43. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2012

43. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn á Hótel Sögu þann 10. nóvember 2012, kl. 10.

Dagskrá fundarins:

 1. Tillögur
 2. Kosningar
  Ásta og Salvar gefa kost á sér í stjórn til þriggja ára. Klappað fyrir því.
  Halla Steinsólfsdóttir gefur kost á sér í varastjórn. Klappað fyrir því.
  Skoðunarmaður reikninga, Davíð Gíslason gefur kost á sér áfram: klappað fyrir því.
  Aðalfulltrúi á Búnaðarþing: Eiríkur Snæbjörnsson á Stað. Klappað fyrir því.
  Varamaður á Búnaðarþing: Óðinn Sigþórsson. Klappað fyrir því.
 3. Sölu- og markaðsmál; Fulltrúi útflutningshóps æðardúns FA: Erla Friðriksdóttir.
  Fór yfir útflutningstölurnar frá Hagstofunni. 3,6 tonn flutt út 2010 og stefnir í 3 tonn í ár. Verðið hefur verið að hækka og er nú um 159 þús kr/kg.
  Tæplega 400 milljónir í útflutningstekjur árlega síðustu þrjú árin.
  Dúnninn fer langmest til Japan, um 30% fer til Þýskalands. Markaðirnir borga misvel, Japansmarkaður borgar best. Sviss, Taiwan, Austurríki og Noregur eru líka með en mjög lítið hlutfall.
  Tollskrárnúmer og útflutningur á sængum. Það hefur verið mikil vakning í vöruframleiðslu úr æðardúni og það hefur verið mikil eftirspurn eftir sængurverum. Hvetur þá sem eru að flytja út sængur að passa að þetta sé rétt skráð í tollinum. Eins og er eru ekki til tollskrárnúmer fyrir æðardúnsvörur og þær eru settar í flokka með gæsafiðri og ýmsu fleiru og því ómögulegt að sjá hversu mikið er flutt út af dúni. Hópurinn er að vinna í því að fá fleiri tollskrárnúmer; hreinsaður dúnn eða þveginn dúnn, æðarsængur fái líka tvö númer eftir því hvað er í þeim. Sama gildi um fatnað úr æðardún. Mikilvægt að vitað sé meira um dúninn sem fluttur er út.
  Umræður:
  Merette spyr hvort maður fái örugglega rétt númer frá tollinum, er hægt að sjá þessa skrá einhverstaðar? Erla: vonandi er tollurinn að gefa rétt númer, gallinn er að það er bara svo margt annað sem lendir í sömu flokkum.
  Jóhannes: spyr um uppboðsmarkað fyrir dún. Dúnninn er ekki allur eins, misjafnar hreinsunaraðferðir, er hægt að hafa hann allann undir einu merki? Er þetta eitthvað skoðað? Erla: Er ekki beint inn á verksviði stjórnar, þessi sölumál, hefur ekki verið rætt í útflutningshópnum. Hvetur þá sem hafa áhuga á þessari leið að prófa það. Getur ekki skilið það að það megi ekki. Jóhannes vill að þetta verði skoðað. Erla: það ætti ekki að skipta máli þó dúnninn sé ólíkur, þeir sem kaupa ættu að geta gert sér grein fyrir muninum á því. Pétur: eins og er þá má segja að markaðurinn virki eins og uppboðsmarkaður. Það fer mest eftir hreinsunarstöðvunum hvernig gæði dúnsins eru og líka hvernig er farið með hann eftir að hann er hirtur. Kaupendurnir úti vita nokkuð hvað þeir eru að gera með kaupunum og versla mest við sömu hreinsunarstöðvarnar.
 4. Fréttir og tillögur frá deildum
  Vesturland – Elva:
  Vorið þurrt og dúnninn góður. Tófa og minkur gerðu usla. Fuglinn færir sig frekar út í eyjar, fækkar í landi. Einn vargurinn er grásleppuveiðimenn og gengur illa að fá veiðilínuna færða utar. Guðmundur Helgason í Hvalseyjum er bæði æðarbóndi og grásleppuveiðimaður, hann er að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Flugvargur er mikið skotinn og hefur því eitthvað minkað en er alltaf til staðar. Þakkaði Guðrúnu og Guðbjörgu þeirra störf. Ánægð með Vegaferðina og formannafundinn.
  Snæfellsnes – Ásgeir Gunnar Jónsson.
  Vorið gott og starfsemi deildarinnar með svipuðu sniði. Ánægjulegt samstarf við rannsóknasetrið og eins við Æðarvé. Minkasíur hafa verið keyptar fyrir styrki frá ÆÍ og stöðugt minna veiðist í þær. Ræddi um varginn, sérstaklega tófuna, sem er eiginlega nýr vágestur. Snæfellsjökulsþjóðgarður er griðland og eldisstaður fyrir tófu og þar sést varla nokkur fugl lengur, tófan búin að útrýma þeim og svo streymir hún bara yfir á næstu svæði. Þessi friðlönd eru eldislönd, tófan er aðalplágan eins og er. Fannst tófugreni út í Brokey, fyrsta skipti í eyju svo vitað sé um. Hefur áhyggjur af því að lóunni verði útrýmt með þessu móti. Stjórnvöld hafa algjörlega dregið lappirnar og þjóðgarðarnir eru að verða aðalplágan. Tófan hreinsar upp ungana þegar kollan kemur með þá að landi úr eyjunum. Þakkar ÆÍ fyrir veitta ráðgjöf og aðstoð gegnum árin og fyrir að gera okkur kleyft að kaupa minkasíur sem hafa nærri hreinsað upp mink á svæðinu.
  Dalasýsla – Eiríkur Snæbjörnsson á Stað.
  Þakkaði öllum fyrir sem mættu á fundinn á Reykhólum og í fyrra. Starf deildarinnar var með hefbundnu móti. Búið að stofna eignarhaldsfélag utan um hlunnindasafnið á Reykhólum.
  Vestfirðir – Dúnland – Salvar Baldursson í Vigur
  Þakkar fyrir fróðleg erindi. Dúnland nær yfir báðar Ísafjarðarsýslurnar. Sagði frá endurlífgun Dúnlands og nú er öflugt starf í deildinni. Varpið gekk ágætlega. Leiðinda veður í maí og svo tóm dýrð eftir það. Á Vestfjörðum er fjöldaframleiddur refur í boði umhverfisráðuneytisins. Er ánægður með refafrumvarpið sem liggur fyrir þinginu. Óþolandi að fá ekki greitt fyrir refaveiðarnar. Melrakkasetrið var stofnað og átti að rannsaka refinn, en hvar eru rannsóknirnar á refnum? Lítið fer fyrir niðurstöðum og nú sjá menn jafnmikið af ref og rjúpu, rjúpnaveiðimenn veiða jafn mikið af tófu og rjúpu. Slógi er sturtað í sjóinn víða og þar er verið að ala upp flugvarg. Það virðist samt vera viðráðanlegra verkefni en refurinn, hann á sér öfluga talsmenn.
  Strandasýsla – Pétur Guðmundsson
  Þar var haldinn „fjölmennur“ deildarfundur í haust. Rukkar líka niðurstöðurnar úr öllum refarannsóknum og líka úr minkaverkefninu, við þurfum að krefjast þess að fá þessar niðurstöður. Peningunum í melrakkasetrið er illa varið, ekki hægt að láta fólk rannsaka refinn sem er farið að elska hann. Varpið var mjög gott, helmingi meiri dúnn en í fyrra og eru vörpin að ná sömu stærð og árið áður. Vargagangur angrar. Verið að setja minkasíur niður víða og þetta virkar. Flugvargur, einn örn er í sjálfu sér ekki svo heimtufrekur en bæði hrafnar og svartbakur koma í kjölfarið og hreinsa upp á eftir. Áætlar að helmingur hreiðra hafi verið rændur og lítið var af unga í sumar.
  V-Húnavatnssýslu – Helgi Pálsson
  Varp gekk vel. Nema þegar menn fengu í heimsókn frá hrafnahópum sem voru aldir á ruslahaugum sveitarfélagins yfir veturinn en fóru svo í vörpin þegar haugunum var lokað. Mikið drapst af hrafnsungum í kuldakastinu í maí, svo ekki var nú kuldinn alslæmur. Ca. 30 minkar eru drepnir í sýslunni og það er um 1/12 af því magni sem var 1998. Svo minknum hefur fækkað mikið. Það er vegna þess að vegasamband er betra á heiðunum og þar hefur verið ráðist á hann, það skilar sér niður í byggðunum. Gildruveiðar eru mikið stundaðar og virka vel.
  Ræddi um lágflug landhelgisgæslunar. Lágflug veldur styggð á varptíma og kollurnar afrækja hreiður í stórum stíl. Las tillögu frá deildinni varðandi þessi mál. Tillagan var svo tekin til atkvæða með öðrum tillögum fundarins.
  Þakkaði Guðbjörgu og stjórn ÆÍ fyrir góð störf.
  A-Hún. og Skagafjarðarsýsla – Merette á Hrauni.
  Sigurður Guðjónsson formaður veðurtepptur. Tíðarfar og varp var bara nokkuð gott, þrátt fyrir kuldakast. Tófan er alvarlegt vandamál á öllu svæðinu og þarf að berjast með kjafti og klóm við það. Þarf að fá skyttur nótt eftir nótt til að verja varpið. Skotin 5 dýr rétt við bæjardyrnar á Hraunum. Greni fannst 4 km frá Hrauni, bæði dýrin voru dauð, en þar var barnapía sem var skotin með 13 æðarunga í kjaftinum. Áríðandi að koma því til stjórnvalda að vinna að þessum málum. Haldinn fínn deildarfundur í vor, það var opinn fundur. Þakkaði fyrir stuðninginn frá ÆÍ við atvinnuvegasýninguna á Sauðárkróki, það gekk allt frábærlega vel. Hefur áhyggjur af því hvort auðlindagjald verði tekið af æðarbændum, hafði áhyggjur af því að silungsveiði var undanþegin en spurning með æðardúnstekjuna.
  Eyjafj. og Skjálfandi.
  Formaður veðurtepptur.
  Norðausturland
  Formaður veðurtepptur.
  Austurland – Ólafur Eggertsson
  Ládeyða í deildinni, nánast svefn síðustu þrjú árin. Félagsstarfið þarf að vera í sífeldri endurskoðun og þegar fækkar í sveitunum, því gæti þurft að stækka einingarnar svo starfsemin líði ekki fyrir fækkunina. Vegalengdir skipta orðið mun minna máli. Varpið gekk mjög vel og nýting á dúni góð í ár, síðustu árin hafa verið afspyrnuléleg svo kannski er þetta ekki sanngjarn samanburður. Biður um að stjórn ÆÍ hjálpi til við að lífga við deildina. Óskaði stjórn góð gengis sem og greininni allri.
  A-Skaftafellssýsla.
  Formaður komst ekki.
 5. Fjöldabreytingar æðarfugla á 20. öldinni:
  Jón Einar Jónsson, Rannsóknarsetri HÍ á Snæfellsnesi
  Rannsóknarsetrið er fuglarannsóknarsetur og fyrst og fremst sjávarfugla, þar er æðarfuglinn fremstur í flokki. Stofnað 2006. Stórgott samstarf við æðarbændur.
  Jón byrjaði að fjalla um fæðuval æðarfuglsins og sagði einnig frá fuglamerkingum.
  Fæða æðarfugls: sniglar vinsælastir, nökkvar (hópur lindýra) eru næstefstir á listanum, síðan fleiri lindýr og skrápdýr.
  Merkingar: Samstarf við Smára í Rifi hófst 2008 og hefur verið mjög mikið og gagnlegt. Smári í Rifi hefur verið að merkja kollur árum saman en hafði ekki komið þessum gögnum í vísindasamfélagið. Varpið á Rifi er í tveimur manngerðum hólmum. Annar í betra skjóli. Kollurnar prófuðu báða hólmana. Varpið hafði stækkað mjög mikið og þegar fjölgaði í varpinu vildu þær síður færa sig. Ef mikið vatn var í tjörninni á vorin þá vildu kollurnar í stóra hólmanum enn síður færa sig.
  Ungatalningar: 2007-2012, talið í júlí. Farið með Breiðafjarðarferjunni frá Sykkishólmi og yfir Breiðafjörð, keyrt inn Barðaströndina og sem leið liggur út Snæfellsnes. Kollur og ungar taldir. Slæmt ástand 2011 en mjög gott í ár.
  Stofnstærð: langtíma rannsóknarverkefni. Ákveðið vandamál að nota hreiður sem talningu er að sumar kollur koma ekki öll ár í varp, sleppiár eru þekkt víða í heiminum og líka hér. En þrátt fyrir sleppiárin þá er þetta auðveldasta leiðin til að telja stofninn. Mjög erfitt að ætla að telja fuglinn á veturna, þyrfti að telja í flugvél og það er of dýrt. Því er valið að telja hreiður og safna upplýsingum frá bændum um hreiðurfjölda aftur í tímann. Talningar úr 41 varpi. Flestir byrjuðu að telja upp úr 2000. Flestir eru á Vesturlandi. Stendur til að birta grein um niðurstöðurnar.
  Áhrif veðurs á æður: breytileiki í veðri hefur ekki mikil áhrif á fjölda hreiðra, en hefur áhrif á ástand fuglanna. Viljum fá kollurnar snemma í maí, eftir miðjan maí eru þær horaðri, færri egg og afrækja frekar. Aukin stormtíðni á veturna fer ekki vel í fuglinn.
  En er munur á þessum vörpum? Vörpin eru ólík og sveiflast ólíkt. Lítið er um að stofninn sveiflist í takt, getur fækkað á einum stað en fjölgað á öðrum. Meira að segja vörp sem eru nálæg sveiflast ekki eins. Jón Einar fór að bera saman bækur við fjöldatalningar á lunda í Vestmannaeyjum (tölur frá Erpi Snæ Hansen um fjölda lunda í Hálsey) og einnig að tengja við sveiflur í hitastigi í Atlandshafi. Æðarfugli snarfjölgar frá 1980 til 1992 allstaðar á landinu. Síðan er fækkun eftir 2002. Þegar er hlýindaskeið þá fækkar í stofninum, en á kuldaskeiðum fjölgar í stofninum. Æðarfuglinn er þó lengi að taka við sér á kuldaskeiðum. Lundinn haga sér eins nema er fljótari að taka við sér og hrynur líka hraðar.
  Greinileg fylgni við loðnuveiðar, þ.e. þegar er mikil veiði þá er æðarfuglinum að fjölga. Einnig er spurning hvort eitthvað af Grænlenska stofninum hafi flutt hingað á hafísárunum.
  Hvað er að gerast? Það er að fækka í stofninum síðan 1995 en er ekki enn komið niður fyrir fjöldann eins og hann var 1980. Erfitt er að segja til um það hvort fuglunum fer fjölgandi eða fækkandi næstu 10 árin.Fyrirspurnir:
  Pétur Guðmundsson spyr um aðrar fiskitegundir, t.d. makríl og skötusel, koma þessir stofnar ekki frekar á hlýindaskeiðum? Jón: hlýnunin þýðir að t.d. loðnan hopar og það fjölgar óæskilegum tegundum, s.s. áðurnefndum tegundum. Það er ekkert grín fyrir vistkerfin í sjónum að fá svona rándýr eins og skötusel og makríl. Þetta er ekki góð viðbót.
  Guðmundur Jóhannesson spyr um æðarvörp á Norðurlandi voru þau með? Jón: erum með tölur frá Heggstaðanesi og úr Eyjafirði (Hrísey) og til Atla á Laxamýri. Austfirðirnir eru óplægður akur.
  Salvar Baldursson: eru gerfihnattasendar á fugli? Hvert fer hann, fer hann á milli svæða? Jón: Danir settu gerfihnattasenda á fugla við A-Grænland, þeir komu til Íslands (9 fuglar af 10). Er dýrt, en sendarnir hafa neikvæð áhrif á fuglinn, sérstaklega á hæfnina til að kafa. Fuglinn blandast sennilega mjög mikið á vetrarstöðvunum.
  Hafsteinn Guðmundsson: þessi fæða er bara sýnishorn af fæðunni (úr grásleppunetunum) því fæðuvalið er árstíðabundið. Stofnstærðin sýnir fylgni við loðnuna (vetrarfæðið), þar er mjög örugg tenging. Jón: þarna var tækifæri til að nota fugla til upplýsinga sem voru dauðir (í netum), en það er rétt að þetta er ekki þverskurður af fæði fuglsins, eingöngu hvað þessir fuglar voru að éta á þessum stað og tíma.
  Þorsteinn: spyr um það afhverju blikinn er svona jafnréttissinnaður? Sækist fugl í vörp í löndum þar sem veiðar eru leyfðar? Jón: fuglinn sækist frekar eftir að vera í vörpum, en ekki allir. Æðarkóngurinn verpir aftur á móti dreift og þar er erfitt að safna dún.
  Hallur Þorsteinsson: Eru grásleppuhrogn á fæðulistanum? Jón: já, allt að 10% fæðunar í Noregi. Hefur fundist hér líka, en í litlum mæli.
 6. Erindi:
  Bjargráðasjóður –Kynning á réttindum sjóðfélaga:
  Árni Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs. Bjargráðasjóður er tryggingasjóður og hefur tekjur sínar af búnaðargjaldi. Er í eigu ríkisins og Bændasamtakanna. Hefur verið starfandi síðan 1913. Bætir tjón vegna náttúruhamfara sem tryggingar bæta ekki. Árni fór yfir tekjuöflun Bjargráðasjóðs og hvaða tjón sjóðurinn bætir. Girðingar, tún, hey, uppskerubrestur vegna þurrka eða kals er bætt úr A-deild. Sú deild er óháð búgreinum. B-deild bætir tekjutap vegna afurða búfjár og uppskerutjón. Hér er bætt tjón vegna áfalla í varpi og það tjón sem friðaðir fuglar valda.
  Árni fór einnig yfir það í hvað búnaðargjaldið fer, hvernig skiptingin er milli búgreina. Ekki má veita út úr sjóðnum meira en búgreinin á inni og einungis þeir sem hafa greitt búnaðargjald eiga rétt á bótum úr sjóðnum. Æðarræktin á núna inni rúmar 2 miljónir í B-deild. Bjargráðasjóður hefur oft greitt út til æðarbænda vegna tjóns sem þeir hafa orðið fyrir.
  Spurt hvort Bjargráðasjóður bæti tjón vegna mannskepnunar. Árni taldi svo geta verið en það þyrfti þá að rökstyðja það vel.Kl. 12:00 – 12:45 Léttur hádegisverður í boði félagsins
  Meðan á hádegisverðinum stóð var kynningarmynd ÆÍ sýnd.
 7. Ávörp gesta
  Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands.
  Þakkaði samstarfið við formann ÆÍ, stjórn og ráðunaut.
  Lagði áherslu á að bændur séu gæslumenn náttúrunnar. Það þarf að berjast fyrir vargeyðingu, erfitt er að fá náttúruverndarfólk til að skilja hvað bændur eru að eiga við. Þetta er eilíf barátta og virðist miða eilítið aftur á bak í því. Ef ekkert má þá verður nýting landsins erfið. Þetta er sameiginleg barátta allra aðildarfélaga Bí og stjórn BÍ heldur áfram að vinna að þessum málum.
  Fór yfir lauslega breytingar í nýjum búnaðarlagasamningi og breytingar á leiðbeiningarþjónustunni. Nú um áramótin verður stofnuð „leiðbeiningaþjónusta landbúnaðarins“ og þar með er ráðgjafaþjónustan klofin frá BÍ, en fyrirtækið verður í eigu BÍ. Það er verið að aðskilja hagsmunagæsluna og faglega ráðgjafahlutverkið. Þá verður Framleiðnisjóður endurreistur.
  Hlunnindi og ræktun eru einar af grunnstoðum landbúnaðarins og það á að horfa á bújörðina sem atvinnutæki bóndans. Óskaði ÆÍ alls hins besta.Þorsteinn Tómasson frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
  Þakkaði fyrir boð á fundinn. Finnst það sem ÆÍ er að gera vera mjög spennandi. Færir fundinum kveðju ráðherra og mun gefa ráðherra skýrslu eftir fundinn.
  Fór yfir breytingar á stjórnarráðinu og hvernig nýtt atvinnuvegaráðuneyti er uppbyggt og sagði frá þeim skipuritum sem eru í gangi. Ráðuneytið ætti vegna þessa að vera betur í stakk búið til að þjónusta félög eins og ÆÍ.
  Ræddi um vottun afurða og aðkomu ráðuneytisins að því.
  Ræddi um samstarf þeirra þjóða sem eru við norðurheimskautið. Ísland verður með formennsku í norðurlandasamstarfinu 2014 og þar hefur Þorsteinn áhuga á að „græna hagkerfið“ verði áherslumál Íslands.
  Óskaði ÆÍ að endingu velfarnaðar.Hermann Ottóson frá Íslandsstofu
  Þakkaði fyrir góða ferð til Vega, varð alveg heillaður af atvinnugreininni í þessari ferð og finnst æðarbændur vera stórskemmtilegt fólk. Eins er saga atvinnugreinarinnar alveg einstök. Velti því fyrir sér hvort norsku landnemarnir hafi tekið með sér æðarræktina á sínum tíma.
  Sagði frá Íslandsstofu (sem er samvinnuverkefni fyrirtækja og stjórnvalda) og áframhaldandi samstarfi við ÆÍ. Guðbjörg mun kynna æðarræktina fyrir starfsfólki Íslandsstofu, þannig að starfsfólk Íslandsstofu verði betur tengt við æðarræktina. Eins verður skoðað námskeiðahald og frekara kynningarstarf. Hér er eitthvað sem hægt er að kynna sem séríslenskt. Langar mikið að fara í ferð til Kanada með æðarbændum.
  Vonast eftir löngu og farsælu samstarfi og vonandi gengur ÆÍ allt í haginn.Eftir ávörp gesta hélt áðurnefnd Ásdís áfram að gagnrýna Guðbjörgu og forsetahjónin. Hún reyndist ekki vera í félaginu og vék á endanum af fundi eftir að fundarstjóri hafði ítrekað áminnt hana um að virða fundarsköp.
 8. Skýrslur
  Skýrsla stjórnar; Guðrún Gauksdóttir
  Guðrún flutti skýrslu stjórnar sem var svohljóðandi:
  Það er vel rúmt ár frá því funduðum síðast á Reykhólum. Fundurinn var vel sóttur – rúmlega 100 manns. Félagar í ÆÍ eru nú tæplega 230 talsins.
  Það má segja að árferði hafi verið almennt hagstætt æðarbændum þó blikur hafi verið á lofti á norðanverðu landinu um tíma þar sem snjóaði nokkuð í kuldakastinu maí.
  Maímánuður var mjög kaflaskiptur. Hlýtt var fyrstu tvo dagana en síðan gerði kuldakast sem stóð nær samfellt fram til 21. Þá hlýnaði og síðustu vikuna var mjög hlýtt um meginhluta landsins. Hiti komst m.a. yfir 20 stig sex daga í röð, 25. til 30. Suma þessa daga var kalt allra austast á landinu. Sérlega sólríkt var í Reykjavík og á Akureyri. Úrkoma var einnig undir meðallagi víða á Vestur- og Norðurlandi.
  Útflutningur dúns hefur gengið vel það sem af er ári og gæti farið yfir 3 tonn þriðja árið í röð. Þá ber að fagna því að æðarfuglinn er að verða sýnilegri fyrir tilstilli æðarbænda víðsvegar um land – Æðarsetrið í Stykkishólmi – hlunnindasafnið á Reykhólum – Æðarverndarfélag NV-lands tók þátt í Atvinnulífssýningu á Sauðárkróki – og svo framlag einstakra bænda. Ef við erum samhent þá verður vegur æðarfuglsins meiri. Frumkvæði og frumleiki að leiðarljósi.
  Að vanda fer formaður yfir helstu viðfangsefni stjórnar á sl. ári og þá mun ég nefna nokkur önnur atriði. Um ýmislegt mun ég vísa til erindis Guðbjargar hlunnindara ðarbændum mhingað. að. eiddir n. Bæklingurinn áðgjafaa ðarbændum mhingað. að. eiddir n. Bæklingurinn áðgjafa hér á eftir auk þess sem Erla Friðriksdóttir fjallar um sölumál og útflutning.
  Stjórn og stjórnarfundir
  Stjórnin hefur haldið 8 fundi frá því á síðasta aðalfundi auk óformlegs samráðs á milli funda.
  Eins og kunnugt er voru samþykktar breytingar á lögum félagsins á síðasta aðalfundi og sitja nú fimm stjórnarmenn í aðalstjórn í stað þriggja áður. Stjórnin hefur skipt með sér verkum með þeim hætti að Ásta Flosadóttir Höfða, er ritari, Erla Friðríksdóttir Stykkishólmi, er varaformaður, Guðni Þór Ólafsson Melstað, er gjaldkeri og Salvar Baldursson Vigur, vefstjóri. Í varastjórn eru Sólveig Bessa Magnúsdóttir Innri Hjarðardal og Halla Steinólfsdóttir Ytri Fagradal.Helstu verkefni stjórnar frá síðasta aðalfundi:
  Félagaskráin er komin á rafrænt form og innheimta félagsgjalda fer nú fyrst og fremst í gegnum heimabanka. Einhverjir hnökrar hafa þó verið í framkvæmdinni eins og við var að búast.
  Aðaláhersla stjórnar hefur verið lögð á að fullgera kynningar- og markaðsefni. Af ýmsum orsökum hefur það tafist nokkuð. Kynningarbæklingurinn á íslensku er tilbúinn og fengu félagsmenn sent eintak í sumar. Þeir sem vilja fleiri eintök geta fengið þau eftir fundinn. Bæklingurinn á ensku og þýsku er kominn í umbrot og er væntanlegur innan tíðar. Þá er þýðing hans yfir á japönsku í vinnslu. Kynningarmyndin er svo til tilbúin en mistök í innlestri á ensku uppgötvuðust á síðustu metrunum og verið er að leiðrétta þau. Myndin verður sýnd hér á eftir. Tölvupóstfang félagsins hefur verið virkjað en einhver bið verður á að heimasíðan komist í loftið. Stjórnin leggur áherslu á að allt kynningarefni verði sem vandaðast.
  Vegaferð – kynnisferð var farin til Vega í Noregi. Ánægja með ferðina. Mikill áhugi – stefnt að annarri ferð. Norðmenn koma hingað. Guðbjörg mun segja okkur frá ferðinni.
  Fjárveitingar/ styrkir ÆÍ hefur fengið styrki til gerðar kynningarefnis og stjórn fundið fyrir velvilja í garð félagsins. Þá veitti ÆÍ styrk í doktorsverkefni um æðarfuglinn.Ályktanir síðasta aðalfundar
  Á aðalfundinum í fyrra var samþykkt tillaga um styrki til deilda og voru nokkrir styrkir greiddir út. Aðalfundur ályktaði um að hvetja stjórnvöld og sveitarfélög til að leggja meiri fjármuni í refaveiðar og að fyrirkomulag veiðanna yrði endurskoðað. Einnig var samþykkt áskorun um útrýmingu á villtum mink á Íslandi og eflingu eftirlits með starfsemi loðdýrabúa. Þá var samþykkt ályktun varðandi friðunarlínu vegna grásleppuveiða í Faxaflóa.
  Stjórnin sendi bréf til landbúnaðarráðherra, umhverfisráðherra og sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem ályktunum fundarins var komið á framfæri.
  Að því er varðar grásleppuveiðina var línan ekki tekin inn í reglugerð fyrir veiðitímabilið og ályktun þar með hafnað. Hagmunaaðilar munu halda áfram baráttu sinni fyrir umræddri línu. Þetta verður nánar tekið fyrir þegar tillögur stjórnar verða lagðar fyrir fundinn.
  Stjórnin sendi inn umsögn um drög umhverfisráðherra að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og varðar breytingar á hlunnindaákvæðum laganna.Starfsemi deilda
  Nokkrir deildarfundir hafa verið haldnir, nú síðast á Núpum, Reykhólum, Stykkishólmi, Borgarnesi og Hólmavík. Á þessa fundi hefur einhver úr stjórninni mætt ásamt Guðbjörgu hlunnindaráðgjafa. Það er stefna stjórnar að einhver úr hennar röðum mæti á fundi hjá deildum.
  Stjórn ÆÍ hefur fundað með formönnum deilda en stefnt er að því að virkja betur starf deildanna, en þær eru mjög misvirkar, og efla samstarf stjórnar ÆÍ og stjórna deilda.
  Að endingu skal minnt á friðlýsingu varpa og þakkað ánægjulegt samstarf þetta árið.Skýrsla hlunnindaráðgjafa BÍ; Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
  Guðbjörg fór yfir það sem hún hefur verið að gera sl. ár. Þetta hefur verið ár hagsmunagæslu, mikið af nýjum lögum sem verið er að setja fram, m.a. til að aðlaga okkar löggjöf að ESB. Málefni varðandi svartfugl og lunda voru tímafrek. Það þarf að vera vel á vaktinni gagnvart þessum málum og BÍ berst fyrir því að réttindi bænda verði ekki af þeim tekin. Mikil samskipti hafa verið við þingmenn vegna þessara mála. Mikið um fundi vegna ESB-mála, þar sem m.a. refurinn er friðaður og en leyfilegt er að skjóta æðarfugl.
  Mikill tími farið í upplýsingagjöf til fjölmiðla og til erlendra þáttagerðarmanna. Mikill áhugi á kynningarmyndbandi ÆÍ og mun kynningarmyndin okkar örugglega fara í sýningu í Þýskalandi. Fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum hafa verið miklar og nauðsynlegt er að koma heimasíðunni í gagnið til að miðla upplýsingum. Lítið fæst upp á netinu þegar reynt er að “gúggla” æðardún. Beðið hefur verið um fyrirlestra handa leiðsögumönnum. Þeir geta vel orðið góðir sölumenn ef þeir hafa upplýsingar til að miðla.
  Guðbjörg tók á móti erlendum gestum, m.a. frá Noregi og fór með gesti í heimsókn í vörp. Guðbjörg hefur mikinn áhuga á því að efla tengsli við Kanadamarkað og æðarbændur þar. Enn mikið verk óunnið að koma æðarfuglinum betur á kortið. Æðarfuglinn ætti að vera þjóðarfugl Íslands, enda verið nýttur hér frá örófi alda.
  Ferð til Vega var farin í ágúst, en það fóru 20 manns í þá ferð og 10 eru nú á biðlista. Vegafólk hefur áhuga á því að koma hingað til Íslands næsta haust.
  Guðbjörg hvetur menn til að vinna saman og deila hugmyndum, við erum sterkari sem heild. Því sýnilegri sem fuglinn og afturðirnar eru því betra fyrir alla. Tenglamyndun er mjög mikilvæg og verða menn að vinna vel í því. Verið að skoða með Hermanni frá Íslandsstofu samstarf og möguleika á t.d. námskeiðahaldi fyrir æðarbændur.
  Guðbjörg og Tómas sögðu frá könnun meðal æðarbænda á Íslandi og Noregi. Þar verður þróun varpa könnuð,dúntekja, meðferð dúns, nýting dúns og ýmislegt fleira. Annað hvort verður hún send með tölvupósti eða það verður hringt út.
  Formannafundur var haldinn í gær með stjórn. Fyrsti formannafundurinn í sögu ÆÍ. Þar var farið yfir uppbyggingu deilda og leiðir til að efla félagsskapinn. Það var mjög góður fundur. 8 deildir af 11 eru orðnar vel virkar í dag. Nauðsynlegt er að virkja deildirnar enn betur.
  Guðbjörg sýndi glæru um útflutning dúns, stefnir í 3,1 – 3,3 tonn í ár. Sumir útflutningsaðilar urðu að segja nei við sölu, því allt kláraðist. Þriðja árið í röð þar sem útflutningur fer yfir 3 tonn. Meðalverð nálgaðist 160 þús./kg í ár. Umræðan þarf að vera jákvæð og Guðbjörg hefur reynt að styðja við það með blaðagreinum.
  Guðbjörg fjallaði um fullvinnslu aðila og þar er mikið að gerast og mikil gróska í þeim geira. Fór mikið af stað eftir aðalfundinn 2010. Hlunnindasýningin á Reykhólum hefur verið sett í stærra húsnæði, mjög lifandi og flott safn, eins var æðarsetrið í Stykkishólmi opnað í fyrra og þar er hægt að fá ýmsa gjafavöru með æðarfuglinum.
  Taldi upp ýmsa aðila og sagði frá því hvað þeir eru að gera (Gallerý Hrauna í Fljótum, Vigur með ferðaþjónustu, Dóróthea er líka að útbúa ýmsa smávöru, Hafnir hafa verið að útbúa kerrupoka, Jón Sveinson hefur verið með kápur. Svo mætti lengi telja) Sagði frá atvinnuvegasýningunni á Sauðárkróki og flotta aðkomu æðarbænda að henna.
  Guðbjörg sýndi bæklinginn sem félagið lét gera og hvatti menn til að dreifa honum. Sýndi líka dæmi um listaverk sem tengjast fuglinum og dúnvinnslunni. Svítan á Hótelinu í Flatey er með æðarsængum. Guðbjörg hvatti fólk til að skoða kirkjuloftið í Flatey.
  Guðbjörg sagði frá kynningarefninu og hvatti fólk til að nýta sér kynningarefnið. Sagði frá kynningarmynd ÆÍ, en myndin var svo sýnd í matarhléinu. Mikið hefur verið spurt um myndir af kynslóðum að sinna varpi og dúnvinnslu. Heimasíðan er í vinnslu, en gott færi að fá efni til að setja þar inn. Þar verður upplýsingamiðstöð fyrir íslenskan æðardún og svo læst svæði fyrir félagsmenn og deildirnar. Slóðin á heimasíðuna er www.icelandeider.is.
  Um að gera ef eitthvað er að gerast í héraði þá að fá efni frá félaginu og kynningarefnið. Atvinnuvegasýningin á Sauðárkróki var vel heppnuð og þar var bás félagsmanna ÆÍ mjög vel sóttur.
  Áfram þarf að passa upp á hagsmunagæsluna og vinna í kynningarefninu.
  Stefnt er að kynningarfundum þegar kynningarefnið er tilbúið. Hönnunarmiðstöð Íslands og Íslandsstofa verða með okkur í því. Markmiðið ætti að vera að ná inn 400 félagsmönnum í ÆÍ. Útbúin verði kynningarpakki fyrir nýja félaga.
  Reikningar félagsins; gjaldkeri ÆÍ Guðni Þór Ólafsson
  Guðni skýrði reikninga félagsins og lagði þá fram.Fyrirspurnir og umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  Hermann frá Íslandsstofu: kannaðist ekki við að hafa ráðið Ásdísi Arthúrsdóttir frá Vopnafirði til Íslandsstofu, en hún hélt því fram undir ræðu Guðbjargar að hún væri starfsmaður Íslandsstofu.
  Ásdís þessi gerði miklar athugasemdir við málflutning Guðbjargar varðandi ESB, fannst málflutningur hennar makalaus.
  Nokkur umræða var um logo félagsins, sumum finnst skrítið að kollan sé ekki í merkinu af því að þaðan kemur dúnninn.
  Guðbjörg svaraði Ásdísi og þótti hennar athugasemdir vera undarlegar, þar sem Guðbjörg hefur setið marga fundi á vegum BÍ í samningaviðræðum vegna umsóknar við ESB og sé þess vegna vel kunnug þessum málum. Ásdís hélt framíköllum áfram.
  Guðbjörg svaraði líka fyrir logo félagsins; kollan er erfiðari í logó, fíngerð og líkist öðrum kollum, blikinn er myndrænni. Merkið þarf að vera einfalt og stílhreint. Því var þetta niðurstaðan. Enda við hæfi að hafa blikann þar sem án hans væru engir ungar.Guðni bar reikninga ÆÍ undir atkvæði. Reikningarnir samþykkir samhljóða.
 9. Fundarsetning. Guðrún Gauksdóttir starfandi formaður setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Þá fór fram kjör starfsmanna fundarins; Guðni Þór Ólafsson var kjörinn fundarstjóri, Pétur Guðmundsson varafundarstjóri og Ásta F. Flosadóttir ritari fundarins.
  1. Ályktun um árgjald
   Stjórn Æí leggur til við aðalfund 2012 að árgjald fyrir árið 2013 verði óbreytt kr. 3.000.
   Umræður: Helgi Pálsson. Leggur til að þessi 3.000 kr. hækki með verðbólgunni. Nærri einu föstu tekjur deildanna og þetta gjald er of lágt. Aldrei verið vinsælt að hækka í stökkum. Leggur til að árgjaldið verði í ár 3.200 kr.
   Fundurinn samþykkti tillögu Helga einróma.
  2. Ályktun um styrki til deilda
   Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í Reykjavík 10. nóvember 2012 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrk. Einnig er stjórninni heimilt að veita styrk til einstakra æðarbænda á þeim svæðum þar sem ekki er starfandi æðarræktardeild. Stjórn ÆÍ er falið að ganga frá samningum við formenn deildanna um framkvæmd tillögunnar. Styrkir verða greiddir gegn afriti af reikningum.
   Tillagan samþykkt samhljóða.
  3. Ályktun um refaveiðar
   Aðalfundur Æðarræktarfélag Íslands haldinn í Reykjavík laugardaginn 10. nóvember 2012 fagnar þingsályktunartillögu um breytta skipan refaveiða á Íslandi. Þingsályktunartillagan stuðlar að því að halda refastofninum innan eðlilegra marka og draga þannig úr tjóni af völdum refs. Æðarræktarfélag Íslands leggur þunga áherslu á að þingsályktunartillagan verði samþykkt og umhverfis- og auðlindaráðherra verði falið að breyta skipan refaveiða á Íslandi.
   Umræður:
   Salvar. Álítur að best sé að styðja þessa tillögu sem er komin inn á borð hjá Alþingi.
   Tillagan samþykkt samhljóða.
  4. Ályktun um minkaveiðar
   Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í Reykjavík laugardaginn 10. nóvember 2012 skorar á stjórnvöld að leggja fram sambærilega tillögu um breytta skipan minkaveiða á Íslandi og lögð hefur verið fram um breytta skipan refaveiða á Íslandi. Tillagan miði að því að stuðla að útrýmingu villts minks á Íslandi. Tryggja verður að reglur um minkabú og eftirfylgni með þeim séu með þeim hætti að minkar sleppi ekki með nokkru móti úr búrum og húsum minkabúa út í náttúruna. Ennfremur að minkabú taki þátt í kostnaði við útrýmingu minks á meðan minkar finnast á landinu og taki þar með að hluta þátt í að bæta það tjón sem leiðir af starfseminni. Sem lið í virku eftirliti með loðdýrabúum og starfsemi verði séð til þess að öll lífdýr í loðdýrabúum verði örmerkt í framtíðinni. Það eru miklir hagsmunir æðarbænda og íslenskrar náttúru að þetta innflutta aðskotadýr hverfi af landinu.
   Tillagan samþykkt samhljóða.
  5. Ályktun um endurgreiðslu virðisaukaskatts af refa- og minkaveiðum
   Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í Reykjavík laugardaginn 10. nóvember 2012 skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum. Til að hvetja til veiða á ref og mink er brýnt að virðisaukaskattur af veiðunum fáist endurgreiddur í stað þess að nota veiðarnar sem tekjustofn fyrir ríkissjóð eins og nú er gert.
   Tillagan samþykkt samhljóða.
  6. Ályktun um grásleppuveiðar
   Aðalfundur Æðaræktarfélags Íslands haldinn í Reykjavík 10. nóvember 2012 skorar á atvinnuvegaráðherra að heimila ekki, innan tiltekinnar línu, grásleppuveiðar á Faxaflóa fyrr en eftir 15. maí ár hvert.
   Greinargerð: Um er að ræða línu sem dregin er úr Tómasarflögu í Hvalfjarðarstrandarsveit, utan við Þormóðssker, utan og vestur fyrir Hvalseyjar og utan við Skarfasker, vestan við Akraós. Línan verði þá skv. meðfylgjandi korti.
   Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir æðarrækt á svæðinu að friðunarlína þessi verði sett í reglugerð um hrognkelsaveiðar þar sem það hefur ekki náð tilætluðum árangri að beina tilmælum til grásleppuveiðimanna á grundvelli samkomulags milli Landsambands smábátaeigenda og Æðarræktarfélags Íslands frá 6. mars 2009.
   Einnig er horft til þeirrar sáttar og góða árangurs sem náðist milli grásleppuveiðimanna og æðarbænda með friðunarlínu í Breiðafirði.
   Umræður: Guðmundur Helgason í Hvalseyjum. Vill gera orðalagsbreytingu á greinargerðinni. Er með erindi í ráðuneytinu um sama efni. Greinargerðinni var breytt og stendur nú eins og hún er hér að ofan.
   Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  7. Tillaga frá A-Hún. til stjórnar ÆÍ. Helgi Pálsson flutti tillöguna.
   Aðalfundur ÆÍ beinir því til stjórnar ÆÍ að safnað verði saman GPS – punktum af öllum æðarvörpum á landinu og stjórnin komi þessum punktum til Landhelgisgæslunnar.
   Greinargerð: Það hefur margoft komið fyrir á undanförnum árum að Landhelgisgæslan hefur flogið yfir æðarvörp á varptíma, þegar fluglinn er hvað viðkvæmastur fyrir öllu raski. Þyrluflugi fylgir mikill hávaði sem fuglinn er mjög hræddur við. Þessi flug hafa oft valdið skaða í vörpum. Síðastliðið vor flaug þyrla yfir varpið á Illugastöðum á Vatnsnesi. Haft var samband við landhelgisgæsluna og talað við flugstjóra þessa flugs. Óskaði hann eftir því að ÆÍ sendu landhelgisgæslunni GPS punkta af vörpunum svo þeir gætu forðast að fljúga yfir þau á varptímum.
   Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
 10. Önnur mál
  Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum
  Ræddi um Vegaferðina. Þar var margt athyglisvert. Viðveran í varpinu þar var álitin mjög mikilvæg, þar var miklu meiri viðvera en er víða hérlendis. Jóhannes er sammála því. Dúntekjan í Skáleyjum jókst eftir að búsetan festist aftur, vill vekja athygli á þessu vegna þess að viðvera í varplöndum er mun minni núna en áður var. Ólíklegt að það hafi verið til bóta.
  Fáfræði í gangi með refinn, sumir halda að það sé bara málefni bænda að halda refnum niðri, öðrum komi það ekki við. En er það bændanna mál að stuðla að almennilegu fuglalífi í landinu?Guðbjörg Helga:
  Sagði frá ferðinni til Vega og sýndi myndir úr ferðinni. Til stendur að klippa saman videó úr ferðinni. Og eins mun Guðbjörg skrifa grein um ferðina í Bændablaðið.Jón Einar:
  Sýndi kort þar sem sást útbreiðsla æðarfugls við landið og hvar vörpin eru sem hann fékk upplýsingar um. Sýndi líka fróðlegt kort þar sem sást hvernig kollur með gerfihnattasendi fóru frá Grænlandi til Íslands og dreifðust um landið.
  Hann hefur líka sinnt almenningsfræðslu og frætt t.a.m. dúnkaupmenn erlenda og finnst það frábært. Hafa fengið góða styrki frá ÆÍ sem þakka má fyrir.

  Merette:
  Finnst myndin frábær og mikilvægt að við stöndum saman að henni, en veit til þess að sumir útflytjendur vilji nota myndina vegna þess að Erla sést í henni og hún er svo þekkt í Japan.
  Þakkar að öðru leiti fyrir starf stjórnar og finnst myndin vera mjög góð en þykir leitt ef sumir geti ekki nýtt hana.

  Hafsteinn:
  Vísar í DNA rannsókn frá Akureyri þar sem í ljós kom að ungar í hreiðri áttu marga feður (2-4 feður), svo það er ljóst að kollan vill tryggja sig með því að veðja á fleiri feður. Finnst galli að allir séu hættir að nýta eggin, ungarnir eiga meiri möguleika ef þeir eru færri úr hverju hreiðri. Vildi gera tilraun að fækka um helming í hreiðrunum og kanna hvort ungarnir lifa betur. Hér áður voru skilin eftir 2-3 egg í hreiðri en það kom ekki að sök.

  Þórdís Þórhallsdóttir í Höfða:
  Spyr eftir stóru æðarræktarbókinni. Reyndi að kaupa bókina í sumar og ætlaði að gefa hana, en fékk hana hvergi í bókabúðum. Þykir bókin flott og fín til gjafa.
  Jón Einar: bókaforlagið Skrudda (Steingrímur Sigurðsson) er að selja þessa bók og eins kemur hún stundum á bókamarkaði í Perlunni. Bókaforlagið er líka með vefverslun á www.skrudda.is.

  Guðrún svaraði Merette. Stjórn ÆÍ lagði mikið í þessa mynd, mikilvægt að þeir sem birtast í myndinni séu starfandi í greininni. Rétt er að útflutningsaðilar koma fram í myndinni og leitt að heyra ef einhverjir treysti sér ekki til að nota myndina. Gott væri að heyra ef óánægja er í félaginu með myndina, þetta er kynningarmynd æðarbænda og við viljum að æðarbændur séu sáttir. Ljóst að endurgerð myndarinnar muni kosta mikið og þá með keyptum leikurum. Guðbjörg tók það fram að útflytjendur eru ekki að leggja peninga í þessa mynd. Það verði þá að taka út líka bændurna á Stað og í Norðurkoti, finnst það persónulega mjög skrítið að þarna sé bara einn útflytjandi (Erla) tekin sérstaklega fyrir. Engin er nafngreindur í myndinni. Guðbjörg leggur til að aðalfundurinn samþykki eða hafni myndinni.Sigtryggur:
  Þakkar fyrir góðan fund og fróðlegann. Er í hópi æðardúnsútflytjenda. Tekur undir með Merette um að það sé ekki nógu gott að Erla sé í myndinni.
  Hrósar stjórn og Guðbjörgu fyrir dugnað, en finnst hún stundum fara offari og hvetur Guðbjörgu til þess að tala varlega um hátt verð á æðarsængum það er ekki alltaf sanngjarnt því stundum sé verið utan um sængurnar rándýr, t.d. silki. Áréttar að þetta sé ábending og óskar stjórn góðs gengis.

  Merette:
  Þykir leitt ef hennar ábending verður að einhverri sprengju. Er ekki að gagnrýna störf Erlu eða hana sem manneskju. Finnst bara slæmt ef myndin verður einhver auglýsing fyrir Erlu sérstaklega, finnst skrítið það þarf að endurgera myndina vegna tveggja sena. Finnst myndin að öðru leyti mjög góð.

  Guðbjörg svaraði Merrete og endurtók að útflutningsaðilarnir sem koma fram í myndinni séu þrír og það verði þá að taka þá alla út. Stærsti hlutinn er tekin í Norðurkoti. Myndin er ekki fyrir útflytjendur heldur fyrir æðarbændur. Ítrekaði að fundurinn ætti að taka afstöðu til myndarinnar.

  Salvar:
  Spyr hvort hann ætti að vera móðgaður vegna þess að ekki sést nein kolla frá honum í myndinni og hann sést ekkert sjálfur. Það skiptir engu máli hver er í myndinni. Það er bara verið að sýna hvernig þetta er gert. Það stendur ekkert utan á Erlu að hún sé einhver útflutningsaðili, hún er bara kona í myndinni, rétt eins og Eiríkur á Stað er bara karl. Þetta er fyrst og fremst kynningarmyndband okkar en ekki söluaðilana.

  Svanur Steinarsson í Borgarnesi,
  selur sængur og treystir sér vel til að láta þessa mynd ganga við hliðina á sængunum.

  Pétur Guðmundsson
  er útflytjandi og finnst að Erla prýði myndina
  Pétur lagði myndina undir fundinn til atkvæða, þ.e. hvort félagsmenn vildu nota þessa mynd eða gera nýja.
  Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að nota myndina.

Að þessu loknu þakkaði Guðrún Gauksdóttir fundarmönnum fyrir fundinn og sleit fundi.