Aðalfundur ÆÍ 2018

Reykjavík, 20. október 2018.

Aðalfundarboð

Ágæti félagsmaður.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands árið 2018 verður haldinn laugardaginn 10. nóvember 2018 í fundarsalnum Kötlu  II, 2. hæð, Radisson BLU Saga Hotel – Hótel Sögu.

 

Fundurinn hefst  hefst kl. 11.00, sbr. meðfylgjandi dagskrá.

Greiðslubeiðni vegna árgjalda hefur verið send í heimabanka félagsmanna.

Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum.

Fyrirspurnir berist á netfangið info@icelandeider.is

Félagsmenn eru hvattir til að senda inn ný eða breytt heimilisföng, netföng og símanúmer á netfangið info@icelandeider.is

Félag selabænda heldur aðalfund kl. 9 í Kötlu II og hefðbundin selaveisla verður um kvöldið í Haukaheimilinu.

Stjórnin


Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í  Kötlu II, Hótel Sögu 10. nóvember 2018 kl. 11:00

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar)

Kl. 11:0012:30

         Fundarsetning. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara

            Skýrslur: Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins

                                    Fyrirspurnir og umræður

            Ávörp gesta

Kl. 12:30 – 13.00 Léttur hádegisverður

Kl. 13:0014:30

            Listaháskóli Íslands: Tilraun II – æðardúnn
Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi
Náttúrustofa Norðurlands vestra
Íslenskur æðardúnn –  umsókn um verndað afurðaheiti
Friðlýsing æðarvarpa – kynning á skiltum

Kl. 14:3015:00       

         Sölu – og markaðsmál

Kl. 15:00 – 15.30 Kaffi

Kl. 15.30 – 17.00

         Fréttir frá deildum

         Ályktanir fundarins

         Kosningar  (tveir stjórnarmenn, varamaður, skoðunarmaður)

Kl. 17.00 Fundarslit

Tillögur að ályktunum

  1. Árgjald.
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands árið 2018 ályktar að árgjald fyrir árið 2019 verði kr. 6.000.
  2. Styrkir til deilda.
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrki vegna tilgreindra, rökstuddra verkefna, s.s. vargeyðingar. Styrkir verða einungis greiddir gegn afriti af reikningum.
  3. Sjókvíaeldi og æðarfugl.
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018 ítrekar fyrri ályktanir sínar um að brýn nauðsyn sé á því að rannsaka og vakta áhrif sjókvíaeldisstöðva og stækkunar þeirra á lífríki sjávar og þar með beina og óbeina hættu fyrir vöxt og viðkomu æðarfugls.
  4. Öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni.
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2018 ítrekar ályktun sína frá aðalfundi 2017 að í breytingum á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og lögum nr. 74/2012 um veiðigjald, sem varða öflun sjávargróðurs, felist ólögmæt skerðing á eignarrétti eigenda jarða sem liggja að sjó og þessi hlunnindi tilheyra, þ. á m. æðarbænda. Stjórn ÆÍ er falið að vinna að lausn málsins ásamt þeim æðarbændum sem málið varðar.