Aðalfundur 2019, dagskrá

Kæri félagsmaður!

Nú er varptíma æðarfuglsins lokið. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi í maí og júní. Maí var nokkuð hlýr og sólríkur um vestanvert landið á meðan svalara var norðan- og austanlands og var þurrt um allt land. Júnímánuður var óvenju þurr og var langur þurrkakafli á Suður- og Vesturlandi fram eftir mánuðinum. Mjög sólríkt var í þeim landshlutum og fremur hlýtt á meðan svalara var á Norður- og Austurlandi. Veðurfar var því sérlega hagstætt dúntekju sunnan og vestanlands. Almennt virðist æðarfuglinn hafa komið seinna í varp en sérstaklega á norðan og austanverðu landinu.

Af félagsstarfi er það helst að frétta að í vor var stofnuð deild á Suðvesturlandi og eru því deildir nú starfandi um allt land. Lokið er skráningu á varpjörðum á landinu en sú skrá sem stuðst var við var komin til ára sinna og er fjöldi varpjarða nú 376. Undirbúningur að sýningu um æðarrækt sem fyrirhugað er að opna árið 2021 er kominn vel á veg og hafa sýnendur nú þegar heimsótt æðarvörp. Verið er að leggja lokahönd á umsókn um verndað afurðaheiti fyrir íslenskan æðardún. Félagsmenn eru minntir á heimasíðu félagsins www.icelandeider.is en þar er m.a. að finna greinar og fræðsluefni um æðarrækt. Þá eru tilkynningar settar inn á Facebook síðu félagsins.

Greiðslukrafa fyrir árgjald 2019 hefur verið send í heimabanka. Þeir sem hafa ekki heimabanka fara í sinn viðskiptabanka og gjaldkerinn nær í kröfuna til greiðslu.

Æðarræktarfélagið er 50 ára og verður þeim tímamótum fagnað á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í Reykjavík 30. og 31. ágúst n.k. Hefst dagskrá hátíðarfundar föstudaginn 30. ágúst, kl. 16 á Bessastöðum þar sem Forseti Íslands býður félagsmönnnum með sér í göngu um varplandið og býður í móttöku að göngu lokinni. Drög að dagskrá fylgir ásamt upplýsingum um skráningu og verð.

Með kveðju,

Stjórn Æðarræktarfélags Íslands


Aðalfundur 30.-31. ágúst 2019

Æðarræktarfélag Íslands 50 ára

1969-2019

Dagskrá

Föstudagur 30. ágúst, Bessastaðir

Kl. 16:00 Móttaka á Bessastöðum.

Laugardagur 31. ágúst, í Kötlu 2, Bændahöllinni (Hótel Sögu)

Kl. 9:00 Hefðbundin aðalfundarstörf og fræðsluerindi

Kl. 12:00 Léttur hádegisverður

Kl. 13:00 Ferð á Reykjanesið

Leiðsögumaður Sigríður Hanna frá Norðurkoti

Kl. 19:00 Hátíðarkvöldverður í Súlnasal, skemmtiatriði og dans. Veislustjóri Jóhannes Kristjánsson

Verð og skráning

Hátíðarkvöldverður kr. 9.900

Ferð um Reykjanesið og hátíðarkvöldverður 13.500

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í móttöku á Bessastöðum og í ferð um Reykjanesið og hátíðarkvöldverðinn info@icelandeider.is eða í síma 699 6571

Frestur til skráningar er til 27. ágúst 2019.