Aðalfundur ÆÍ 2017 dagskrá

Kæru félagsmenn í ÆÍ.
Aðalfundur ÆÍ 2017 verður haldinn í félagsheimilinu Hnitbjörgum, Raufarhöfn laugardaginn 26. ágúst n.k., sbr. meðfylgjandi dagskrá og upplýsingar. Óskað er eftir því að þeir sem ætla að leggja fram tillögur á aðalfundi sendi þær á netfangið info@icelandeider.is ekki síðar en viku fyrir fundinn. Athygli er vakin á því að aðalfundur Samtaka selabænda verður haldinn kl. 8.30.
Fundarboðið er í þetta skipti auk rafrænnar útsendingar á netföng sent öllum félagsmönnum með almennum pósti þar sem kvartanir hafa borist frá nokkrum félagsmönnum um að hafa ekki fengið póst frá félaginu á uppgefin netföng. Mikilvægt er að breyta stillingum í póstþjóni til að tryggja að póstur frá ÆÍ lendi ekki í hólfi fyrir ruslpóst eða auglýsingar.
Greiðslubeiðni vegna árgjalda hefur verið send í heimabanka félagsmanna. Í samræmi við óskir aðalfundar er beiðnin ekki meðal valkvæðra greiðslna. Ekki verður tekið við greiðslu félagsgjalda á fundinum eftir að hann hefst.
Félagsmenn eru hvattir til að senda upplýsingar um ný eða breytt heimilisföng eða netföng á info@icelandeider.is
Heimasíða félagsins er www.icelandeider.is
Facebook – Æðarræktarfélag Íslands

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands

Félagsheimilinu Hnitbjörgum Raufarhöfn

Laugardagur 26. ágúst 2017

Kl. 8:30 Aðalfundur Samtaka selabænda

Kl. 10:00 – 11:30

Fundarsetning: Kosning fundastjóra og fundarritara

Skýrslur og reikningar:

Skýrsla stjórnar: Guðrún Gauksdóttir

Reikningar: Sæmundur Sæmundsson

Kosningar

Tillögur

Önnur mál

11:30 – 12:30

Kynning á breytingum félagsgjalda til Bændasamtaka Íslands

Hópavinna:

  1. Hvert er hlutverk Æðarræktarfélags Íslands
  2. Hver eru verkefni Æðarræktarfélags Íslands
  3. Hver er framtíðasýn félagsmanna fyrir Æðarræktarfélag Íslands

Kl. 12:30 – 13:00

Hádegishlé

Kl. 13:00

Samantekt frá hópum

Kl. 13:30

Skoðunarferð um Sléttu og Langanes undir leiðsögn heimamanna                

Kl. 20:00

Kvöldverður í Hnitbjörg félagsheimilinu á Raufarhöfn

Sunnudagur 27. ágúst 2017

Kl. 10:00-12:00

Þeir sem hafa áhuga á geta mætt við Félagsheimilið á eigin bifreið.  Val stendur á milli að ganga á Rauðanúpinn, ganga á Hraunhafnartanga, heimsækja Skinnlón eða Grjótnes.  Heimamenn verða með leiðsögn og fræðslu á þessum stöðum.

Þátttaka og kostnaður

Kostnaður: Að venju er fundurinn í boði Æðarræktarfélags Íslands og hádegisverðurinn í lok fundar. Rútan í skoðunarferðinni kostar kr. 1.000 en leiðsög er í boði heimamanna.  Í ferðinni verður hressing í boðið ÆÍ.  Kvöldverðurinn í Félagsheimilinu kostar kr. 6.000.  

Athugið!

Vinsamlega látið vita um þátttöku til
Margrétar Rögnvaldsdóttur, sími 6996571, margretrognvalds@gmail.com
Helgu Jónsdóttir, sími 8620783 dbghbj@simnet.is eða
Kristjönu Bergsdóttir, sími 6931024 kristjanabergs@icloud.com
fyrir 18. ágúst.
Staðfestingargjald kr. 7000 greiðist inn á reikning
661016-0270 0192-05-060510 fyrir þann tíma.

Gisting:  Hótel Norðurljós, Hreiðrið, Sólsetur og svo er mjög gott tjaldstæði á Raufarhöfn.  Á Kópaskeri er Farfuglaheimilið og Víðihóll.