42. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2011

Aðalfundur Æðarræktarfélgs Íslands haldinn að Reykhólum þann 27. ágúst 2011, kl. 12.

Dagskrá fundarins:

  1. Fundarsetning. Guðrún Gauksdóttir starfandi formaður setti fundinn og bauð fundargersti velkomna. Þá minnst hún Jónasar Helgasonar formanns ÆÍ sem lést fyrr á árinu. Fundarmenn risu úr sætum og vottuðu Jónasi með því virðingu sína.
    Þá fór fram kjör starfsmanna fundarins; Guðni Ólafsson var kjörinn fundarstjóri, Pétur varafundarstjóri og Ásta F. Flosadóttir ritari fundarins.Hádegisverður í boði félagsins.
    Meðan á hádegisverðinum stóð voru flutt tvö erindi.a) Þorsteinn Tómasson frá Landbúnaðarráðuneytinu ávarpaði fundinn undir borðum. Hann kynnti nýja reglugerð um framkvæmd dúnmats. Einnig kynnti hann sýnishorn af vottorðum dúnmatsmanna.
    b) Gunnar Guðmundsson frá BÍ kynnti samstarfssamning BÍ og ÆÍ. BÍ er að gera samstarfssamninga sem þessa við öll fagfélög bænda. Verkaskipting milli BÍ og ÆÍ er skýrð í samningnum. Óvissa er um framtíðarstuðning ríkisvaldsins við ráðgjafa­þjónustu í landbúnaði. Til stendur að endurskoða ráðgjafaþjónustuna í heild sinni og verði drög að því skipulagi lögð fyrir búnaðarþing 2012.
  1. Skýrslur
  2. a) Skýrsla stjórnar. Fyrst flutti Guðrún Gauksdóttir starfandi formaður ÆÍ skýrslu stjórnar. Gefum Guðrúnu orðið:
    “Mig langar til að hefja fundinn á því að minnast Jónasar Helgasonar æðarbónda í Æðey og formanns Æðarræktarfélags Íslands sem lést fyrir aldur fram þann 20. janúar sl. Jónas átti sæti í stjórn félagsins frá 1984 og var formaður þess frá 1999 til dánardags. Jónas vann ötult starf í þágu félagsins og æðarræktar. Við skulum heiðra minningu Jónasar með því að rísa úr sætum.
    Eins og ráðið verður af dagskrá fundarins í dag þá þurfum við að halda vel á spöðunum og ræðumönnum nokkuð þröngur stakkur sniðinn tímalega séð. Ég mun því stikla á stóru í skýrslu minni. Um ýmislegt mun ég vísa til erindis Guðbjargar hér á eftir auk þess sem Erla fjallar um sölumál og útflutning.Stjórn og stjórnarfundir
    Frá því í lok febrúar hefur stjórnin skipt með sér verkum með þeim hætti að sú sem hér mælir, Guðrún Gauksdóttir Kaldaðarnesi hefur gegnt formennsku, Guðni Þór Ólafsson, Melstað er gjaldkeri og Ásta Flosadóttir, Höfða tók sæti í aðalstjórn og er ritari. Erla Friðriksdóttir situr í varastjórn. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir hefur verið stjórninni ómetanlegur stuðningur og ötul í starfi sínu fyrir félagið og þakka ég henni framlagið.
    Þrír stjórnarfundir hafa verið haldnir á árinu. Stjórnarmenn nýta sér í síauknum mæli möguleika netsins til samráðs og eru fundir m.a. haldnir í gegnum internetið s.s. með Skype. Kemur það sér vel þegar stjórnarmenn eru búsettir víða um land og síðast en ekki síst sparar það kostnað fyrir félagiðHelstu verkefni stjórnar frá síðasta aðalfundi:
    Stjórnin hefur lagt áherslu á kynningar- og markaðsmál. Lógó félagsins er tilbúið (þið getið séð það á bréfsefni dagskrár sem er í möppunni). Það styttist í að nýr bæklingur og kynningarmynd verði tilbúin og að heimasíða félagsins verði opnuð (lénið icelandeider.is. Við höfðum vonast til að geta sýnt efnið hér á fundinum en vegna sumarleyfa hefur þetta dregist aðeins og náðist ekki að klára það fyrir aðalfund. Guðbjörg mun fara vel yfir kynningar og markaðsmálin hér á eftir.
    Þá hefur verið unnið að því að koma félagaskránni í aðgengilegt rafrænt form og innheimtu félagsgjalda í heimabanka – vonandi gengið að mestu stórslysalaust – þó hafa einhver nöfn fallið út . Biðjum við félagsmenn að virða okkur það til betri vegar meðan þessir byrjunarörðugleikar ganga yfir.Fjárveitingar/ styrkir
    Félagið fékk milljón af fjárlögum sem er hærri upphæð en verið hefur. Blikur eru á lofti með styrk á næsta ári, vegna breytinga hjá störfum og úthlutun hjá Fjárlaganefnd Alþingis. Þá fékk félagið styrk úr Framleiðnisjóði til markaðs- og kynningarmála að fjárhæð 1.000.000 kr.

    Dúnmat
    Í hádeginu var farið yfir dúnmatsmálin og ný vottorð og vísa ég til kynningar Þorsteins í þeim efnum

    Tíðarfar
    Eins og kunnugt er þá var tíðarfar víðast hvar slæmt í vor og æðarvarp fór illa – jafnvel 30-50 % samdráttur og sums staðar meira. Heyrum nánar um það í fréttum frá einstökum deildum.

    Ályktanir síðasta aðalfundar
    Á aðalfundinum í fyrra var samþykkt tillaga um styrki til deilda. Styrkurinn nú er nokkru lægri en síðasta ár og er skýringin sú að talsverðu fé hefur verið veitt í gerð kynningarefnis.
    Að því er varðar ályktun um framlög til refaveiða, framhald á verkefni til útrýmingar á mink og skipun nefndar um endurskoðun laga um vernd og friðun villtra fugla og spendýra þá var ritað bréf til ráðherra til að fylgja eftir ályktun fundarins. Jónas og Guðbjörg áttu í kjölfarið fund með ráðherra en um engin frekari viðbrögð hefur verið að ræða. Guðbjörg sótti fund sem hlunnindaráðgjafi ásamt fulltrúum Bændasamtaka Íslands með villidýranefndinni og kom athugasemdum á framfæri sem snúa að æðarbændum. Tillagan um að ÆÍ beiti sér fyrir því að æðarfuglinn verði þjóðarfugl var frestað þar til markaðsefni verður tilbúið og við getum notað markaðsefnið til kynningar ef vel verður tekið í þetta mál að velja þjóðarfugl.

    Deildir
    Það ber að fagna auknu starfi deilda. Guðbjörg og ég fórum á nokkra fundi í maí og í júní. Fleiri deildir hafa haldið fundi eða fundir eru fyrirhugaðir.

    Sölumál
    Árið 2010 var metár í sölu– heildarmagn útflutts dúns 3333. kg. sem er annað stærsta ár í magni og metár í krónum talið. Fyrstu sex mánuði þessa árs var áfram mikið selt á erlenda markaði. Það er gleðilegt að sjá að Japan er ennþá inni í myndinni þrátt fyrir náttúruhamfarir fyrr á árinu og spár um djúpa efnahagslægð þar í kjölfarið. Erla Friðriksd. mun gera grein fyrir sölumálum hér á eftir.
    Síðast en ekki síst vil ég nefna að einkaframtak æðarbænda hefur aukist. Nefni sem dæmi Hlunnindasýninguna hér á Reykhólum, Æðarsetur í Stykkishólmi, og einstakir bændur framleiða og selja í auknum mæli fullunna vöru.”

    Guðrún minnti einnig fundarmenn á að friðlýsa vörp sín, það þarf að endurnýja friðlýsingu á 10 ára fresti.

    Fjöldi félagsmanna ÆÍ var í gær 207 og einhverjir hafa bæst við í dag, svo félagið er í vexti.

    b) Skýrsla hlunnindaráðgjafa. Guðbjörg Helga Jónsdóttir flutti skýrslu hlunnindaráðgjafa og sagði hana í styttra lagi í ár vegna mikillar dagskrár og kosninga. Stjórnsýsluleg verkefni á árinu snéru að laga- og reglugerðarbreytingum á gæðamati á æðardúni. Töluverð rýnivinna var um þróun vottunarferlisins og reglugerðir þar að lútandi. Bændasamtökin tóku við sölu á vottorðum sem framvegis verða seld og eru í þríriti og númeruð. BÍ sér um utanumhald útgefinna vottorða fyrir hönd ráðuneytisins. Einnig var hún þátttakandi í undirbúningi og skipulagi á æðardúnnámskeiði í samstarfi við LBHÍ og ráðuneytið. Talsverð hagsmunagæsla snéri að æðarrækt og vargi, ESB og netalögum.
    Hún fór yfir möguleika æðardúns sem gæðavöru hér heima og erlendis, sótti fjóra deildarfundi, heimsótti fjölmarga æðarbændur heim og var í samskiptum við erlenda dúnbændur í Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Ennfremur vann Guðbjörg ötullega í undirbúningi kynningarefnis fyrir íslenskan æðardún.

    c) Reikningar félagsins. Gjaldkeri skýrði og lagði fram reikninga félagsins.

    d) Sölumál. Erla Friðriksdóttir fulltrúi útflutningshóps dúnsala, fór yfir gengi í sölumálum æðardúns á erlendum mörkuðum.
    Útflutt magn skv. upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur aukist á þessu og síðasta ári frá árunum þar á undan þ.e. 2008 og 2009.

    Útflutt kg
    2008 2.012 kg
    2009 1.602 kg
    2010 3.333 kg
    2011 (jan-jún) 1.140 kg

    Meðalverð á hvert útflutt kg hefur einnig farið hækkandi á þessu og síðasta ári frá árunum 2008 og 2009.

    Meðalverð á hvert útflutt kg:
    2008 107.714 kr.
    2009 97.887 kr.
    2010 107.217 kr.
    2011 (jan-jún) 112.895 kr.

    Útflutningsverðmæti æðardúns nam:
    2008 216.720.720 kr.
    2009 156.814.200 kr.
    2010 357.353.883 kr.
    2011 (jan-jún) 128.700.582 kr.

    Stærstu markaðssvæði fyrir íslenskan æðardún eru Þýskaland og Japan. Frá janúar til júní 2011 hafa 528 kg farið til Þýskalands, 326 kg til Japan, 156 kg til Austrríkis, 112 kg til Sviss og 18 kg til Danmerkur.

    Fyrirspurnir og umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
    – Þorsteinn Tómasson, spyr Gunnar Guðmundsson um áhrif ESB aðildar á æðarfuglinn, þar sem hann er ekki friðaður í ESB.
    – Jóhannes Gíslason vill réttann lit á gogginn á blikanum í logoinu.
    – Jón Sveinsson kom í pontu, hann telur sig lifa í allt öðrum heimi en ÆÍ. Honum finnst félagið vera huggulegt kaffisamsæti eldri borgara. Gagnrýndi harkalega sölumál og markaðsmál æðardúns. Segir að heildsalar séu of margir og birgðasöfun sé of mikil á löngu árabili. Vill að dúnninn fari á uppboð sambærilegt við skinnauppboð loðdýra í Danmörku og svipað og fiskur smábátasjómanna hér á Íslandi. Verð á dúni í erlendri mynt hefur ekki hækkað í 20 ár, meðan hefur verð á vörum úr dúni hækkað um 60%. Finnst heildsalarnir vera óþarfa milliliðir og vill losna við þá. Jón vill að ÆÍ einbeiti sér að því koma æðardúni á uppboðsmarkað í stað þess að eyða tíma í að útbúa kynningarefni.
    – Guðbjörg svaraði Jóni Sveinssyni og bauð honum að skoða prófskírteinin sín. Hún vill selja dúninn fullunninn, við Íslendingar erum aðalframleiðendur æðardúns í heiminum og getum því ráðið verðinu, það er önnur staða en loðdýrabændur eru í.   Æðarbændur eiga að selja vöruna fullunna og fullunnin vara fer ekki á uppboðsmarkað. Guðbjörg svaraði líka fyrir litinn á gogginum á blikanum, þetta er teikning en ekki ljósmynd, það þurfti að velja lit sem væri sterkur og myndrænn.
    – Matthías Sævar Lýðsson, svarar Jóni Sveinssyni. Hann hefur verið í verri félagsskap en kaffisamsæti eldri borgara. Og þakkar fyrir orð hans um það hversu lítið vit hann hafi á markaðsmálum og það hvað hann er fátækur og smár. Þakkar stjórn og ráðunaut fyrir unnin störf í markaðsmálum og líka Jóni fyrir að vekja athygli á því sem þarf alltaf að ræða, það hvernig sölumálum eigi að vera háttað. Jón Sveinson greip ítrekað fram í fyrir Matthíasi þrátt fyrir áminningar fundarstjóra.

    Ávörp gesta
    a) Gunnar Guðmundsson frá BÍ ávarpar fundinn í fjarveru Haraldar Benediktssonar sem er fjarverandi vegna veikinda. Gunnar ræddi um þá umræðu sem verið hefur gagnvart bændum og varnarlínum þeim sem BÍ hefur sett sér fyrir viðræður við ESB. BÍ hefur vaktað og varið hagsmuni landbúnaðarins. Í samningaviðræðum við ESB hafa bændasamtökin sett fram varnarlínur landbúnaðarins. Hann fór yfir varnarlínu 6 sem snertir æðarræktina. Þar er rætt um vernd og nýtingu viltra dýra og eyðingu rándýra og meindýrum. Stjórnvöld þurfa að hafa heimild til að vinna á þeim dýrum sem valda tjóni. Aðild að ESB má ekki hafa áhrif á eðlilega og hefðbundna nýtingu náttúruauðlinda, s.s. dún- og eggjatekju. Það hefur ekki verið sérstaklega metið hver áhrif aðildar að ESB væru á æðarræktina. Hvetur alla til að kynna sér varnarlínurnar sem komu fram í síðasta bændablaði. Eins fór Gunnar yfir störf BÍ sem snerta ÆÍ og það sem er á döfinni hjá BÍ. Heildarstefnumörkun fyrir landbúnaðinn er í bígerð.

 

  1. Fræðsluerindi
    Sigurður Steingrímsson frá Impru Akureyri flutti erindi sem hann kallaði
    – Verðmyndun vara, sérstaða og gæði –
    Sagði aðeins frá nýsköpunarmiðstöð Íslands, hver verkefni hennar eru.
    Aðalmálið er að vinna að nýsköpun og atvinnuþróun út á landsbyggðinni.
    Fór yfir grunnhugtök í markaðsfræðum. Hvað er verð? Það er það sem viðskiptavinurinn er tilbúin að borga fyrir vöruna. Gæði eru skilgreiningaratriði og verðið tengist gæðunum. Það þarf að meta hvað fólk er tilbúið til að borga fyrir vöruna óháð hvað það kostar að framleiða vöruna. Hvað getum við talið markaðinum trú um að hann þurfi. Hann sér ýmsa þætti við æðardúninn sem skapa verðmæti; s.s. sérstöðu æðardúns, hreinleika, svæðistengingu, sögu, rekjanleika og ímynd.Gera þarf lista yfir allann kostnað, bæði fastan og breytilegan og staðsetja vöruna miðað við aðrar vörur.

    1. fyrir hvaða markað?
    2. búa til sérstöðu og ímynd
    3. taka saman allan kostnað
    4. skipta kostnaði í fastan og breytilegan
    5. finna út kostnað á einingu
    6. kanna verð á hliðstæðum vörum
    7. verðleggið vöruna miðað við þetta allt.Impra er tilbúin að aðstoða annað hvort bændur eða félagið við markaðssetningu og verðlagningu dúnsins.
  2. Kosningar, samþykktir og tillögura) breytingar á samþykktum ÆÍ – Guðrún
    Stjórn ÆÍ leggur fram breytingu á lögum félagsins að því er varðar fjölgun stjórnarmanna í ÆÍ úr þremur í fimm. Breyting þessi var kynnt með aðalfundarboði skv. 8. gr. laga ÆÍ. Rök fyrir breytingartillögunni eru þau að samkvæmt fyrir­huguðum verka­skiptasamningi milli Bændasamtaka Íslands annars vegar og ÆÍ hins vegar mun stjórn þurfa að sinna störfum sem ráðgjafi hefur gert hingað til. Þá stuðlar fjölgun stjórnarmanna að því að fulltrúar frá öllum landshlutum eigi sæti í stjórn. Gert er ráð fyrir að stjórnina skipi auk formanns, varaformaður, ritari, gjaldkeri og vefstjóri.Ákvæði 6. gr. hljóðar svo:
    Stjórn félagsins skipa þrír menn, formaður og tveir meðstjórnendur. Skuli þeir kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn. Ganga þeir úr stjórn þannig, að formaður gengur úr eftir 1 ár, annar meðstjórnandi eftir tvö ár með hlutkesti, hinn þriðji eftir þrjú ár og helst röðin þannig áfram.
    Enginn atkvæðisbær félagsmaður getur skorast undan endurkosningu, nema sérstök vandamál hamli eða hann hafi verið í stjórn í þrjú ár. Kjósa skal tvo varamenn og tvo skoðunarmenn reikninga til tveggja ár í senn, þannig að annar gangi úr eftir árið, með hlutkesti í fyrsta sinn og síðan sitt árið hvor. Velja má sérstakan framkvæmdastjóra , ef þurfa þykir, ella hafi stjórnin á hendi allar framkvæmdir milli aðalfunda.Tillaga stjórnar að breyttri 6. gr. hljóðar svo:
    Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum, formanni og fjórum meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu eiga aðild að félaginu. Stjórnin skal kosin á aðalfundi til þriggja ára í senn. Stjórnarmenn ganga úr stjórninni þannig: Formaður eftir þrjú ár, tveir meðstjórnendur eftir eitt ár og tveir meðstjórnendur eftir tvö ár og heldur röðin þannig áfram. Stjórnin skiptir með sér verkum.
    Enginn atkvæðisbær maður getur skorast undan kosningu, nema sérstök forföll hamli eða hann hafi verið í stjórn í 3 ár. Kjósa skal tvo varamenn til þriggja ára. Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga til tveggja ára í senn.

    Bráðabirgðaákvæði:Ákvæði þetta er sett til bráðabirgða og gildir um kosningu á aðalfundum 2011, 2012 og 2013 þegar stjórnarmönnum er fjölgað úr þremur í fimm. Á aðalfundi 2011 er kosið um tvo nýja meðstjórnendur. Hlutkesti ræður hvor hinna nýju meðstjórnenda situr eitt ár eða tvö ár. Á aðalfundi 2012 er kosið um tvo meðstjórnendur, þ.e. annan frá eldra kerfi og hinn sem fyrst hlaut kosningu á aðalfundi 2011. Á aðalfundi 2013 er einnig kosið um tvo meðstjórnendur, þ.e. annan úr eldra kerfi og hinn sem fyrst hlaut kosningu á aðalfundi 2011. Síðan heldur sama röð áfram. Eftir aðalfund 2013 fellur þetta bráðabirgðaákvæði því úr gildi.

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt einróma.

    b) Kosningar

    Formannskosning. Guðrún Gauksdóttir er tilnefnd sem formaður ÆÍ. Jón Sveinsson gefur kost á sér. Kosið var milli þeirra tveggja og var Guðrún kjörin með 56 atk. Jón Sveinsson fékk 7 atk. og auðir seðlar voru 2.
    Kosnir tveir meðstjórnendur í aðalstjórn. Erla Friðriksdóttir og Salvar Baldursson voru ein tilnefnd og því sjálfkjörin í stjórn.
    Kosnir voru tveir varamenn í stjórn. Tilnefnd Solveig Bessa Magnúsdóttir Innri-Hjarðardal og Halla Steinsólfsdóttir Ytri-Fagradal. Ekki voru aðrir tilnefndir eða gáfu kost á sér, þær því sjálfkjörnar.
    Kosinn einn skoðunarmaður reikninga. Pétur Guðmundsson sjálfkjörin skoðunarmaður.
    Kosinn varamaður búnaðarþingsfulltrúa. Tilnefndur er Óðinn Sigþórsson og er hann sjálfkjörinn.
    Reikningar félagsins og ársreikningur bornir undir atkvæði. Báðir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

    c) Fréttir og tillögur frá félagsdeildum

    (10) Svanur Steinarsson frá Æðarræktarfélagi Vesturlands. Skárra veður en í öðrum landshlutum og fengu bændur þokkalegan dún. Minna af eggjum og ungum, mikið af vargi flæðir um. Stærsti skaðinn er þó vegna grásleppuveiðanna í Faxaflóanum, veiðin byrjar núna 10. mars. Mikið hefur komið af kollu í netin, dæmi um fleiri hundruð í lagnir hjá einum bát. Óskar þess eindregið að fundurinn álykti um veiðarnar.
    (11) Ásgeir Gunnar Jónsson frá Æðarræktarfélagi Snæfellinga. Tekur undir öll orð fyrri ræðumanns. Sæmileg nýting dúns, þó varpið hafi farið hægt af stað. Minkasíur Reynis hafa nýst mjög vel, hvetur menn til að koma sér upp svoleiðis græjum. Æðarsetur komið í Stykkishólmi, Erla Friðriksdóttir og Friðrik Jónsson stóðu fyrir því. Þar er fræðsla og seldir ýmsir munir tengdir æðarfuglinum.
    (12) Karl Kristjánsson Kambi frá Æðarvé. Bauð alla velkomna að Reykhólum, ánægjulegt að sjá hversu margir eru mættir. Varpið var seinna á ferð og dúntekja víðast hvar minni. Vorhret og kuldatíðin hafði neikvæð áhrif, gekk í bleytubyl og kulda. Dúninn samt góður. Mikið hér af ref, þrátt fyrir að veiðunum sé vel sinnt. Sérstaklega gelddýr sem fara mikið um og valda miklum skaða.   Hlunnindasýning hefur verið opnuð hér á Reykhólum og þar á að auka vægi æðarfuglsins. Deildin vill vinna áfram að eflingu þess.
    Salvar Baldursson Vigur frá Dúnlandi. Félagið var endurvakið á vordögum, starfið hefur verið í dvala um árabil. Varpið stóð mjög lengi, leit illa út með veður en virðist hafa sloppið. Dúnninn eitthvað minni og eitthvað verri en hefði getað farið mun verr. Baráttan við refinn er sleitulaus, mikil vinna við að vakta vörpin. Fjöldi dýra orðin ótæpilegur. Hafa sent sveitarstjórn og þingmönnum bréf þess eðlis að efla vargeyðingu. Þarf að fá sveitarstjórnirnar til að samræma aðgerðir, sumir standa sig vel en aðrar afleitlega.
    Pétur Guðmundsson frá Ströndum. Þar er stjórn félagsins skipuð en ekki kosinn. Skítaveðurfar, kalt, blautt og frost á nóttunni. Mikið færri kollur í vörpum, sumstaðar rétt 1/3 af venjulegu ári. Mink hefur tekist að halda niðri. Það er vel hægt að útrýma minknum fyrst það var hægt á Tjörnesi. Brýnir menn í baráttunni, það þarf ekkert óskaplega marga menn til að hreinsa landið.
    Guðni Ólafsson segir frá Húnavatnssýslu. Helgi formaður á Heggstöðum komst ekki til fundar. Eitt orð dugar yfir ástandið í sýslunni, þar var varpið algjör hörmung. Tvö sláturhús eru á svæðinu og þau standa illa að urðun sláturúrgangs og þá eru þetta uppeldisstöðvar flugvargs yfir veturinn. Holunum lokað á vorin og þá fer fuglinn beint í vörpin.
    Kveðja frá A-hún og Skagafirði. Formaður kemst ekki.
    Kristinn Ásmunsson Höfða II, frá Eyjafirði og Skjálfanda. Vorið fór vel af stað, en svo brast á. Eyjafjörðurinn slapp þokkalega bara kuldi en ekki mikill snjór, en vont á Skálfandanum, bæði snjór, krapi og svo vargur. Mun minni minkur en refur hefur verið mikið í vörpum.
    N-þing, N-múl. Og S-múl. Enginn mættur
    A-Skaft. Olgeir Jóhannesson á Höfn í Hornafirði, varpið er lélegt og verður fundað í haust.

    d) Tillögur frá stjórn ÆÍ
    Tillögurnar voru samþykktar svona:

    1. Ályktun um árgjald
      Stjórn Æí leggur til við aðalfund að árgjald 2011 verði hækkað í kr. 3.000.
      Tillagan samþykkt samhljóða
    2. Ályktun um styrki til deilda
      Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn á Reykhólum 27. ágúst 2011 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrk. Einnig er stjórninni heimilt að veita styrk til einstakra æðarbænda á þeim svæðum þar sem ekki er starfandi æðarræktardeild. Stjórn ÆÍ er falið að ganga frá samningum við formenn deildanna um framkvæmd tillögunnar. Styrkir verða greiddir gegn afriti af reikningum.
      Tillagan samþykkt samhljóða.
    3. Ályktun um refaveiðar
      Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn á Reykhólum 27. ágúst 2011 beinir því til stjórnar ÆÍ að þrýsta á stjórnvöld og sveitarfélög að leggja meiri fjármuni til refaveiða í því skyni að draga úr tjóni af völdum refs. Ennfremur að fyrirkomulag refaveiða verði endurskoðað og fjárveitingar til veiðanna tryggðar til frambúðar. Einnig að öll lífdýr í loðdýrabúum verði örmerkt.Umræður um tillöguna:
      Pétur Guðmundsson: Vill láta örmerkja lífdýrin (ref) og það verði settur skattur á þau kvikindi sem sleppa út.
      Matthías Lýðsson í Húsavík ræddi um velsæmismörk á stofnstærð refs. Sammála Pétri um að örmerkja ætti öll loðdýr sem menn búa með, það sé æ ríkari krafa að búfénaður sé örmerktur og þetta er bara í þeim anda. Finnst að þeir sem gera rannsóknir séu oft ekki í nógu góðum tengslum við náttúruna. Það vill oft gleymast að það er ráðist á lifibrauð æðarbænda. Við höfum þær skyldur sem þjóð að varðveita fuglastofna sem hér eru. Mófuglar eru nærri horfnir á stórum svæðum. Spyr hvort það sé raunverulega vilji stjórnvalda að leyfa tófunni að éta alla þessa fugla? Við höfum skrifað undir alþjóðlega sáttmála um verndun fuglastofna og berum siðferðilegar skyldur í þessum efnum. Vill að stjórn hafi ráðstefnu þar sem menn móta saman almennilega stefnu í vargeyðingarmálum landsins. Heilbrigðiseftirlitið, MAST og villidýranefnd, m.a. ættu fulltrúa á þessari ráðstefnu. Er ekki orðið tímabært að menn fari að tala sama tungumálið?
      Pétur kemur með breytingartillögu við tillögu stjórnar og var tillagan samþykkt einróma eins og hún stendur hér að ofan.
    4. Ályktun um minkaveiðar
      Aðalfundur Æðaræktarfélags Íslands haldinn á Reykhólum 27. ágúst 2011 ítrekar áskorun sína til umhverfisráðherra að halda áfram því verkefni að útrýma mink á Íslandi.Greinargerð: Árangur tilraunaverkefnis í minkaveiðum á Snæfellsnesi og í Eyjafirði gefur fullt tilefni til að álíta útrýmingu villilminks vel mögulega. Eins er mikilvægt að tryggja að búrminkur sleppi ekki úr búrum sínum. Það eru miklir hagsmunir æðarbænda og íslenskrar náttúru að þetta innflutta aðskotadýr hverfi af landinu.
      Tillagan samþykkt samhljóða.
    5. Ályktun um grásleppuveiðar
      Aðalfundur Æðaræktarfélags Íslands haldinn á Reykhólum 27. ágúst 2011 skorar á landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að heimila ekki, innan tiltekinnar línu, grásleppuveiðar á Faxaflóa fyrr en eftir 15. maí ár hvert.Greinargerð: Um er að ræða línu sem dregin er úr Tómasarflögu í Hvalfjarðar­strandar­hreppi, utan við Þormóðssker, utan og vestur fyrir Hvalseyjar og í Skarfasker, Vestan við Akraós. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir æðarrækt á svæðinu.
      Horft er til þeirrar sáttar á milli grásleppuveiðimanna og æðarbænda og þess góða árangurs sem náðst hefur í Breiðafirði.Umræður:
      Matthías Lýðsson spyr hvort Jón Bjarnason ætlaði ekki að skylda alla til að koma með allann afla að landi?
      Kristinn Ásmundsson veltir því fyrir sér hvort línan er ekki of nærri fjörunni.
      Ekki komu fram breytingartillögur og var tillagan samþykk samhljóða.

e) Önnur mál
Guðbjörg Helga ræðir þau áhrif sem ESB aðild gæti haft á æðarræktina. Í fyrsta lagi þá eru ÖLL fuglahreiður friðuð og því má ekki koma nálægt hreiðrum fyrr en í fyrsta lagi eftir að fuglinn er farinn. Æðarfugl er ekki friðaður í ESB en mikið af varginum er friðaður, t.d. refurinn og hrafninn. Eins yrðu minkasíurnar ólöglegar. Guðbjörg hefur óskað eftir því að fá lögin þýdd, eins hefur hún komið viðhorfum ÆÍ á framfæri við landbúnaðarráðuneytið.
Ræddi líka um vargeyðingu og fjölgun vargs á landinu. Guðbjörg benti á sýnishornið sitt, þar eru ýmsir munir sem hún hefur verið að tína saman. Stjórn ÆÍ er með til sölu minkaveiðidisk og einnig nokkur eintök af stóru æðarræktarbókinni.

Fundarstjóri fór yfir nokkur praktísk atriði fyrir fundarmenn og Guðrún Gauksdóttir formaður ÆÍ, þakkaði fundarmönnum fyrir fundinn og heimamönnum gestrisnina. Guðrún sleit fundi kl.16.40.

Þá var lagt af stað í skoðunarferð um þörungarverksmiðjuna á Reykhólum, í heimsókn til Eiríks Snæbjörnssonar á Stað og í hlunnindasafnið á Reykhólum. Kvöldinu lauk svo með kvöldverði sem heimamenn stóðu fyrir.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.

41. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2010

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í Sunnusal, Hótel Sögu, laugardaginn 13. nóvember 2010, kl. 10 – 15

  1. Fundarsetning
    Formaður Jónas Helgason, Æðey, setti fundinn kl. 10. Fundarstjóri var kosinn sr. Guðni Þór Ólafsson og tók hann við fundarstjórn. Pétur Guðmundsson var kosinn aðstoðarfundarstjóri og Guðrún Gauksdóttir fundarritari. Fundurinn var hljóðritaður.
    Fundarstjóri kynnti dagskrá fundarins.
  1. Skýrsla stjórnar, Jónas Helgason, formaður.
    Inngangur: Stjórnin hélt 2 formlega fundi á starfsárinu, auk þess voru haldnir nokkrir samráðsfundir í síma um einstök mál. Þá voru tölvusamskipti nokkur. Á síðasta starfsári var stjórnin þannig skipuð auk mín. Í aðalstjórn eru Sr. Guðni Þór Ólafsson, Melstað og Guðrún Gauksdóttir, Kaldaðarnesi. Í varastjórn eru Ásta Flosadóttir, Höfða Grýtubakkahreppi og Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi, Borgarfirði. Skoðunarmenn reikninga eru Davíð Gíslason, Garðabæ og Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði. Búnaðarþingsfulltrúi ÆÍ er Jónas Helgason, Æðey og varamaður er Eiríkur Snæbjörnsson Stað, Reykjanesi. Ég vil þakka þeim öllum samstarfið og góð störf í þágu félagsins á árinu.
    Tíðarfar: Í heildina má segja að tíðarfar hafi verið gott um allt land, mjög þurrt og hægviðrasamt. Dúntekja ársins ætti því að vera yfir meðallagi.
    Sölumál: Eftirspurn eftir æðardún á þessu ári hefur aðeis verið að aukast og verð örlítið þokast upp á við. Fyrstu 9 mánuði ársins hafa verið flutt út 2228 kg samanborið við 1056 kg á sama tíma á síðastliðnu ári. Árið 2009 voru flutt út alls 1602 kg. Fjallað verður nánar um sölu- og markaðsmál undir sérstökum lið síðar á fundinum. Fjárstyrkur til deilda: Alls var 7 deildum og 3 jörðum veittur styrkur að upphæð 1.095.000 samtals.
    Búnaðarþing: Ég sat Búnaðarþing dagana 28. febrúar til og með 3. mars 2010 sem fulltrúi ÆÍ og starfaði í umhverfis- og jarðræktarnefnd en alls sitja 48 kjörnir fulltrúar þingið. Eitt mál var afgreitt á þinginu sem snertir æðarbændur beint en það var áskorun til ráðamanna að tryggja fjármagn til áframhaldandi refa- og minkaveiða.
    Matsmál: Að undanförnu hafa átt sér stað umræður um reglugerð varðandi mat á æðardún við ráðuneytið og vonast er til að þær leiði til breytinga sem lúta að mati á fullunninni vöru.
    Að lokum: Um leið og ég þakka ykkur góða fundarsókn langar mig að færa Guðbjörgu H. Jóhannesdóttur sérstakar þakkir samstarfið á liðnu starfsári. Einnig vil ég þakka henni fyrir störf þau sem hún hefur unnið fyrir ÆÍ.
  1. Reikningar
    Jónas Helgason, formaður kynnti reikninga félagsins, en þeir fylgdu fundargögnum. Rekstrarreikningur ÆÍ árið 2010, þ.e. frá 4.11.2009 – 5.11.2010. Niðurstöðutölur á rekstrareikningi voru kr. 2.169.568.00, en rekstrarafgangur á árinu var kr. 390.367.00. Niðurstöðutölur á efnahagsreikningi voru kr. 6.284.543.00. Reikningar voru samþykktir af Pétri Guðmundsson en Davíð Gíslason var erlendis.
    Engar umræður voru um skýrslu formanns og reikninga. Reikningar voru bornir undir atkvæði og þeir samþykktir.

 

  1. Ávörp gesta
    Boðið var ráðherrum eða fulltrúum þeirra frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti sem og fulltrúa frá Bændasamtökunum. Fundinn ávarpaði Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Aðrir mættu ekki.  Gunnfríður fór orðum um mikilvægi æðarræktar á Íslandi og samspil manns og náttúru þar sem sjónarmið langtíma hagvaxtar væru lögð til grundvallar. Gunnfríður flutti kveðjur frá ráðherra og ráðuneytisfólki.
  1. Skýrsla hlunnindaráðgjafa, Guðbjargar Helgu Jóhannesdóttur
    Guðbjörg gerði ítarlega grein fyrir norrænu samstarfi um samanburð á æðarfugli, æðarrækt og þróun atvinnutækifæra.1 Hún lagði sérstaka áherslu á að íslenskir bændur þyrftu að taka sig á í markaðsmálum m.a. í ljósi þess að samkeppni sé að vænta frá útlöndum. Áhersla á að þróa og kynna fullunna vöru. Árið 2009 hófst norrænt samstarfsverkefni um æðarrækt sem Bændasamtökin eru þátttakandi í. Íslendingar eru með um 90% markaðshlutdeild á æðardúnsölu í heiminum og hér á landi eru um 400 jarðir með misstórum æðarvörpum.
    Tilgangur verkefnisins er að  kortleggja og gera samanburð á æðarfuglinum, æðarrækt,  sögu atvinnugreinarinnar, hefðum, vinnslu á æðardúni og síðast en ekki síst að leita eftir atvinnutækifærum tengdum æðarfugli, nýjum mörkuðum fyrir æðardún og fullvinnslu vara með æðardúni.  Verkefnið er styrkt m.a. af NORA og er stefnt á að því ljúki 2012. Þátttökulönd eru Ísland, Noregur, Grænland og Færeyjar.
    Að því er varðar sögu æðarræktar þá er Ísland eina landið þar sem æðarrækt hefur haldið sér í gegnum aldirnar sem mikilvæg atvinnugrein en árleg dúntekja hér er um 3.000 kg. Grænland státaði af 5.000 kg dúntekju en þar sem fuglinn er veiddur þar fór dúntekja minnkandi og lagðist loks af árið 1989. Vakning er nú á Grænlandi fyrir æðarfuglinum þar sem verulega sér orðið á stofninum. Veiði hefur verið takmörkuð við þrjá mánuði á ári. Í Noregi var æðarrækt við að leggjast af samhliða fólksflótta úr dreifbýli. Árið 2004 fékk eyjaklasinn Vega UNESCO viðurkenningu, m.a. vegna æðarræktarinnar og gamalla hefða. Þetta kveikti áhugann, Vega er komin á heimskortið og  gífurlegur áhugi er meðal Norðmanna að byggja upp atvinnu tengda æðarfuglinum. Norðmenn flagga æðarfuglinum eins og lundanum er flaggað hér. Saga Færeyja er aftur á móti engin hvað varðar æðarrækt. Heimildir frá 1760 sýna að dúnn þótti erfiður í viðskiptum vegna vanþekkingar á hreinsun og þeir gáfust upp. Merki eru um lítil æðarvarpshús  í Færeyjum. Æðarfuglinn er friðaður á Íslandi, Færeyjum og Noregi.
    Að því er varðar rándýr og hættur þá er nokkur mismunur á tegundum rándýra á landi sem æðarfuglinum stendur ógn af, en flugvargar eru þeir sömu.  Hérlendis eru það refir og minkar sem geta hreinsað heilu vörpin á skömmum tíma. Þeir eru einnig skæðir í Noregi en þar er einnig otra að finna sem eru alfriðaðir.  Otrarnir búa á veturna í kofum sem hugsaðir eru sem varpstæði æðarfuglanna með tilheyrandi tjóni. Færeyingar eru lausir við refi og minka, hafa þó héra, rottur og mýs án mikils skaða. Við Færeyjar verða mjög margir æðarfuglar háhyrningum að bráð. Ísbirnir og refir eru svo aðallandvargarnir á Grænlandi. Því miður fer einnig mikið af æðarfugli í net fiskiskipa og drepast vegna olíusmits og olíuleka frá skipum.
    Að því er snýr að líffræðilegum þáttum þá er á Íslandi, Noregi og Færeyjum sami æðarfuglsstofninn „Somateria mollissima“. Blikarnir eru sambærilegir, en munur er á æðarkollunum. Norski stofninn er með lengri og mjórri gogg en sá íslenski og færeysku kollurnar eru minni og dekkri á litinn. Fjöldi eggja í hreiðrum í Noregi og  Íslandi er svipaður eða 4-6 egg, en í Færeyjum eru eggin öðruvísi í laginu, minni og 2-3 egg í hreiðri.
    Á Grænlandi er annar stofn af æðarfugli, svokallaður „King eider“ og verpir hann 6-8 eggjum, sem líklegast má rekja til þróunar vegna veiða mannsins.
    Einstakt samband ríkir milli æðarfuglsins og mannsins og heldur hann sig í nálægð við hann hér og í Noregi. Í Noregi eru reist lítil varphús sem fuglinn fer í en hér á Íslandi er misjafnt verklag. Sumir hafa lítil hús, dekk eða hvers konar skjólhýsi í boði fyrir fuglinn. Ástæðan er jú sú að maðurinn ver æðarfuglinn og er verndin launuð ríkulega með æðardúni sem losnar af bringu fuglsins á varptímanum og vermir eggjunum. Tilraunir eru í gangi með uppbyggingu æðarvarps í Færeyjum og óvitað hvað fuglinn kýs þar. Fuglinn verpir langt  frá mannabyggðum á Grænlandi. Tilraunir standa yfir á NV-hluta Grænlands á fjórum stöðum og á Nólsoy og Koltur í Færeyjum þar sem reynt er að byggja upp æðarvarp í litlum húsum að norskum sið.
    Að því er varðar vinnslu dúns þá var dúnninn á Íslandi hreinsaður á dúngrindum líkt og þeir nota í Noregi nema þar kallast grindin harpa. Um miðja 20. öldina höfðu Íslendingar náð tökum á fjaðratínslu og dúnhreinsun með vélbúnaði og hefur sú aðferð leyst handavinnuna af hólmi. Dúnninn er svo fínhreinsaður í lokin í höndunum. Dúnninn í hinum þátttökulöndunum er allur handhreinsaður, en Norðmenn standa þar fremstir í að vernda fornt handbragð.
    Að því er varðar atvinnutækifæri þá eru ýmis falin tækifæri sem tengjast æðarfuglinum og æðardúninum sem er mjög verðmætur og sjaldgæfur í heiminum. Hægt er að margfalda virðisaukann með fullnýtingu vara og með því að byggja upp sterkan og öflugan heimamarkað. Guðbjörg lagði áherslu á að keyra upp vakningu varðandi æðarfuglinn og varpaði fram hugmynd um æðarfuglinn sem þjóðarfugl.Fyrirspurnir og umræður
    Góður rómur var gerður að skýrslu Guðbjargar og urðu umræður í kjölfarið. m.a. nefndi Pétur Guðmundsson að hann hefði farið með tvær sængur í húsgagnaverslun en þeir ekki talið að sængurnar myndu seljast. Hefðu verið lagðar yfir einhverja slá.Hann sagði að Íslendingar vilji ekki borga neitt fyrir íslenska vöru. Guðbjörg lagði áherslu á erlenda ferðamenn og að fræða þurfi Íslendinga um æðardún. Vanti litlar bækur á erlendum tungumálum um æðarfuglinn og æðardún. Þarf að vera áhugi og elja ef þetta á að takast. Guðmundur Jóhannesson, Illugastöðum þakkaði fyrir fyrirlesturinn sem hann kvað hafa kveikt í sér. Það vanti stuðning til að halda áfram. Hvernig geti hann sýnt ferðamönnum æðarvarpið án þess að fórna varpinu. Hann studdi hugmynd Guðbjargar um æðarfugl sem þjóðarfugl. Guðbjörg kvað nokkrar leiðir til, t.d. takmarka með verði. Pétur sagði m.a. að varlega þyrfti að fara í að skoða vörp og tók dæmi um Dyrhólaey. Óðinn Sigþórsson þakkaði Guðbjörgu fyrir hugvekjuna og sagði að þetta væru orð í tíma töluð. Það væri tímabært að huga að nærumhverfinu. Við erum hráefnisframleiðendur og hráefnisland. Við þurfum að koma í veg fyrir svindl með vöruna erlendis. Einhverri fullvinnslu þarf að koma á. Virkja þarf kraftinn í Guðbjörgu. Guðbjörg benti á norska heimasíðu www.lanan.no Fundarstjóri sagði að samkeppni og samvinna færu saman – mikilvægt að vinna saman til að auka áhuga almennings og virðingu landsmanna fyrir æðarrækt og afurðum hennar.
  1. Fréttir og tillögur frá félagsdeildum
    1. Æðarræktarfélag Vesturlands
      Svanur Steinarsson: Svanur þakkaði Guðbjörgu fyrir frábært innlegg – okkur hefur vantað þetta. Frá félagssvæðinu sagði hann að æðarræktin hafi gengið þokkalega. Nokkur lenda illa í varginum. Sorpurðun í Fíflholtum væri uppeldisstð fyrir hrafninn og refinn – er ekki farið alveg að reglunum. Verið að bíða eftir að málum sé komið í lag.  Refurinn tímgast í kringum þetta svæði og færir sig þegar varpið byrjar. Einnig verið að glíma við grásleppuveiðina – lengi verið að reyna að fá friðunarlínu frá Melabökkum út fyrir skerin á Mýrum og út fyrir Hvalseyjar og inn í Akraós. Síðustu ár hefur það gengið þokkalega en í ár var hætt að virða þessa línu þegar verðið fór upp. Vilja frá fastsetta friðunarlínu inn í skerjagarðinum helst frá 20 maí eins í Breiðafirðinum.
    2. Æðarræktarfélag Snæfellinga
      Ásgeir Gunnar Jónsson: Ásgeir sagði að fundur hefði verið haldinn í deildinni með Jónasi formanni og Guðbjörgu Helgu hlunnindaráðgjafa. Varp í góðu meðallagi. Tíðarfar hafi verið gott. Vöxtur allskonar vargs hafi fylgt góðu tíðarfari og tófu fjölgað. Líður að lokum útrýmingarátaks á Snæfellssnesi og samhliða hefur deildin staðið fyrir gildruveiðum og einnig á vegum einkaaðila. Styrkur frá ÆÍ nýttur í kaup á gildrum. Minkaveiði hefur farið minnkandi ár frá ári. Telja að stofninn sé að minnka, a.m.k á hluta af svæðinu. Að lokum þakkaði Ásgeir Guðbjörgu fyrir erindið og kvað það hafa ýtt við félagsmönnum.
    3. Æðarræktarfélag Vestur-Húnavatnssýslu
      Helgi Pálsson: Helgi þakkaði Guðbjörgu hennar framlag. Markaðssetningu verið lítill gaumur gefinn hingað til – gott framtak að gefa þessu aukið vægi. Tíðarfar þurrkatíð – stíf hafátt og mikið sólarfar. Mikill ungadauði hjá kríunni. Ekki ætisskortur. Æðarfuglinn kemur fyrr í varp miðað við fyrir nokkrum árum síðan, eggjafjöldi minni (3-4 í stað 4-6 hér áður). Engum varg um að kenna. Með betri nýtingu á sláturúrgangi ættu vargfuglar ekki að vera til jafn mikilla vandræða og áður – minni sláturförgun. Þegar sláturförgun er lokað á vorin leggst fuglinn á annað. Minkur helst þekktur af ljósmyndum nú orðið. Veiddir minkar 10 -20 á þessu almanaksári (árið 2000 300 minkar). Óskapleg fjölgun á ref og út í hött að hætta refaveiðum. Dýrbitið sauðfé í sláturhúsum með almesta móti. Ekki verið haldinn deildarfundur.

Hádegisverðarhlé. Guðbjörg sýndi var kynningarmynd frá Noregi.

  1. Staða og horfur í sölu- og markaðsmálum æðardúns. Elías Gíslason.
    Elías gerði grein fyrir útflutningi á æðardúni. Heildarútflutningur alls árið 2009 var 1.602. kg, árið 2008 – 2012 kg., árið 2007 – 1384 kg., árið 2006 – 1.820 kg., árið 2005 – 3.225 kg., árið 2004 – 2.160 kg., árið 2003 – 2.219 kg. og árið 2002 – 2.966. kg. Þá greindi Elías frá sölusögu helstu kaupenda, þ.e. Japan a.v. og  Þýskaland/Austurríki h.v.
    Image
    Þá gerði Elías ítarlega grein fyrir útflutningi æðardúns til einstakra landa undanfarin ár, þróun verðlags, samanburði á verði til Japans og Þýskalands og birgðastöðu dúns. Að lokum gerði Elías grein fyrir niðurstöðum sínum. Í fyrsta lagi væru söluhorfur betri, í öðru lagi að verð væru að hækka og í þriðja lagi að fara skuli varlega – miklar birgðir séu til í landinu.
  1. Tækifæri, vöruþróun markaðssetning
    Gunnstein Björnsson frá Sjávarleðri ehf flutti fyrirlestur um tækifæri, vöruþróun og markaðssetningu. Gunnsteinn gerði grein fyrir bakgrunni fyrirtækisins Sjávar-leðurs en fyrirtækið væri afrakstur þróunarvinnu Loðskinns á árunum 1989-1994. Skortur var á hráefni til sútunar vegna samdráttar í sauðfjárrækt og innflutingur á hráefni illmögulegur vegna sjúkdómavarna en nánast endalaust hráefni sé til í fiskroði. Vara verður til á árinu 1994. Leita þurfi svara við ýmsum spurningum, m.a. hver sé markhópurinn, hvernig eigi að nálgast hann, hver sé samkeppnin, hvert sé markaðsverð hjá samkeppnisaðilum, hver sé nálgun ólíkra markaða og hvert sé markaðsverðið. Markhópurinn eru framleiðendur og hönnuðir á vörum í dýrari helmingi markaðarins (Dior, Karl Lagerfeld, Louis Vuitton og fl.) og einnig handverksfólk. Ýmsar leiðir séu til að nálgast markaðinn, sérstaklega auglýsingar, bæklingar, heimsóknir til hugsanlegra viðskiptavina og vörusýningar á leðri. Samkeppnin er Exotic Leður. Verð á samkeppnisvörum er fyrir slöngur og snákar sem er50-80% yfir okkar verði. Krókodílar sem eru  2-400% yfir okkar verði. Strútur  á svipuðu verði og okkar dýrustu vörur. Nálgun ólíkra markaða er mismunandi. Að því er varðar Norðurlönd þá eru tungmálaörðugleikar litlir, svipaður menningarheimurog svipuð lífsgæði. Auðvelt er að nálgast þann markað án utanaðkomandi aðstoðar. Aðra markaði getur verið erfitt að nálgast án aðstoðar heimamanns, t.d. Ítalía. Ástæðan er tungumálaörðugleikar, ólíkur menningarheimur og annar hugsunarháttur.Nauðsynleg tæki eru heimasíða, fréttabréf á tölvupósti, bæklingur og vörur úr efninu.  Áhersluatriði í markaðsetningu eru sagan á bakvið leðrið, aukaafurð úr fiskvinnslu, sérstaða vörunnar í áferð og útliti, vannýtt afurð og þjónusta. Gunnsteinn gerði grein fyrir því að þeim hafi reynst best að mæta á sýningar, ekkert jafnast á við að hitta viðskiptavininn í eigin persónu. Fjölmiðlaumfjöllun, erfitt að fá hana en albesta og ódýrasta auglýsingin. Hafa samband við hugsanlega kaupendur. Heimasíðan. Auglýsingar hefðu takmarkaða virkni á fyrirtækjamarkaði. Að lokum lagði Gunnsteinn áherslu á að markaðsetning væri langhlaup og þurfi þolinmótt fjármagn. Þá þurfi fullt af þolinmæði þeirra sem  vinna verkið. Árangur getur orðið ríkulegur.

    Rósa Gunnarsdóttir; Bifhjólafatnaður fyrir konur úr íslensku leðri og æðardúni
    Rósa Gunnarsdóttir gerði grein fyrir bakgrunni sínum en hún er doktor í frumkvöðlafræðum. Hún ákvað að setja á stofn fyrirtæki sjálf, hefur trú á því sem hún er að gera og þeim efnum sem hún nýtir. Ef íslenskt sjávarleður nær svo langt getur æðardúnn það. Hefur unnið með æðardún frá barnæsku. Hvernig er hægt að auka virðið. Maður verður hræddur þegar fyrstu skrefin eru stigin. Það er til mjög góður stuðningur við nýsköpun, svo sem sjóðir. Leita til Guðbjargar eftir aðstoð. Fyrst og fremst þarf kjarkinn. Rósa gerði síðan grein fyrir hönnun sinni sem er mótorhjólajakki fyrir konur byggður á sniði frá upphlutstreyju og íslenskt hráefni – dúnn og húðir.

  1. Kosningar
    Úr aðalstjórn Guðni Þór Ólafsson, sem gefur kost á sér áfram. Engin mótframboð. Úr varastjórn Óðinn Sigþórsson sem gefur ekki kost á sér áfram. Fundarstjóri lagði til Erlu Friðriksdóttur. Engin önnur framboð. Skoðunarmaður, Davíð Gíslason, sem gefur kost á sér áfram. Engin mótframboð.Frh. liður 6. Fréttir og tillögur frá deildum

    1. Æðarvé
      Sigurður Þórólfsson: Sigurðuru kvað tíðarfar hafa verið gott. Dúntekja óbreytt  en minnkað verulega hjá honum sjálfum. Vaxandi magn af ref og mink þó veiðunum hafi verið ágætlega sinnt. Refurinn virðist flæða af friðlandinu. Vonar að hugmyndir um nýsköpun í sölu á dún skili okkur árangri og leiði til aukins markaðar sérstaklega innanlands en einnig erlendis. Þakkaði að lokum fyrirlesurum.
    2. Æðarverndarfélag Strandasýslu
      Pétur Guðmundsson: Pétur kvað varp svipað. Enn að gildruvæða Árneshrepp með gildrunum hans Reynis og árangur hefur verið mikill. Gæta að þær verði ekki bannaðar við endurskoðun á lögunum. Umhverfisráherra ætlar ekki að styrkja refaveiðar – verður alfarið í höndum sveitarstjórna.
    3. Norðvesturland Skagafjörður
      Sigurður Guðjónsson (í stað Gunnars Þórðarsonar): Varp yfirleitt gengið nokkuð þokkalega í Skagafirði. Tíð með fádæmum góð. Væri hægt að fara með sömu rulluna og í fyrra en tófan er enn að færast í aukana en ber minna á mink. Moltuverksmiðja fór á hausin – allur sláturúrgangur því urðaður með tilheyrandi fuglageri. Stendur til að flytja það yfir í Húnavatnssýslu. Gunnar og Sigurfinnur Jónsson eru drýgstu skytturnar hjá þeim og skutu fleiri hundruð fugla. Eftir sameiningu skilningur minnkað á vargeyðingu og stefnir í óefni. Vakti athygli á tófu í friðuði votlendi og ekkert gerðist. Þakkaði að lokum Guðbjörgu erindið.
    4. Æðarræktarfélagi Eyjafjarðar og Skjálfanda.
      Ásta Flosadóttur og Atli Gíslason: “Vorið 2010 var fremur hagstætt æðarvörpum á svæðinu hvað veðurfar snertir.  Þó þurrakuldi og stundum næturfrost væru í maí þá urðu engin mikil hret.  Varpið var svipað og í fyrra, en hefur ekki enn náð þeim hreiðrafjölda sem var fyrir hretin miklu 2005 og 2006 og á nokkuð í land enn.
      Eins og oft áður fór fuglinn seint að verpa miðað við það sem hann gerði fyrir nokkrum áratugum og merkja eldri menn mikla breytingu þar á.  Einnig tekur varpið mun lengri tíma, kollur voru enn að leggja þegar byrjað var að týna dúninn.
      Fuglinn var sæmilega á sig kominn, en engar hrúgur af eggjum voru í hreiðrunum eins og verður þegar fuglinn er búinn að vera í góðu æti.  Algengt var að fjögur og fimm egg væru í hreiðri.  Útkoman á útunguninni var nokkuð góð.
      Þegar dúnninn var tíndur voru veður þurr og náðist dúnninn mjög góður heim á bæi og verkaðist vel.  Hann var því bæði mikill og góður.  Tæplega er hægt að ætlast til betra veðurfars og var fljótlegt að þurrka dúninn heima þegar hann kom svona góður úr hreiðrunum.
      Dúnn er yfirleitt ekki tekinn við hér fyrr er kollan er búin að leiða út.  Kemur það til af slæmum vorhretum sem oft hafa valdið usla í vörpunum en þá er betra að fuglinn hafi allan sinn dún til þess að útungunin takist.
      Vargurinn veldur fólki áhyggjum eins og oft áður, tófu hefur heldur fjölgað í Fjörðum, en ekki hefur hún enn gerst mjög aðgangshörð við vörpin í Eyjafirði.  Tófan hefur aftur á móti valdið nokkrum usla í vörpum við Skjálfanda.  Það er stóralvarlegt mál að ríkið hætti að taka þátt í kostnaði við refaveiðar.  Æðarræktin hefur verið að skaffa þjóðinni miklar gjaldeyristekjur, en ef fer sem horfir, mun refurinn taka völdin sumsstaðar sem mun verða til þess að dúntekja verður fyrir miklum skakkaföllum.  Því er það mikilvægt að aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands álykti um þetta og gefi ekkert eftir.
      Mink hefur fækkað og er það að þakka mjög góðum veiðimönnum í héraðinu sem stunda störf sín vel og þykir fólki það mikill munur sem búið hefur við þann vágest um langt árabil. Þetta á við um svæðin við Laxá í Aðaldal og Skjálfandafljót, og fagna félagsmenn þessum mikla árangri.
      Í Eyjafirði hefur minkaveiðiátakið skilað miklum árangri og er minkur útdauður í Grýtubakkahreppi, en veiðist stöku sinnum á hreppamörkum.  Þykir það nokkuð ljóst að fullkomin útrýming minksins er vel möguleg.  Í ljósi þess ömurlega kreppuvæls sem hvín í öllu þessi misserin er nauðsynlegt að við rekum vel á eftir í þessu máli.  Hér gildir að láta kné fylgja kviði.
      Hrafnar svifu yfir vörpunum eins og undanfarin vor en þeir voru fældir burt þar sem því var við komið.  Ljóst að við þá erfiðleika búa margir, en hrafnar hafa verið stórtækir í eggjatínslu síðustu árin.
      Flugvargurinn er erfiður við að eiga.  Mikið af unga fer í gogginn á máfunum og hefur sílamáfur verið nokkuð aðgangsharður við ósana, bæði Fnjóskár og á Skjálfanda.  Þar er einnig svartbakur með og skúmar hafa verið að hreiðra um sig á sandinum á Skjálfanda. Auðvitað er reynt að hefta flugvarginn allann en alltaf spretta upp ný kvikindi. Það er þó bót að hætt er að losa úrgang undir beru lofti sunnan Húsavíkur og hefur það breytt miklu til hins betra.  Eins hafa styrkir til skotakaupa nýst vel.
      Félagar í Æðarræktarfélagi Eyjafjarðar og Skjálfanda vilja gjarnan halda góðu sambandi við Æðarræktarfélag Íslands en finnst að fundargerð aðalfundar þyrfti að koma fyrr en eftir eitt ár til þeirra sem ekki sitja fundinn.  Þá skal taka það fram að ekki hafa verið stíf fundahöld í félaginu okkar og mætti vel ráða bót á því.
      Það mætti endilega skrifa meira um æðarrækt í Bændablaðið og halda þannig góðum tengslum við alla þá sem þessa búgrein stunda. Ráðgjöf og heimsóknir hlunnindaráðgjafa eru ekki miklar og mættu vera meiri og markvissari.
      Okkur finnst ástæða til þess að þakka ÆÍ kærlega fyrir samstarfið og fengna styrki.  Kveðjur sendum við góðar til aðalfundarins í von um gott ár í æðarræktinni 2011.“
  1. Önnur mál
    a) Tillögur frá stjórn:

    1. Stjórn Æí leggur til við aðalfund að árgjald 2011 verði óbreytt kr. 2000.
    2. Aðalfundur ÆðarræktarfélagsÍslands haldinn í Reykjavík 13. nóvember 2010 leggur til að félagið veiti æðarræktardeildum fjárstyrk með líkum hætti og undanfarin ár. Einnig er stjórninni heimilt að veita styrk til einstakra æðarbænda á þeim svæðum þar sem ekki er starfandi æðarræktardeild. Stjórn ÆÍer falið að ganga frá samningum við formenn deildanna um framkvæmd tillögunnar.
    3. Aðalfundur ÆÍ haldinn í Reykjavík 13. nóvember 2010 harmar það virðingarleysi sem umhverfisráðherra hefur sýnt aðilum sem tengjast landbúnaði á Íslandi.
      Skipun nefndar sem á að skoða framkvæmd laga um verndun og veiðar villtra dýra á Íslandi er vægast sagt mjög sérstök, en þar er enginn fulltrúi er tengist landbúnaði á Íslandi.
      Haustið 2009 var frumvarp til fjárlaga 2010 lagt fram en þar var ekki gert ráð fyrir neinu fjármagni til veiða á ref. Þessu var sem betur fer breytt með aðstoð framsýnna manna. Frumvarp til fjárlaga 2010 hefur nú litið dagsins ljós og er þar sömu sögu að segja og árið áður, ekkert fjármagn er ætlað til veiða á ref. Í febrúar 2010 átti ÆÍ fund með umhverfisráðherra, þar var meðal annars rætt um nauðsyn þess að veita áfram fé til að halda ref í skefjum og var þá lofað að haft yrði samráð í þessum efnum. Þá vill aðalfundurinn benda á að stjórnvöld eru skuldbundin samkvæmt alþjóðasamþykktum að viðhalda fjölbreytileika fuglastofna, það verður aldrei gert með því að hætta alfarið veiðum á ref. Fundurinn skorar á umhverfisráðherra að endurskoða fyrri afstöðu til þessa.Tillögur stjórnar voru samþykktar einum rómi

b) Tillögur úr sal:
Ásta Flosadóttir lagði fram svohljóðandi ályktun:
Aðalfundur ÆÍ skorar á umhverfisráðherra að halda áfram því verkefni að útrýma mink á Íslandi.
Skýring: Árangur tilraunaverkefnis í minkaveiðum á Snæfellsnesi og í Eyjafirði gefur fullt tilefni til að álíta útrýmingu villilminks vel mögulega. Eins er mikilvægt að tryggja að búrminkur sleppi ekki úr búrum sínum. Það eru miklir hagsmunir æðarbænda og íslenskrar náttúru að þetta innflutta aðskotadýr hverfi af landinu.

Guðmundur Jóhannesson og Helgi A. Pálsson lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Æðarræktarfélag Íslands beiti sér fyrir því að æðarfuglinn verði gerður að þjóðarfugli Íslands.
Tillagan var samþykkt

Pétur Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu:
Aðalfundur ÆÍ haldinn 13.11.´10 hvetur til þess að vaskur vegna kosnaðar við veiðar á ref og mink verði endurgreiddur til sveitarfélaganna.
Tillagan var samþykkt

c) Reynir Bergsveinsson flutti erindi um minkaveiðar.
Reynir ávarpaði fundargesti og þakkaði stjórn Æðarræktarfélags Íslands og félagsdeildinni Æðarvé fyrir styrki sem borist hafa á liðnum árum til hans vegna þróunar og endurbóta og alhliða tilrauna með minkasíur.  Nú síðastliðinn vetur fékk hann styrk frá stjórn ÆÍ, 200 þúsund krónur. Reynir telur slíka styrki ómetanlega hvatningu til áframhaldandi sóknar. Einnig þakkaði hann gott samstarf við Æðarræktarfélag Snæfellinga. Reynir gerði grein fyrir því að hann hefur liðin átta ár unnið að framförum við minkaveiðar jafnframt stundað tilraunir og rannsóknir þar að lútandi. Fjölmargir aðilar hafi lagt honum lið og fjárhagsstuðning er nemur á þessum tíma um 6-8 miljónum króna, þar á meðal er Umhverfisráðuneytið sem hefur verið hlynnt því sem hann er að gera á þessu sviði. Eftirfarandi kom m.a. fram í erindi Reynis:

Minkaveiðar á Íslandi.
„Minkar voru fluttir til Íslands fyrir 80 árum með leyfi þáverandi stjórnvalda, þeir sluppu fljótlega út í náttúruna. Næstu 20 árin var lítið viðnám gegn minkum. 1975 hafði minkur sest að til frambúðar hringinn í kring um landið. Á árunum um og eftir 1950  starfaði minkabani Carlsen að nafni. Hann varð landsþekktur, hann var þá helsti sérfræðingur á sviði minkaveiða og beitti aðallega hundum sem var nýung á Íslandi. Skipulagðar minkaveiðar hófust í raun ekki fyrr en árið 1957, þá var Sveinn Einarsson frá Miðdal ráðinn í nýtt embætti veiðistjóra og starfaði á vettvangi Búnaðarfélags Íslands og Landbúnaðarráðuneytisins. Þetta nýja embætti veiðistjóra skilaði ágætum árangri. Minkaveiðin á árunum 1957 til 1970 var í nánd við 3000 minka á ári.
Um 1960 var  minkurinn búinn að festa rætur á meginn hluta alls þess svæðis sem var honum byggilegt. 1970 á hann ekkert ónumið nema Öræfasveit og Suðursveit. Árið 1974 var hringnum lokað og minkurinn kominn í Öræfin. Einu svæðin  sem fram til þessa hafa nokkurnveginn verið frí við minka eru nokkrar eyjar,   þar með talið allmargar af eyjum Flateyjarhrepps á Breiðafirði.
Minkaveiðin árið 1971 er talin vera 3000 minkar og er næstu ár á stöðugri uppleið með óreglulegum sveiflum. Árin 2002-2003 er minkaveiðin talin vera 7250-7320 minkar. Samkvæmt því tvöfaldaðist minkastofninn á þessu 30 ára tímabili.  Refaveiðin fer á sama tíma úr 1500 í 5270. Samkvæmt því má ætla að refastofninn hafi á þeim tíma þrefaldast. Hér er gert ráð fyrir því að veiðin hafi fylgni í stofnstærð. Veiðitölur sem hér eru tilgreindar eru úr töflum veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar og eru frumskráðar við uppgjör sveitarfélaga við veiðimenn. 
Þegar minkurinn hóf landnám sitt á Íslandi kom hann að lækjum sem voru meira eða minna fullir af silungum og lontum og sjógöngufiskum. Að liðnum fyrstu 10 árum minksins í sambúð við silungana var yfirleitt lítið líf og jafnverl ekkert í lækjum og lindum. Margar frásagnir manna víða um landið staðfesta það að silungsbröndur hurfu víða algjörlega úr lækjum eftir komu minksins. Árleg minkaveiði hefur yfirleitt ekki komið í veg fyrir að minkar væru við hverja einustu á árið um kring og væru að valda stórtjóni. Það gera þeir einkum um haust og vetur. Þeir valda miklum skaða í öllum smærri vatnakerfum en minni skaða í stærri ám og jökulfljótum. Minkaleit með hundum er gerð í varplöndum á  hverju vori með allgóðum árangri.  Nauðsynlegt er að viðhalda vel því kerfi.
Það er erfitt að skilja  hvers vegna minkastofninn vex og jafnvel tvöfaldast svo löngu eftir landnám hans, löngu eftir að fæðuskilyrði hans hafa takmarkast af völdum hanns sjálfs og álag á fæðukerfi hans eykst verulega af völdum refa. Álitið er að  minkastofninn sem lifandi er í aprílmánuði ár hvert þrefaldist við gotið sem gerist í maí. Það hefur sannast í rannsóknum  að margvísleg afföll verða á hverju ári. Sennilega má halda því fram að minkaveiðar liðinna ára taki að jafnaði um 30% og sjálfdauðir og afrán séu einnig um 30% og að 30-40% gjóti og nái rúmlega sömu stofnstærð og árið á undan. Vetrarafkoma minka er mjög takmarkandi fyrir minkastofninn. Það er augljóst að fjara og sjór eru mikilvægir þættir í vetrarviðhaldi minka. Við sjóinn geta minkar að jafnaði náð æti öðruhvoru allann veturinn. Í fjöruna sækja einnig refir æti sitt. Tófan stundar það jafnvel að liggja lengi við slóð minkanna á lækjarbökkum og í fjöru til þess að ná ætinu frá minkunum. Oft dvelja minkar í húsum og undir húsum að vetrarlagi. Fréttst hefur af mink í sokkaskúffu í húsi út í sveit. Húsminkar lifa gjarnan á músum yfir veturinn og fuglum er vorar.  Mjög algengt er að minkar gjóti í húsum á eyðibýlum og víðar. Bein samkeppni er milli minka og refa, til dæmis um músastofninn. Þannig eru talsverðir árekstrar og samkeppni milli þessara tegunda. Það er því erfitt að finna forsendur þess að minkum hafi fjölgað svo mjög í náttúrunni eins og ætla má af veiðitölum. Svo skeður það skyndilega árið 2003, samkvæmt tölulegum töflum UMST, að það verður viðsnúningur í minkaveiðinni og árið 2009 hefur veiðin fallið um 2500 minka á ári. Ef minkastofninn hefur fallið um þriðjung þá er það enn óútskýrt hvernig það gerðist.  Ef til vill eru veiðitölur nú annars eðlis  en áður var og að nú sé ekki unnt að nota þær til þess að túlka stofnstærð minkastofnsins.“
Móta þarf nýja stefnu.
Veiðistjóraembættið var stofnað 1957 og var í húsi hjá  Búnaðarfélagi Íslands. Landbúnaðarráðuneytið réð málaflokknum sennilega til ársins 1991 þá flytst Veiðistjóraembættið til Umhverfisráðuneytis og vistast þá skamman tíma hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Hlemmi. Árið 1996 er embættið komið til Akureyrar og tekur þá nokkrum stakkaskiptum og vex og dafnar allvel. Árið 2002  er búin til svo kölluð Umhverfisstofnun, þaðan í frá er embætti veiðistjóra lagt niður og nú er þett a fyrrum eins manns embætti orðið svið með mörgum starfsmönnum. Sveinn Einarsson var eini maðurinn sem starfaði á þessu sviði með gagnlega kunnáttu og reynslu í veiðunum. Þorvaldur Björnsson reyndi að halda í horfinu. Páll Hersteinsson stóð síðastur vörð um kjör veiðimanna. Hann stóð einnig fyrir því að kynna veiðimönnum margt er varðaði lífshætti veiðidýra en slík þekking er grundvallar atriði ef vinna skal til árangurs að veiðum. Það bendir margt til þess að embættisfærsla veiðistjóra hafi breyst hin síðari ár og að þjónustu hlutverk veiðistjórnunarsviðs hafi týnst í skarkala þenslunnar.
Hvort tölur um minka og refaveiðina séu ábyggilegar eða rangar er aðallega á ábyrgð Umhverfisstofnunar. Hitt er augljóst, að þegar Umhverfisstofnun lætur eins og að það sé henni með öllu óviðkomandi þegar sveitarfélög  kvótasetja veiðina í helming af fyrra árs veiði eða hætta að láta leita tófugrenja eða minks, þá er stofnunin ekki lengur að þjóna samfélaginu eins og til er ætlast. Stofnunin á að hafa umsjón með aðgerðum sveitarfélaga og ríkis sem gerðar eru til þess að draga úr tjóni af völdum minka og refa.
Aftur á móti heldur þessi sama stofnun úti villandi upplýsingum til almennings og tilkynnir árlega að veiðar á minkum séu bannaðar i flestum friðlöndum landsins sem er þó alrangt. Minkur nýtur ekki friðunar á Íslandi og þar eru engar undantekningar nema þar sem um rannsóknir væri að ræða.   Stofnunin hefur einnig alið á þeim misskilningi að endurgreiðslur ríkisins séu allt að helmingi kostnaðar við veiðar.  Hitt er réttara að endurgreiðslur ríkisins eru að hámarki helmingur kostnaðar við veiðar, lágmarkið er hvergi nefnt og fer eftir fjárlögum hverju sinni.  Raunverulega er það þannig að kostnaðar þátttaka ríkisins við veiðarnar síðustu ár er nokkurnvegin jöfn því sem ríkið fær í tekjur af veiðunum í formi vsk. Árin sem árangur náðist í refaveiðum, 1957-1970, var þátttaka ríkissjóðs 67%,  sýslufélags 16,5%  og sveitarfélags 16,5%.  Þá fékk ríkissjóður ekki beinar tekjur af veiðunum eins og nú í formi vsk.
Rannsóknir á refa og minkastofninum eru sífellt gagnrýndar af hálfu íslenskra veiðimanna. Það er leitt til þess að vita að fáfræði á þessu sviði hefur gert vettvanginn að stórum sportveiðitúr þar sem niðurgreidd sportveiði verður eftirsótt og er úthlutað eftir duttlungum sveitarfélaga. Gagnlegar rannsóknir eru nauðsynlegar, sú vitneskja sem fengist hefur gerir okkur nú fært að skipuleggja minkaveiðar um allt land og spá fyrirfram um árangurinn.
Það verður ekki undan því vikist að velja eða hafna. Ætlum við að halda áfram veiðum á refum eða hætta þeim og veiða  minka eða hætta því? Ætlum við að nýta nýjustu tækni til minkaveiða eða ekki? Ætlar ríkissjóður næstu ár að kosta viðamikla umsjón Umhverfisstofnunar án þess að vera virkur þáttakandi í veiðunum? Við erum nú þar sem eldarnir brenna. Við viljum ekki að ríkissjóður kasti því fé á glæ sem fer í umsjón með verkefni sem ekki er unnt að vinna vegna fjárskorts. Við verðum að taka afstöðu til þess hvort forræði Umhverfisstofnunar yfir refa og minkaveiðum á Íslandi sé gott eða etv. alveg ónauðsynlegt. Sé forræði stofnunarinnar aðallega gagnslaust og  ónauðsynlegt, þá kynni að vera rétt að spara þá fjármuni og fá fé sem þannig sparast úr ríkissjóði til beinna aðgerða. Minkurinn er hér á ábyrgð stjórnvalda.  Stjórnvöld hafa nú allengi, ekki borið sinn bagga þar að lútandi eins og eðlilegt væri. Það er lagt á fólk í fámennum sveitarfélögum að halda í horfinu með fuglalíf landsins og þar greiðir þá hver og einn einasti íbúi miklar fjárhæðir. Dæmi er um 10 þús kr,12 þús, 13 þús, 15 þús, 16 þús, 21 þús og metið er 29 þús kr á íbúa i Skagabyggð árið 2008 en á stærri stöðum og borgarsvæðum er fólkið ekki þáttakendur í skylduverkefni þjóðarinnar að  fækka minkum eins og unnt sé    Reynslan úr eins manns kerfi, “sem hafði víðtæka þekkingu á lifnaðarháttum refa og minka svo og veiðum og veiðiaðferðum”, var allgóð. Hvers vegna ekki að endurtaka það.“Báknið burt”.“

Útrýming minka á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð. Árin 2006-2008
Umhverfisstofnun hefur sýnt það í verki að hún er vanhæf til þess að skipuleggja og stjórna refa- og minkaveiðum á Íslandi. Eitt skýrasta dæmið er undirbúningur útrýmingarverkefnis Umhverfisráðuneytis þar sem Eyjafjörður er ákvarðaður 3900 ferkm en Snæfellsnes er ákvarðað 1300 ferkm. Við Eyjafjörð voru lagðar 540 gildrur og á Snæfellsnes voru lagðar 193 gildrur. Samkvæmt uppgefnum km eru nokkurnveginn 7 ferkm á hverja gildru á báðum svæðum. Hinsvegar var ekkert sem benti til þess að minnka þyrfti að veiða á hæðarbilinu 200m-900m. Ef tekið er tillit til þess þá er Snæfellsnesið sennilega með stærra búsvæði heldur en  Eyjafjarðarundirlendið. Því hefði verið hæfilegra að leggja svæðin að jöfnu í stað þess að yfirhlaða annað svæði og víkjast undan því að fullvinna hitt svæðið.
Undirbúningur aðgerðanna hófst í mars 2006,  Þá skipar umhverfisráðherra,   Ingimar Sigurðsson formann nefndar er hafi það hlutverk að hafa umsjón með útrýmingu minka á völdum svæðum.  Í des sama ár er samið við Umhverfisstofnun um tilhögun aðgerðanna og greiðslur samkvæmt kostnaðar áætlun uppá 118 milj.kr.  Verkefnið var að útrýma minkum af völdum svæðum. Þannig átti að meta möguleika á landsátaki til eyðingar minks. Eitt af markmiðum aðgerðarinnar átti að vera það að meta hvaða aðferðir hentuðu best til minkaveiða við mismunandi staðhætti.
Um þessar mundir var talsvert rætt um þá nýjung sem kölluð er minkasía. Umhverfisráðuneytið hafði orðað kaup á allt að 100 minkasíum til verkefnisins. Umhverfisstofnun var sennilega á annari skoðun. Engin minkasía var keypt til þess að nota vegna aðgerðanna,  ekki einusinni þó minkasíur væru lagðar á Snæfellsnes vegna verkefnisins og félagið vaskur á bakka hafi á eigin spýtur landað úr þein um 200 -220 minkum. Umhverfisstofnun misskildi sennilega hlutverk sitt. Stofnunin var ekki í forystu hlutverki í þessu verkefni. Umhverfisstofnun tók að sér ákveðið hlutverk samkvæmt þjónustusamningi við Umhverfisráðuneytið og undir eftirliti þess. Umhverfisstofnun var ætlað að þjóna hagsmunaaðilum, þar með talið framleiðanda nýs veiðibúnaðar og hún átti að þjóna fólkinu í landinu. Umhverfisráðuneytinu og Alþingi, sem veitt hafði stofnuninni tækifæri með sérstakri fjárveitingu sem gerð var samkvæmt áætlun um tiltekin aðgerðasvið í verkefninu, þar með talið gildrukaup. 118 miljónir króna voru ætlaðar til aðgerða Umhverfisstofnunar á þremur árum. Umhverfisstofnun ákvað einhliða að greiða nokkrum minkaveiðimönnum, sem voru virkir á Snæfellsnesi þegar verkefnið hófst, 3000 kr fyrir hvern mink sem þeir veiddu.  Það var aðeins lítill hluti þess kostnaðar sem þeir höfðu lagt í vegna veiðanna.  Hvernig stóð svo á því að þegar farið er að veiða Snæfellsnesið þá á alls ekki að taka það allt?  “Nei ekki svæðið við Haffjarðará” “Ja kannski vesturbakkann”  “ Nei ekki austurbakkann.”
Verkefnið snerist fljótlega um það, aðallega, að auka ekki veiðiálagið árin 2008 og 2009 sem var þó algjörlega nauðsynlegt. Nú skyldi búa til nýjann mælikvarða, minkar á hundtíma, minkar á mann km. osvfrv.  Heildarafli verkefnisins á báðum  svæðum er eitthvað óljós en virðist hafa verið 600-700 fullorðnir minkar. Ef þeir kostuðu 118 miljónir króna,  þá var hver og einn nokkuð dýrkeytur,   sennilega 150-200 þús. kr. Þannig var miklu fé varið í lítinn árangur.
Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því þessi ár hvernig sveitarstjórnir á Snæfellsnesi brosa  sínu breiðasta. “Já ljómandi gengur þetta vel hjá ykkur” Sannleikurinn er sá að í sveitarstjórnum, ráðuneytum og Umhverfisstofnun er enginn sem þekkir viðfangsefnið, enginn sem skilur framgang þess og enginn sem skilur árangurinn. Það er ekkert sem bendir til þess að framfarir verði á sviði minkaveiða hjá Umhverfisstofnun, þar er ef til vill  of margt fólk, Þrátt fyrir það virðist svo að þar sé skortur á fólki sem hefur haldgóða þekkingu á lifnaðarháttum refa og minka svo og veiðum og veiðiaðferðum. Stofnunin sem slík nærist á því fjármagni sem gæti verið til ráðstöfunar í veiðarnar. Undirtónn veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar er að ekki sé unnt að hafa áhrif á stofnstærð  tegundar með veiðum.“

Rannsóknir og veiðar.
„Minkarannsóknir hafa verið stundaðar í mörg ár, en þeim er engan veginn lokið. Náttúrustofa Vesturlands hefur síðari ár verið virkust á því sviði og byrt margar afar mikilvægar niðurstöður um ýmsa rannsókna þætti. Rannsóknir er unnt að gera á margvíslegan máta. Tjón af völdum minka er auðveldast að rannsaka  með því að fjarlægja minkana og skrá breytingarnar sem þá koma fram hjá ýmsum öðrum tegundum. Þegar minkaveiðar hefjast á svæði þar sem lítið hefur verið veitt. Þá bregður svo við að afli fyrsta árs er helmingi fleiri steggir heldur en læður. Náttúrulegt jafnvægi margra svæða þar sem árlega er stunduð minkaveiði, liggur í því að steggir eru víða 70-80% af stofninum.  Þegar skipulögð veiði hefst með auknum afköstum, til dæmis með minkasíum, þá er kynhlutfallið oft 70-80 % karlkyn.  Menn þurfa að spyrja sig að því hvort þettað sé náttúrulögmál sem um leið hindrar fjölgun. Ef steggirnir eru fjarlægðir þá verður svigrúm fyrir fleiri læður og fleiri got, þá getur hámarksafrakstur stofnsins ( árleg framleiðsla ) orðið meiri en var áður. Það er sannarlega tilefni til þess að benda á þetta. Margir óvanir menn eru ánægðastir þegar mikið veiðist.  Það taka því ekki allir fagnandi ef dregur verulega úr veiði.
Nú ætla ég ekki að útskýra þettað frekar. En það kann að vera þannig að menn ættu annað hvort að veiða sem allra minnst, eða að skipuleggja nægjanlegt álag til þess að ná stofninum niður í viðráðanlegt lágmark, sem oftast eru 20-30% af normal stofnstærð svæðisins eða neðar. Ég  hef notið þess liðin átta ár að geta stundað rannsóknir og tilraunir sem miða að framförum í veiðum. Við rannsóknir er oft gott að byrja á spurningum. Svörin skila sér smám saman en til þess verða menn að skrá allt, jafnvel ómerkilegustu upplýsingar geta að nokkrum árum liðnum orðið verðmæt vísindi. Ég hef stundað mínar rannsóknir og veitt og skráð og skoðað 2-3 þúsund minka. Þar fara vel saman rannsóknir og veiðar. Rannsóknir hafa vakið margar spurningar, meðan svo er á að halda rannsóknum áfram þar til svör hafa fengist við því sem vita þarf. Rannsóknir Páls Hersteinssonar hafa í mörg á skilað mikilvægri þekkingu um margt er varðar refastofninn.
Þekking er nauðsynleg til þess skipuleggja og ná árangri við refaveiðar. Þær sportveiðar sem nú eru svo víða aðal veiðiskapurinn eru rétt að segja gagnslausar því nú eru dýrin vel flest látin vaxa upp í 7000 króna stærð áður en þau eru veidd.  Uppeldi og þroski þeirra hefur þá þegar valdið því tjóni sem venjulega fylgir refafjölskyldu. Skipulagið er sennilega mátulega mikið til þess að hámarka fjölgun refastofnsins í landinu. Mín skoðun er sú að nú eigi að einbeita sér að minkaveiðum um fimm ára bil og friða refi þann tíma nema í rend við varplönd. Annað tjón sem refir valdi eigi að bæta bændum. Með því fæst loks staðfesting á því hvert tjónið af völdum refa sé. Refurinn væri góður liðsauki gegn minknum.Við getum náð minkastofninum niður og eigum að gera það og skipuleggja svæðisbundna sóknar áfanga. Víða er heppilegast að mynda samlög ýmsra aðila um skipulag framkvæmdir og kostnað.
Hvert samlagssvæði þarf að styðjast við staðhætti í landslagi. Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi hefur margoft vitnað til þess að Bjórrottunni á Bretlandseyjum var útrýmt með veiðum.  Breska Landbúnaðarráðuneytið vann þann sigur. Það er hinsvegar alveg óhætt að fullyrða að minkum á Íslandi verður ekki útrýmt með veiðum. Hvorki fjármunir eða aðferðir munu ná því marki.  Afskektustu svæði og samfelld hraun og stórurðir er ganga í sjó verða ekki hreinsuð. Hinsvegar mun á ýmsum svæðum unnt að ná meiri árangri en verið hefur með því að vinna skipulega og beita tækni og þekkingu. Sveitarfélögin eru eins og kunnugt er framkvæmdaaðili refa og minkaveiða. Sameining sveitarfélaga hefur víða orðið til þess að áherslubreytingar verða innan héraðs. Málefni dreifbýlis verða útundan  vegna áherslu á verkefni í þorpum og bæjum. Auk þess eru nú sveitarfélög og ríki svo skuldug að varla sér til sólar.
Refaveiðar og minkaveiðar þarf að endurskipuleggja. Bændur verða að vera virkir þáttakendur í skipulagsbreytingum og samtök eins og ÆÍ, Landssamband veiðifélaga,  Samtök sauðfjárbænda ofl. verða að taka sína eigin afstöðu. Reynslan hefur sýnt að Umhverfisstofnun Veiðistjórnunarsvið ræður ekki við verkefnið. „

Fyrirspurn Gunnars Grettissonar varðandi friðland á Vestfjörðum var beint til stjórnar
Fundarstjóri, Guðni Þór Ólafsson þakkaði fundarmönnum.
Jónas Helgason, formaður sleit fundi.
Guðrún Gauksdóttir, fundarritari

39. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2008

Aðalfundur  Æðarræktarfélags Íslands 8. nóvember 2008

  1. Fundarsetning
    Formaður Jónas Helgason, Æðey, setti fundinn kl. 13.30 í Ársal Bænda-hallarinnar. Jónas bauð félagsmenn og gesti velkomna til 39. aðalfundar ÆÍ.
    Fundarstjóri var kosinn sr. Guðni Þór Ólafsson og tók hann við fundarstjórn. Pétur Gunnarsson var kosinn aðstoðarfundarstjóri og Guðrún Gauksdóttir fundarritari. Fundurinn var hljóðritaður. Fundarstjóri kynnti dagskrá fundarins.
  2. Skýrslur
    a) Skýrsla formanns Jónasar Helgasonar
    “Inngangur:
    Stjórnin hélt 2 formlega stjórnarfundi á árinu og auk þess voru haldnir nokkrir samráðsfundir í síma um einstök mál svo og í gegnum tölvur.
    Á síðasta starfsári sátu í stjórn auk mín Guðni Þór Ólafsson Melstað, Guðrún Gauksdóttir, Kaldaðarnesi og í varastjórn Eiríkur Snæbjörnsson, Stað Reykhólasveit og Ásta Flosadóttir Höfða Grýtubakkahreppi.
    Skoðunarmenn reikninga eru Davíð Gíslason, Garðabæ og Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði.
    Búnaðarþingsfulltrúi ÆÍ er Jónas Helgason, Æðey og varamaður er Eiríkur Snæbjörnsson Stað, Reykhólasveit.
    Ég vil þakka þeim öllum samstarfið og góð störf í þágu félagsins á árinu.Tíðarfar:
    Tíðarfar yfir varptímann var mjög gott  um nánast allt land, og er eftirtekjan í samræmi við það.

    Sölumál:
    Eftirspurn eftir æðardún var  rólegri framan af árinu  en  í September tók hún smá kipp uppá við. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hafa verið flutt út 1667 kg. samanborið við 897 kg. á sama tíma á síðastliðnu ári. Alls voru flutt út 1384 kg á árinu 2007
    Nánar verður fjallað um sölumál síðar á fundinum.

    Ályktanir síðasta aðalfundar:

    1. Styrkur ÆÍ til deilda
      Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands, haldinn í Reykjavík 10. nóvember 2007, leggur til að félagið veiti æðarræktardeildunum fjárstyrk  með líkum hætti og undanfarin ár. Einnig er stjórninni heimilt að veita styrk til einstakra æðarbænda á þeim svæðum þar sem ekki er starfandi æðarræktardeild.
      Stjórn ÆÍ er falið að ganga frá samningum við formenn deildanna um framkvæmd tillögunnar.
      Stjórn ÆÍ úthlutaði á stjórnarfundi, 2. maí 2007, styrk til sjö deilda og tveggja bænda á svæðum utan deilda, alls að upphæð kr. 980.000-
    2. Fækkun sílamávs
      Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands, haldinn í Reykjavík 10. nóvember 2007, fagnar því átaki sem í gangi er á höfuðborgarsvæðinu við að fækka sílamáv. Jafnframt skorar fundurinn á umhverfisráðuneytið að standa fyrir skipulögðum aðgerðum við að þróa og reyna notkun lyfja til fækkunar á vargfugli á sérvöldum svæðum.  Fundurinn leggur til að umhverfisráðherra skipi nefnd sem geri tillögur að vinnureglum við notkun lyfja til fækkunar á flugvargi.
      Greinargerð:
      Sílamávur hefur á síðari áratugum numið land í öllum landshlutum. Hann er styggur og erfiður viðureignar og því hefur reynst örðugt að halda honum í skefjum með hefðbundnum aðferðum. Því er mikilvægt að leita annarra leiða s.s. notkun lyfja. Hann reynist æðarræktinni hinn mesti skaðvaldur, auk þess sem hann tínir upp egg og unga annarra fugla í stórum stíl t.d. hjá mófugli og rjúpu. Hann heldur sig ekki einungis við strendur landsins heldur sækir langt inn í land og upp til heiða. Bændur hafa orðið vitni að því að hann þurrkar upp öll egg rjúpu og mófugls á stórum svæðum.
      Með skipulögðum vinnubrögðum og eftir fastmótuðum reglum er notkun lyfja við fækkun flugvargs árangursrík og örugg aðferð. Því er lagt til að skipuð verði nefnd sem gerir drög að vinnureglum við fækkun flugvarg með lyfjum.
    3. Fækkun tófu
      Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands, haldinn í Reykjavík 10. nóvember 2007 skorar á stjórnvöld að auka verulega stuðning við sveitarfélög til fækkunar á tófu. Jafnframt er því eindregið beint til yfirvalda umhverfismála að leyfðar verði skipulagðar veiðar á tófu í þeim friðlöndum þar sem hún er friðuð.
      Greinargerð:
      Ljóst er að tófu hefur fjölgað mjög á síðari árum og hún hefur numið land á áður óþekktum svæðum. Hún veldur árlega miklu tjóni í varplöndum æðarfugls sem og annarra fugla. Á svæðum þar sem tófan ræður ríkjum er fuglalíf ekki svipur hjá sjón. Auk þess er árvisst að sauðfjárbændur verða fyrir tjóni af hennar völdum. Þá á tófan örugglega sinn þátt í að rjúpu fækkar, en hún sækir mjög í rjúpuna að vetri til.
      Víða er ágangur tófu í æðarvörp orðinn svo þungur að jafnvel sólarhringsvöktun og aðrar varnaraðgerðir duga ekki lengur, auk þess sem bændur þurfa sífellt að leggja í meiri kostnað til þess að verjast henni.
      Þrátt fyrir skyldur sveitarfélaga við að halda tófu í skefjum þá eru mörg þeirra illa sett fjárhagslega og ráða lítt við að sinna lögboðnum skyldum sínum þess vegna.
      Með almenna hagsmuni lífríkisins í huga þá er það réttlætismál að ríkisvaldið komi enn meira að þessum málum með auknum stuðningi við sveitarfélögin.
      Þá má minna á að friðland eins og Hornstrandafriðlandið er uppeldissöð fyrir tófu og þaðan leitar hún út á nærliggjandi svæði með auknum þunga. Þá hefur tófan víða lagst á fugl í fuglabjörgum þannig að þar sem hún kemst að þá hefur hún eyðilagt stór svæði sem áður voru þakin bjargfugli.
      Árangursríkast leiðin til þess að verjast auknum ágangi tófunnar er því að auka verulega stuðning við sveitarfélögin til þess að sinna lögboðnum skyldum sínum.

      Fækkun sílamávs:
      Farið var í átak af hálfu sveitastjórna á höfuðborgarsvæðinu til fækkunar sílamávs. Þar var beitt auknum skotveiðum með verulegum árangri, svo og svefnlyfjum í afmörkuðum vörpum. Árangur af svefnlyfjum var ekki eins mikill og vonir stóðu til, væntanlega verður um framhald þessa átaks að ræða.

      Búnaðarþing:
      Ég sat Búnaðarþing dagana 2 – 7. mars 2008 og starfaði í umhverfis og jarðræktarnefnd, alls sátu þingið 49 kjörnir fulltrúar. Um eitt mál var fjallað á þinginu sem segja má að snerti æðarbændur, en það var mál nr. 41 um bótarétt til framkvæmda í almannaþágu.

      Að lokum:
      Um leið og ég þakka góða fundarsókn vil ég færa Árna Snæbjörnssyni hlunnindaráðunaut sérstakar þakkir fyrir hans mikla og fórnfúsa starf í þágu Æðarræktarfélagsins á liðnum árum.”

      b) Skýrsla ráðunautar Árna Snæbjörnssonar

      “Ágætu fundarmenn.
      Eins og undanfarin ár þá mun ég flytja aðalfundi ÆÍ skýrslu um þann þátt í starfi mínu á sl. ári sem snýr að æðarræktinni.  Skýrsla þessi verður styttri en vant er en myndskreytt.

      Veðurfar
      Veðráttan á liðnu ári hefur verið æðarfugli afar hagstæð. Vorið og sumarið var víðast hvar  þurrviðrasamt og án stórviðra. Viðast hvar var tíðarfar æðarvarpi eins hagstætt og hugsast getur, enda mun nýting æðardúns vera með því besta sem gerist.

      Varpárangur
      Í flestum landshlutum var æðarvarp mjög gott og er það mat flestra að hreiðurfjöldi hafi verið í góðu meðallagi.
      Í heildina má því segja að varp hafi gengið óvenju vel, þ.e. dúnnýting í hámarki og hreiðurfjöldi í meðallagi eða meiri. Auðvitað eru til einstaka staðir sem ekki falla inn í ofangreinda lýsingu, en þá er um að kenna áföllum vegna vargs eða óhappa.
      Því er líklegt að dúntekjan í ár sé með betra móti eða svipað og lengst af hefur verið (2.500 – 3.000 kg af fullhreinsuðum æðardúni).
      Þótt segja megi að æðarræktin sem slík hafi gengið vel, þá hefur sala æðardúns gengið hægar en verið hefur undanfarin ár. Slíkri stöðu höfum við kynnst áður og er vonandi að úr rætist sem fyrst. Um þetta munu aðrir fjalla síðar á fundinum.

      Ferðir
      Á liðnu vori hitti ég æðarbændur á nokkrum stöðum á Vesturlandi. Heimsóknir til æðarbænda voru óvenju fáar að þessu sinni af ástæðum sem síðar verður vikið að. Á þessum ferðum er leiðbeint og aðstæður skoðaðar, en auk þess sér maður aðstæður á hverjum stað.Það hefur verið nær árvisst að ég kem að málum þar sem árekstrar verða á milli verklegra framkvæmda og æðarræktar. Á liðnu ári var óvenjulítið um slíkt.
      Vargur hvers konar, sem herjar á æðarvarp, er æðarbændum ofarlega í huga. Auk annarra staðbundinna vandamála. Vegna minni grásleppuveiða og takmarkana á dögum til veiða, þá ber nú minna á árekstrum á milli grásleppuveiðimanna og æðarbænda. Þó kom ég að málum með Æðarræktardeild Vesturlands og ÆÍ þar sem þess var óskað að grásleppuveiði við innanverðan Faxaflóa hæfist ekki fyrr en eftir 1. maí. Við því var ekki orði að sinni, en sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið beindi þess í stað tilmælum til  veiðmanna á svæðinu að sækja ekki á grunnmið fyrr en fugl væri sestur upp. Mun það hafa gengið allvel eftir.
      Með aukinni útivist og umferð um land þá fjölgar þeim sem leggja leið sína á staði þar sem fuglalíf er fjölskrúðugt, þar á meðal æðarvarp. Það hefur verð árviss viðburður til margra ára að ég kem að málum þar sem fjallað er um sambýli æðarræktar og ferðaþjónustu. Þessi mál eru vandmeðfarin, en við afmarkaðar aðstæður og ef ferðafólk er af kunnáttu leitt um varpland æðarfugls, þá hefur víða tekist vel til. Slíkt kemur þó ekki til greina fyrr en líða fer á varp og þá undir strangri leiðsögn Þótt umferð ókunnugra  í nágrenni æðarvarps geti verið varasöm þá skiptir öllu hvernig að málum er staðið. Takist vel til fær æðarræktin jákvæða og góða kynningu með þessu móti.

      Vargur
      Að mati flestra sem til þekkja þá hefur tófu fjölgað mjög á liðnum árum, enda er milt tíðarfar tófunni hagstætt. Vandamál sem þessu fylgja hafa vaxið og kostað bændur aukna vinnu við vöktun og eftirlit. Tófu verður nú í vaxandi mæli vart á nýjum slóðum og hún er víða komin með greni niður á láglendi og í nágrenni æðarvarpa. Á hverju ári berast fréttir af dýrbít og að lömb skila sér ekki af fjalli.
      Svipaða sögu er að segja um villiminkinn, þar eiga æðarbændur í sífelldri varnarbaráttu.
      Fjölgun tófu og villiminks veldur æðarbændum og mörgum öðrum verulegum áhyggjum, enda hafa dýr þessi sótt með auknum þunga á æðarfugl jafnt sem aðra fugla. Bændur hafa lengi óskað eftir auknum veiðum og bættu veiðiskipulagi. Sveitarfélögin eru afar misjafnlega í stakk búin til þess að sinna lögboðnum skyldum og sum þeirra ráða illa eða ekki við vandann. Afar brýnt er að samhæfa og fylgja betur eftir samræmdum aðgerðum allra sveitarfélaga. Minkur og tófa geta stórskaðað og jafnvel gjöreytt fuglalífi á stórum svæðum eins og kunnugt er.
      Ekki leikur vafi á að sk. “minkasía” Reynis Bergsveinssonar er stórgóð nýjung í baráttunni við villiminkinn, en síurnar eru í notkun víða um land og reynast mjög vel.
      Árlega berast einhverjar fréttir af tjóni af völdum friðara fugla og hefur hið sk. eftirlitsflug með varpi arna valdið árekstrum og óánægju.  Minnt skal á að enn eru í fullu gildi fyrri reglur um lágflug yfir æðarvarp, ef bændur merkja varpsvæðið með hvítum þríhyrning með rauðu “P” í miðjunni.

      Átaksverkefni gegn villimink
      Svæðisbundið átaksverkefni gegn villimink var stundað á árinu samkvæmt áætlun. Það er  skoðun þeirra sem til þekkja að vel hafi tekist til í Eyjafirði, en ekki eins vel á Snæfellsnesi. Vonandi verður ráðin bót á því á þessu ári.

      Friðlýsing æðarvarps
      Friðlýsing æðarvarps er mörgum mjög mikilvæg. Friðlýsing samkvæmt núgildandi lögum tók fyrst gildi árið 1995. Minnt skal á að hver friðlýsing gildir aðeins í 10 ár og því þurfa margir að fara að huga að endurnýjun.

      Deildarfundir
      Ég hef mætti á aðalfund tveim deildum ÆÍ á liðnum vetri og að fenginni reynslu þá tel ég þær afar mikilvægar, sérstaklega til þess að fylgja hagsmunamálum æðarbænda heima í héraði eftir. Ég hvet þær til þess að starfa sem mest og best.

      Erlendir gestir
      Norskir æðarbændur og fulltrúar þeirra sýna íslenskri æðarrækt verulegan áhuga. Einn slíkur kom í heimsón á liðnu vori. Þeir hafa jafnframt óskað eftir samstarfi við Íslendinga um verkefni til eflingar æðarrækt. Nágrannaþjóðir okkar líta til Íslands sem sérstakrar fyrirmyndar á þessu sviði.
      Auk þess er alltaf talsvert af erlendum fyrirspurnum um æðarrækt hér á landi.

      Fjölbreyttar leiðbeiningar
      Auk æðarbænda þá leita fjölmargir aðrir eftir upplýsingum um æðarrækt.
      Ég hef kennt æðarrækt og önnur hlunnindi við Leiðsöguskólann, ásamt því að kynna æðarrækt og önnur hlunnindi á fræðslufundum og víðar  eftir því sem óskir berast.

      Æðarvarpið á Rifi
      Á Rifi á Snæfellsnesi er allnokkurt varp sem byggt hefur verið upp á sl. áratugum. Þar hafa verið stundaðar umfangsmiklar merkingar, ásamt því að fylgst er með framgangi varpsins. Sagan á bak við varpið er afar merkileg og í raun einstæð. Bæði vegna þess að það er algjörlega tilkomið vegna aðgerða mannsins og ekki síður vegna þess hversu umfangsmiklar merkingar hafa verið stundaðar þar til fjölda ára. Ég hef fylgst með þróun varpsins og á síðasta vori skrifaði ég grein í Bændablaðið um æðarvarpið á Rifi og þróun þess.

      Að lokum
      Ég hef átt þess kost að kynnast staðháttum um land allt, auk persónulegra kynna, en slíkt kemur sér ávallt vel í leiðbeiningastarfi. Sérstaklega  þegar fjalla þarf málefni fjærri vettvangi s.s. við heimsóknir á skrifstofu, fundum eða þegar menn nýta sér nútíma fjarskiptatækni sem gert er í vaxandi mæli. Ferðir til æðarbænda voru með allra minnsta móti sl. vor.

      Ég hef átt ánægjuleg samskipti við stjórnir ÆÍ undanfarin 23 ár og unnið með félaginu að hinum fjölbreytilegustu hagsmunamálum þess. Ég hef setið alla stjórnarfundi ÆÍ þessi ár og ritað þar fundargerðir. Ég leyfi mér að fullyrða að starf ÆÍ hefur allan þennan tíma verið farsælt og gott þar sem hagur greinarinnar og æðarbænda er ávallt í fyrirrúmi.

      Að lokum vil ég þakka stjórn ÆÍ fyrir mjög gott samstarf. Sérstaklega vil ég þó færa formanninum – Jónasi Helgasyni – þakkir fyrir ánægjuleg og góð samskipti.

      Stjórn ÆÍ og æðarbændum um land allt vil ég þakka góða samvinnu á liðnu starfsári.

      Eftirmáli

      Ágætu fundarmenn
      Sú breyting varð á mínum högum í byrjun ágúst að ég lét af störfum sem hlunninda- og jarðræktarráðunautur hjá BÍ eftir 23ja ára starf. Ég verð þó áfram starfsmaður Bændasamtakanna en með breytta starfslýsingu. Ég er framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga í dálítið hærra starfshlutfalli heldur en áður og eins tek ég við verkefnisstjórn hjá samtökunum “Beint frá býli.” Auk þess mun ég sinna tilfallandi vatnsveitumælingum.
      Ég mun því ljúka mínum störfum á þessum vettvangi í lok þessa fundar.
      Ég vil sérstaklega taka fram að mér hefur líkað afar vel allt samstarf við ykkur og ykkar félag og að ofangreindar breytingar eru alls ekki tengdar neinni óánægju með það samstarf. Heldur eru þessar breytingar bundnar við aðstæður á vinnustað sem ekki verða tíundaðar nánar.
      Á þessari stundu veit ég ekki hvernig fer með starf hlunnindaráðunautar, en BÍ mun væntanlega ráðstafa því með einhverjum hætti?

      Ágæta æðarræktarfólk.
      Bestu þakkir fyrir áralangt og farsælt samstarf.”

      Jónas Helgason, formaður sagði að á þessum tímamótum væru viss þáttaskil þar sem við sæjum að baki Árna Snæbjörnssyni hlunnindaráðunaut og mikilli hjálparhellu ÆÍ til síðustu 23 ára. Fyrir hönd stjórnar ÆÍ og allra félaga færði formaður Árna bestu þakkir fyrir samstarfið í tæpan aldarfjórðung og óskaði honum og fjölskyldu hans alls hins besta. Formaður afhenti Árna armbandsúr sem þakklætisvott.

  3. Reikningar félagsins
    Jónas Helgason, formaður kynnti reikninga félagsins, en þeir fylgdu fundargögnum. Rekstrarreikningur ÆÍ árið 2008, þ.e. frá 3. október 2007 til 1. október 2008 er 1.093.923 kr.  Niðurstöðutölur á efnahagsreikningi voru kr. 5.338.853. Endurskoðendur, Pétur Guðmundsson og Davíð Gíslason, höfðu samþykkt reikningana. Stjórnin leggur til óbreytt árgjald 2000.

    Umræður um skýrslur og reikninga.

    Óskað var eftir nánari upplýsingum um það hvaða kerfi væri notað við ákvörðun um greiðslu til deilda. Formaður gerði grein fyrir því að það væri í samræmi við tillögu frá aðalfundi árið 2006 og lýsti framkvæmdinni. Fyrri hluta árs var formönnum deilda sent bréf og þeim gefinn kostur á að sækja um styrk. Jafnframt var félagsmönnum á SV – landi, þar sem ekki er starfandi deild á því svæði, sent bréf og þeim gefinn kostur á að sækja um styrk. Jafnræðis var því gætt. Jónas gerði grein fyrir skiptingu á milli deilda, samtals 980.000 kr. Stjórnin muni leggja fram á tillögu síðar á fundinum varðandi ráðstöfun fjár til deilda á næsta ári. Gunnar Grettisson, Ásbúð í Austur-Húnavatnssýslu leitaði skýringa á því að samdráttur hefði verið um 17% í varpinu í Ásbúð. Árni Snæbjörnsson sagði að ekki væri alltaf hægt að skýra samdrátt, gæti t.d. verið vegna vargs eða ætisskorts. Heildardúntekja hefði verið góð. Laufey Oddsdóttir, Hrappsey óskaði eftir upplýsingum um deildir. Árni gerði grein fyrir að Hrappsey tilheyrði Æðarvé og að allar deildir væru skráðar hjá ÆÍ. Páll Ólafsson gerði grein fyrir vandamáli í Hvalfirðinum að því er varðar sanddælingu en engin aðstoð hefði borist. Þetta hefði áhrif á varplönd og æti fuglsins. Árni gerði grein fyrir því að hann vissi af þessu máli og hefði fylgst með því í fjölmiðlum en ekki hefði verið leitað liðsinnis ÆÍ eða Bændasamtakanna. Mál sem þyrfti að athuga. Það stóð til að fara í annarskonar framkvæmdir í Hvalfirði fyrir nokkru og þá hafði Borgarfjarðardeildin og Landssamband veiðifélaga samband og það var beitt sér í því máli. Framkvæmdir voru stöðvaðar. Efnistaka sé vandamál og reyndar sé búið að herða þessar reglur og fer í frekara mat í framtíðinni. Formaður gerði grein fyrir því að Reyni Bergsveinssyni hefði verið veittur styrkur beint frá ÆÍ og óbeint frá deildum.

    Fundarstjóri bar upp reikninga og voru þeir samþykktir samhljóða.

  4. Ávörp gesta
    Þórunn Sveinbjarnadóttir, umhverfisráðherra.

    Ráðherra gerði grein fyrir minkaveiðiátakinu en árangur hefði verið ágætur á svæðunum. Alls veiðst um 400 minkar. Á milli 2007-8 hefði veiðin dregist verulega saman. Í september í ár höfðu veiðst 100. Minki hefði fækkað á þessum svæðum. Rannsóknir sýni að fækkunin sé af náttúrulegum orsökum á Snæfellsnesi. Samkvæmt vísindamönnum þurfi að auka veiðiálag þegar minknum fer að fækka. Eitt ár væri eftir af átakinu og þá verði árangur metinn heildstætt og hvort þessi leið sé góð eða nýtist til að fækka eða útrýma minknum. Minkaveiðiátakið skipti miklu máli fyrir nýtingu æðardúns í framtíðinni. Æðardúnn væri mikilvæg afurð sem hægt er að nýta á sjálfbæran hátt. Umhverfisráðherra sagði að umhverfisráðuneytið líti hrafn – örn – ref öðrum augum en minkinn. Við sjálfbæra nýtingu æðarfugls þurfi að taka tillit til annarra tegunda einkum tegunda sem eru í hættu eins og arnarstofninn en útbreiðsla hans sé takmörkuð. Áríðandi að um samvinnu sé að ræða milli þeirra sem að vinna að friðun og framgangi arnarstofnsins og þeirra sem nýta auðlindirnar eins og æðardúninn. Ekki sé sjálfgefið að örninn lúti þar í lægra haldi. Á grundvelli átaksins verði metið hvernig framhaldið verði. Ráðherra sagðist ætla að athuga sérstaklega stjórnunarkostnaðinn. Ráðherra sagðist láta það liggja á milli hluta hvort hún hafi óbilandi trú á verkefninu. Ráðherra óskaði fundarmönnum heilla í áframhaldandi störfum og þakkaði fyrir boðið.
    Ráðherra svaraði spurningum og athugasemdum fundarmanna, m.a. varðandi val á svæðum fyrir minkaátakið, hvort eitthvað væri vitað um mun á árangri eftir því hvort veitt sé með síum eða hundum, lágflug yfir æðarvarpi og stjórnunarkostnað við verkefnið. Ráðherra mótmælti því að kalla örninn varg. Ráðherra sagði m.a. að það væri ekki síst bændum við Breiðafjörð að þakka að erninum hefði fjölgað. Friðun og verndun væri aldrei neitt annað en samvinna þeirra sem nýti og búi á landinu og okkar hinna sem eiga í raun þetta land saman. Vísindamenn segi að um náttúrulega fækkun sé að ræða á Snæfellsnesi og hún treysti því. Ráðherra sagðist ekki geta ekki svarað spurningu varðandi samanburð á veiðum með síum og hundum.  Hvort valið á svæðum hefði verið heppilegt sagðist ráðherra ekki geta dæmt um – viti það ekki – verkefnið hefði verið ákveðið af öðrum. Verkefnið hefði kostað mög mikla peninga á mælikvarða umhverfisráðuneytisins. Ráðherra sagðist ekki bera þetta verkefni sérstaklega fyrir brjósti þó það væri ekki nema vegna peninganna sem færu í það – væri hægt að nýta þá í eitthvað annað. Við hefðum sagst ætla að gera þetta – um það var samið – auðvitað ljúki maður því sem aðrir hófu. Mat lagt á það í lokin hvort þetta sé gagnlegt og hvort þetta hafi verið peninganna virði. Ráðherra sagðist ekki hafa sjálf fjárfest pólitískt í þessu átaki. Hún hefði hváð þegar henni var sagt frá því hvaða peningar færu í þetta. Hvað varðar eftirlitið hefði hún reynt að tukta sína menn til á Náttúrufræðistofnun. Eiga að láta vita af sér áður en farið er í lágflug.
    Jónas Helgason tók til máls og taldi að minkaveiðiátakið væri vel þess virði. Það hefði líka verið eytt háum tölum í rannsóknir á refum til að vita hvort hægt væri að fjölga þeim með því að veiða þá ekki. Jónas benti á vandamálið á Hornströndum þar sem refurinn flæði yfir. Hann beindi þeirri spurningu til ráðherra hvort hún hafi hugleitt það að taka á því vandamáli sem stafar af þessu uppeldi á vargdýrum. Jónas tók það fram að hann væri ekki að setja tófuna undir sama hatt og minkinn.
    Umhverfisráðherra benti á að tófan fengi meira athafnarými við fólksfækkun. Hún skilji að menn hafi áhyggjur af útbreiðslu tófunnar. Það þurfi kannski að fara að grípa til einhverra ráða með það – þurfi að vera að mjög vel íhuguðu máli.
    Sigtryggur skoraði á ráðherra að finna leið til að halda verkefninu áfram. Fyrirspurn hefði komið frá dýragarðinum í Peking þar sem óskað var eftir að fá lunda frá Íslandi – 300 unga eða 50 egg. Þessu hefðu verið synjað. Ætlar að sækja um leyfi aftur.

    Kristinn Hugason f.h. landbúnaðarráðherra
    Bar kveðjur frá ráðherra. Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja. Hyggja að reynslunni þegar byggt er upp til framtíðar. Hugtakið sjálfbær nýting (nýtum landið en níðum ei)  – hlunnindabúskapur eitt af dæmunum um slíka nýtingu á móður náttúru. Óskaði fundinum góðs gengis og æðarbændum í störfum sínum.

    Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna
    Bar kveðju frá formanni Bændasamtakanna. Eiríkur var að mæta í fyrsta skipti á aðalfund ÆÍ frá því hann tók við framkvæmdastjórastarfinu. Eiríkur gerði stutta grein fyrir því hvað Bændasamtökin væru að fást við, þ.e. matvælafrumvarpið, aðfangaverð sem hafi verið að hækka mikið, athugasemdir frá Samkeppniseftirlitinu varðandi störf Búnaðarþings og efnahagsvandann. Talað hefði verið við landbúnaðarráðherra og nýju bankanna varðandi rekstrarvanda bænda. Jóhanna Lind sem sjái um það hjá Bændasamtökunum.  Vægi hlunninda hljóti að aukast á þessum tímum, m.a. vegna gjaldeyristekna. Árni hefði sinnt starfi hlunnindaráðunautar mjög vel. Að því er varðar ráðunaut í stað Árna sagði Eiríkur að verið væri að vinna í málunum. Að lokum óskaði Eirkur fundinum góðs gengis.

  5. Fréttir og tillögur frá félagsdeildum
    1. Æðarræktarfélag Vesturlands
      Enginn
    2. Æðarræktarfélag Snæfellinga
      Ásgeir Gunnar Jónsson
      Ásgeir gerði grein fyrir deildarfundi í nóvember en þar var Jónas formaður gestur. Dúntekja var góð. Áhyggjur voru af sölutregðu og sérstaklega undirboðum. Þá gerði Ásgeir grein fyrir ráðstöfun styrks til deildarinnar en keyptar voru 6 minkasíur, samtals 150.000 kr. Þær voru lagðar út á austurmörkum svæðisins og á Fellsströnd og Skarðsströnd. Áhyggjur voru af því að ráðnir voru veiðimenn á Snæfellsnesi sem voru í annari vinnu og ekki kunnáttumenn. Þeir sem stjórni verkefninu kunni ekki til verka. Ásgeir sagði að sér hefði verið falið að færa Jónasi og Árna þakkir fyrir störf í þágu félagsins og skarð Árna væri vandfyllt.
    3. Æðarvé
      Enginn
    4. Dúnland
      Enginn
    5. Æðarverndarfélag Strandasýslu
      Enginn
    6. Æðarræktarfélag Vestur-Húnavatnssýslu
      Helgi Pálsson
      Varp byrjaði með fyrra móti miðað við fyrri vor. Kollan var orpin um miðjan maí og lauk varpi í júní. Áður voru síðustu hreiður fundin um Verslunarmannahelgi. Eggjatala var á bilinu 2-3 og er að lagast, 5 egg í hreiðri var algengast áður fyrr. Útungun gekk vel og dúntekja og gæði með besta móti – þurrt veður og sólfar. Erfitt fyrir ungviðið vegna sjógangs. Fuglarnir ekki að ná átunni í sjónum. Minkur er ekki lengur vandamál í héraðinu – dýrategundin er löngu komin á válista og er í mikilli útrýmingarhættu. Sameinuð sveitarfélög hafa fengið fleiri í veiðarnar og ströndin farin á hverju einasta vori og upp með helstu laxveiðiám. Veiðitölurnar lágar. Mikil breyting á 6-8 árum. Refnum er ennþá að fjölga. Ágangur hrafns er vandamál – hrafnauppeldi á urðunarstað sláturúrgangs. Það er fjölgun á svartbak. Þakkaði fyrir styrkinn sem fór í kaup á skotfærum og kom sér vel. Félagar í deildinni eru 13. Í lokin þakkaði hann Árna störf í þágu félagsmanna.
    7. Æðarverndarfélag N-Vesturlands
      Anna Kristín Gunnarsdóttir
      Skilaði þakklæti fyrir styrkinn – farið var út í Drangey og út á Skaga til að fækka svartbaki. Settar niður 7 minkasíur í Skagafirði. Áhyggjur vegna fjölgun sílamáfs. Þakklæti og góðar kveðjur til Árna. Kom á framfæri ábendingu til stjórnarinnar – varp gengur upp og niður – sumum tilvikum virðist næsta augljóst að það sé rekja minnkun í varpi til fæðuskorts. Einnig með aðrar tegundir. Fyrir 2 árum sem sjófugl hrundi niður af sulti – á sama tíma var varp í innanverðum Skagafirði mjög lélegt. Í varpi Gunnars settist fuglinn ekki upp fyrr en 3 vikum síðar en vanalega og egg í hreiðrum færri en vanalega. Lómurinn skilaði sér ekki í ósinn en það er órækt merki um átu þegar hann fer að sveima yfir. Aðstoða náttúruna með því að búa til kræklingarækt til að fæða fuglinn. Ekki með vísindaleg rök en beinir því til stjórnarinnar að kanna grundvöll fyrir samstarfi æðarbænda og vísindamanna að koma á kræklingarækt í beinum tengslum við æðarrækt og tilraunaverkefni sett upp þar sem það yrði skoðað hvort það hefði áhrif á viðkomu æðarfuglsins. Tilvalið rannsóknarverkefni fyrir meistara- eða doktorsnema. Þetta þurfi ekki að vera dýrt.
    8. Æðarræktarfélag Eyjafjarðar og Skjálfanda
      Ásta Flosadóttir
      Æðarrækt gengið vel hvað veðurfar snertir – úrkomur spilltu ekki varpi eins og þær hafa gert undanfarin ár. Fjölgaði ekki í vörpunum en það mun taka nokkur ár að ná sömu stærð og var fyrir 2006 þegar öll vörp fóru á kaf í snjó. Mikið talað um 15 – 25 % fækkun frá því sem var á árunum 1995-2004. Hrafnaflokkar héldu áfram að herja á æðarfuglinn og ollu nokkru tjóni þó ekki hafi það verið eins og 2007 þegar illa var hægt að ráða við fjöldann. Óformlegir samningar hafi verið gerðir við skotveiðimenn á Húsavík og hefur haft áhrif til fækkunar. Minkur var í minna lagi og er það að þakka gríðar góðri vinnu veiðimanna sem þó hafa lítil laun. Þetta er þriðja árið í röð sem ekki kemur minkur í Laxamýrarvarpið. Refurinn stórtækur. Vetrarveiði á ref er alltof lítil og segja refaveiðimenn að launin séu of lág og halda því að sér höndum. Meira af ref í Grýtubakkahreppi og 52  felldir það sem af er ári. Búið er að loka sláturgryfjum á Húsavík eftir 15 ára deilur – mikill sigur. Í staðinn hefur Norðlenska tekið upp á því að dreifa gori á haugsugu á mela til uppgræðslu – þangað safnast hrafnar. Margir eiga óseldan dún. Minkaveiðiátakið skilar árangri að því er veiðar varðar. Ekkert samráð og getur því ekki upplýst fundarmenn um stöðu átaksins. Þakkað fyrir styrk til deildarinnar og samstarf.
    9. Æðarræktarfélag N-Austurlands
      Enginn
    10. Æðarræktarfélag Austurlands
      Enginn
    11. Æðarverndarfélag A-Skaftafellssýslu
      Enginn
  6. Staða og horfur í sölu- og markaðsmálum
    Elías Gíslason gerði grein fyrir stöðu og horfum í sölu- og markaðsmálum
    Heildarútflutningur alls árið 2007 var hann 1.384, 2006: 1820, 2005: 3.225, 2004: 2.160, 2003: 2.219 og 2002 var hann 2.966.
    Sala til Japans hefur snarminnkað.
    Þýskaland er komið með 50% af markaðshlutdeildinni en Japan 35%.
    Talaði um horfur á mörkuðum.
    Niðurstaðan er sú að eftirspurn er fyrir hendi og virðist vera að aukast (Japanir að koma inn).  Hljóta að vera birgðir í landinu.
  7. Kosningar
    Kjörtími Jónasar Helgasonar formanns var liðinn, gaf hann kost á sér til endurkjörs og var hann sjálfkjörinn. Þá var Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi í Borgarfirði, kosinn í varastjórn í stað Eiríks Snæbjörnssonar sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Davíð Gíslason var sjálfkjörinn sem skoðunarmaður reikninga.
  8. Tillögur 
    1. Styrkur ÆÍ til deilda
      Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands, haldinn í Reykjavík 8. nóvember 2008, leggur til að félagið veiti æðarræktardeildunum fjárstyrk með líkum hætti og undanfarin ár. Einng er stjórninni heimilt að veita styrk til einstakra æðarbænda á þeim svæðum þar sem ekki er starfandi æðarræktardeild.
      Stjórn ÆÍ er falið að ganga frá samningum við formenn deildanna um framkvæmd tillögunnar.
      Tillagan var samþykkt samhljóða.
    2. Fræðsluefni um veiðar á tófu og villimink.
      Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands, haldinn í Reykjavík 8. nóvember 2008, leggur til að ÆÍ beiti sér fyrir gerð fræðsluefnis um veiðar á tófu og villimink. Fræðsluefnið verði gert í samvinnu við Bjarmaland, Félag atvinnumanna við refa- og minkaveiðar og aðra sem leggja vilja verkefninu lið. Lagt er til að ÆÍ verji allt að 1 milljón króna í verkefnið ef minnst sama fralag kemur frá öðrum.
      Greinargerð:
      Ljóst er að tófu hefur fjölgað mjög á síðari árum og hún hefur numið land á áður óþekktum svæðum. Hún veldur árlega miklu tjóni í varplöndum æðarfugls sem og annarra fugla, auk þess sem árlega finnast merki þess að hún leggist á sauðfé.
      Villiminkur er aðfluttur vágestur í íslenskri náttúru sem veldur gríðarlegu tjóni í lífríkinu, bæði á öllu fuglalífi og einnig á fiski í ám og vötnum. Hónum berm að útrýma úr íslenskri náttúru.
      Mikil reynsla og þekking er til staðar hjá fjölda manna sem unnið hafa við að halda vargdýrum þessum í skefjum. Því er mikilvægt að koma þeirri þekkingu í það form að hún nýtist sem flestum og eins þarf að bjarga reynslu og kunnáttu eldri kynslóðar veiðimanna til þeirra sem við kunna að taka.
      Bjarmaland, Félag atvinnumanna við refa- og minkaveiðar, hefur unnið gott starf á sviði fræðslumála. Því er lagt til að ÆÍ og Bjarmaland sameinist um ofangreint verkefni.
      Tillagan var samþykkt samhljóða.
    3. Hlunnindaráðunautur
      Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands, haldinn í Bændahöllinni þann 8. nóvember 2008, beinir því til stjórnar Bændasamtaka Íslands að nú þegar verði auglýst starf hlunnindaráðunautar, sem ómannað hefur verið frá byrjun ágúst 2008.
      Það er eindregin skoðun aðalfundar ÆÍ að ráðgjöf í hlunnindum sé best fyrirkomið á einni hendi.
      Tillagan var samþykkt samhljóða.

      Tillaga kom frá Gunnari Þ. Grettissyni sem hljóðaði svo:
      „Fundur Æðarræktarfélags Íslands ákveður að veita Reyni Bergsveinssyni 800.000 kr. Í styrk vegna minkasíuverkefnisins.“
      Umræður voru um tillöguna. Jónas Helgason lagði fram dagskrártillögu um að tillögunni yrði vísað til stjórnar til frekari athugunar.
      Tillaga Önnu Kristínar Gunnarsdóttur var samþykkt samhljóða en hún hljóðar svo:„Stjórn Æ.Í. kanni grundvöll fyrir samstarfi rannsóknastofnunar, t.d. náttúrufræðasviðs HÍ, um gildi kræklingaræktar fyrir æðarrækt.“

      Fundarstjóri þakkaði fundarmönnum fyrir góðan fund og formaður sleit fundi.

      Guðrún Gauksdóttir, fundarritari