Ályktanir frá aðalfundi ÆÍ 2024.

Ályktun ,,Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 28. september 2024 í Vökuholti að Laxamýri samþykkir að stjórn félagsins hefur leyfi til þess að halda áfram með vinnu á þróun dúnmatskerfisins með því að fara í frekara samtal við Ráðuneytið og MAST“. Ályktun ,,Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 28. september 2024 í Vökuholti að Laxamýri hvetur stjórnvöld […]

Ályktanir aðalfundar 18. nóvember 2023

ÁLYKTUN Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 18. nóvember 2023 í Landbúnaðarháskóla Íslands telur þýðingarmikið að lög nr. 52/2005 um gæðamat á æðardúni haldi gildi sínu. Lögin hafa gegnt veigamiklu hlutverki við sölu á æðardúni í yfir 50 ár eða allt frá 1970 þegar lögin voru fyrst sett. Lög um gæðamat á æðardúni hefur verið hornsteinn […]

Ályktun stjórnar ÆÍ um kayakferðir í og við Breiðafjörð

Stjórn Æðarræktarfélag Íslands ásamt stjórnum deilda félagsins við Breiðafjörð sendu Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Umhverfisstofnun, Ferðamálastofu og MAST meðfylgjandi bréf. Athygli æðarbænda í og við Breiðafjörð er vakin á því að Hollenskir ferðaskipuleggjendur kayakaferða, að því er viriðst án samráðs við landeigendur, eru að bjóða upp á ferð um Breiðafjörð á friðlýsingartíma æðarvarps. Ferðin er 10 […]

Ályktun ÆÍ um frumvarp um breytingu á lögum um þjóðlendur

Stjórn Æðarræktarfélag Íslands ásamt stjórnum deilda félagsins við Breiðafjörð sendi frá sér meðfylgjandi ályktun varðandi frumvarp um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998. Frumvarpið varðar landsvæði utan strandlengju meginlandsins og á því í einhverjum tilfellum við landsvæði þar sem æðarrækt er stunduð. Ályktun til allsherjarnefndar um þjóðlendulög