Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands 2020 og 2021
Ágæti félagsmaður.
Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 26. mars 2022 í húsnæði Landbúnaðarháskóla Ísands í Keldnaholti, Árleyni 22, Reykjavík. Fundahald hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 13.
Aðalfundirnir verða með óhefðbundnu sniði þar sem aðalfundir 2020 og 2021 fara fram samhliða. Meginverkefni fundanna er skýrsla stjórnar, afgreiðsla ársreikninga og kosningar til stjórnar. Jafnframt verður lögð fyrir aðafund tillaga að ákvæði til bráðabirgða við lög félagsins til að heimila rafræna kosningu um það hvort Æðarræktafélagið sameinist Bændasamtökum Íslands. Ef tillaga þessi verður samþykkt munu rafrænar kosningar um sameiningu fara fram í kjölfar fundarins (þ.e. ekki á sjálfum aðalfundinum). Jafnframt er lagt til að aðalfundur álykti um að veita stjórn ÆÍ umboð til að gera nauðsynlegar ráðstafanir í samræmi við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Ef sameining við BÍ verður fyrir valinu verður næsti aðalfundur nýrrar búgreinadeildar (búgreinaþing) árið 2023. Ef sameiningu er hafnað þá verður aðalfundur ÆÍ 2022 haldinn í lok ágúst á þessu ári með hefðbundnu sniði.
Þar sem um þýðingarmikla ákvörðun er að ræða um það hvort ÆÍ sameinist Bændasamtöku sem Búgreinadeild æðarræktar eða haldi áfram sem sjálfstætt félag telur stjórn nauðsynlegt að sem flestir félagar fái tækifæri til að greiða atkvæði, einnig þeir sem ekki komast á aðalfundinn sjálfan. Í kjölfar kynningarfundar með BÍ þann 27. janúar s.l. gekkst stjórn ÆÍ fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna um hug þeirra til sameiningar. Í könnuninni tóku þátt 122 og voru 52 samþykkir sameiningu við Bændasamtökin en 70 mótfallnir. Ítarlegri grein verður gerð fyrir þessari tillögu í sjálfu aðalfundarboðinu og tillögu að ályktun aðalfundar um að fela stjórn ÆÍ að undirbúa nauðsynlegar breytingar á samþykktum í samræmi við niðurstöðu kosninganna.
Greiðslubeiðni vegna árgjalda hefur verið send í heimabanka félagsmanna.
Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum.
Fyrirspurnir og athugasemdir berist á netfangið info@icelandeider.is
Félagsmenn eru hvattir til að senda inn ný eða breytt heimilisföng, netföng og símanúmer á netfangið info@icelandeider.is
Félagsmenn eru vinsamlega beðnir um að skrá þátttöku í síðasta lagi 23. mars á info@icelandeider.is eða í síma 867 0765 (Guðrún)
Hægt verður að fylgjast með aðalfundinum á TEAMS en ekki kjósa.
Fundarboð, ásamt dagskrá og tillögum, verður sent fljótlega!
7. mars 2022.
Fyrir hönd stjórnar ÆÍ,
Guðrún Gauksdóttir, formaður