Aðalfundaboð 2020 og 2021
Aðalfundaboð
2020 og 2021
Ágæti félagi í ÆÍ.
Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 26. mars 2022 í húsnæði Landbúnaðarháskóla Ísands í Keldnaholti, Árleyni 22, Reykjavík. Fundahald hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 13, sbr. meðfylgjandi dagskrá.
Félagar eru vinsamlega beðnir um að skrá þátttöku á fundinum í síðasta lagi 23. mars n.k. á info@icelandeider.is
Teams fundur! Þeir félagar sem óska eftir að fylgjast með aðalfundinum á TEAMS verða að skrá netfang sitt á info@icelandeider.is í síðasta lagi 23. mars n.k. (Ath. ekki er hægt að kjósa á Teams)
Greiðslubeiðni vegna árgjalda fyrir 2020 og 2021 er í heimabanka.
Stjórnin
Dagskrá
Kl. 10:00‐10:30
- Fundarsetning. Aðalfundur 2020. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara. Ársreikningur lagður fram til samþykktar. Fyrirspurnir og umræður. Öðrum liðum aðalfundar 2020 frestað til aðalfundar 2021.
Kl. 10.30-13.00
- Aðalfundur 2021 settur. Skýrslur stjórnar. Ársreikningur. Sölu- og markaðsmál. Kristinn Björnsson verkefnastjóri kynnir samstarf Íslandsstofu og ÆÍ.
- Tillaga að bráðabirgðaákvæði í lög ÆÍ – heimild til rafrænna kosninga um sameiningu við Bændasamtök Íslands og um að stjórn verði veitt heimild til að undirbúa þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að fylgja eftir niðurstöðu rafrænnar kosningar um sameiningu við Bændasamtök Íslands.
- Kjörinn verður nýr formaður félagsins og jafnfrant tveir stjórnarmenn og varamaður. Þá verða kjörnir skoðunarmenn reikninga.
13.00 Fundarslit og kaffi
Tillaga að ákvæði til bráðabirgða í lög Æðarræktarfélag Íslands vegna kosninga um sameiningu félagsins við Bændasamtök Íslands
Tillaga að ákvæði til bráðabirgða hljóðar svo:
Stjórn Æðarræktarfélags Íslands er heimilt að efna til rafrænnar atkvæðagreiðslu á meðal kjörgengra félagsmanna í framhaldi af aðalfundi áranna 2020 og 2021, sem haldinn er þann 26. mars árið 2022, um það hvort félagið verði sameinað Bændasamtökum Íslands. Niðurstaða þeirra kosninga er bindandi með sama hætti og ef þær hefðu farið fram á aðalfundinum sjálfum. Jafnframt er stjórn falið að gera nauðsynlegar ráðstafanir til aðlögunar samþykkta félagsins í samræmi við niðurstöður kosninganna og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir tilefni þeirra.
Greinargerð
Æðarræktarfélag Íslands hefur verið eitt af aðildarfélögum að Bændasamtökum Íslands. Nú hafa orðið breytingar á félagskerfi samtakanna og aðildarfélögin hafa eitt af öðru kosið um sameiningu við Bændasamtökin sem deildir búgreina. Félagar ÆÍ eiga eftir að kjósa um sameiningu. Stjórn ÆÍ telur almenna þátttöku í kosningum mikilvæga og að sem flestir félagsmenn eigi kost á þátttöku í kosningunum hvort sem þeir komast á aðalfund eða ekki. Í kjölfar kynningarfundar með BÍ þann 27. janúar s.l. gekkst stjórn ÆÍ fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna um hug þeirra til sameiningar. Í könnuninni tóku þátt 122 og voru 52 samþykkir sameiningu við Bændasamtökin en 70 mótfallnir.
Til að tryggja sem almennasta þátttöku í kosningu um þetta mikilvæga mál leggur stjórn ÆÍ til að bráðabirgðaákvæði verði samþykkt við lög félagsins sem heimili rafræna atkvæðagreislu um þetta tiltekna mál. Með ákvörðun um rafræna atkvæðagreiðslu í kjölfar aðalfundar gefst flestum félagsmönnum kostur á að greiða atkvæði óháð því hvort þeir geti sótt aðalfund eða ekki.
Félagar í ÆÍ eru búsettir í öllum landshlutum og eiga ekki allir heimangengt til aðalfundar og einnig koma hér til áhrif af Covid en fjöldi sýkinga er enn mikill. Eingöngu er lögð til þessi afmarkaða tillaga að bráðabirgðaákvæði við lögin. Ljóst er að endurskoðun á lögum félagsins þarf að fara fram fyrir næsta aðalfund hver sem niðurstaða kosnnganna verður. Bráðabirgðaákvæðið fellur niður þegar rafræn kosning er afstaðin.