Vel heppnaður afmælisaðalfundur ÆÍ
Afmælisfagnaður í tilefni af 50 ára afmæli Æðarræktarfélags Íslands var haldinn í tengslum við aðalfund félagsins 30. og 31. ágúst s.l. Dagskráin hófst á föstudeginum með heimsókn til Forseta Íslands á Bessastöðum. Æðarbændur gengu með forseta um Bessastaðanes og kynntu sér sögu æðarvarps á þeim slóðum. Dúntekja er nokkur og er vel séð um æðarvarpið þar. Á laugardeginum var aðalfundur félagsins haldinn með hefðbundnum aðalfundarstörfum og fræðsluerindum. Að loknum aðalfundi var farið um Reykjanes og lauk dagskránni með hátíðarkvöldverði og dansleik í Súlnasal þar sem kátt var á hjalla undir stjórn Jóhannesar Kristjánssonar veislustjóra.