í síma 699 6571