Æðardúnn á Hönnunarmars

Á nýafstöðnum Hönnunarmars sem fram fór í Reykjavík dagana 4. – 8. maí s.l. var opnuð sýning í Norræna húsinu um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna á Íslandi, í Danmörku og Noregi. Sýningin er byggð á rannsókn á fuglinum og umhverfi hans, á sambandi hans við manninn, hefðinni, æðardúni og því hvernig dýrmæt sjálfbær hlunnindi eru nýtt á Norðurslóðum.

Sýningin stendur yfir til 31. júlí 2022 í Hvelfingu, Norræna húsinu.

Nánar hér!