Kíkt í smiðju Norðmanna – markaðssetning til sveita

Ferð til Noregs til þess að kynna sér markaðssetningu ferðaþjónustu til sveita og afurða beint frá býli. Eftirfarandi póstur er frá Hey Iceland (Ferðaþjónustu bænda)

Góðan daginn gott fólk, 

Okkur datt í hug að deila upplýsingum um þessa ferð með ykkur, þar sem þetta er mjög svo áhugaverð fræðsluferð til frænda okkar í Noregi – og tengist bæði ferðaþjónustu og landbúnaði.   

Kíkt í smiðju Norðmanna – markaðssetning ferðaþjónustu til sveita og afurða beint frá býli

Markmið ferðarinnar er að kynnast því hvernig frændur okkar Norðmenn byggja upp ferðaþjónustu í dreifbýli Noregs undir merkjum Hanen. Í ferðinni fáum við að kynnast fjölbreyttri starfsemi Hanen, m.a. framleiðslu beint frá býli, sveitaverslun, gistingu, veitingum og afþreyingu. Auk þess mun leið okkar liggja um stórbrotna náttúru í Vestur-Noregi. Haldið er frá Keflavík til Oslóar að morgni þriðjudags og á föstudeginum lýkur skipulagðri dagskrá með staðarleiðsögn um Bergen.  Á laugardeginum er frjáls dagur en síðan er haldið heim til Íslands frá Bergen á sunnudeginum en áætluð lending er kl. 15 í Keflavík.

Þessi ferð er sérstaklega skipulögð fyrir þá sem hafa áhuga á uppbyggingu landsbyggðarinnar með tengingu við ferðaþjónustu. Ferðin ætti að höfða vel til félaga innan Hey Iceland, Beint frá býli og Opins landbúnaðar, þ.e. aðila sem starfa í greininni og aðra áhugasama sem vilja læra af reynslu annarra, fá nýjar hugmyndir og efla samvinnu á milli þeirra sem starfa í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

Ef áhugi er fyrir hendi – og/eða einhverjar spurningar vakna, þá ekki hika við að hafa samband við Berglindi hjá Hey Iceland sem fyrst, netf. berglind@heyiceland.is, sími:  570-2710.