Hvað getur ógnað vernd, viðhaldi og eflingu æðarvarps?

_DSC4847Æðarbændur þurfa að takast á við ýmsa vá sem ógnar æðarvarpinu bæði náttúruöflin og vágesti úr dýraríkinu en einnig af mannavöldum

 • Náttúruvá
 • Mengun, skólp,
 • Starfsemi sem getur ógnað lífríki sjávar, t.d. þangskurður, sjókvíaeldi
 • Vargur (fuglar, refur, minkur)
 • Veiðar
 • Umferð vélknúinna tækja í lofti, láði og legi
 • Umferð óviðkomandi, t.d. fótgangandi

Hvers vegna að friðlýsa æðarvarp?

Friðlýsing æðarvarpa felur í sér heimild fyrir æðarbændur til að gera tilteknar ráðstafanir til verndar varpinu og gildir friðlýsingin tímabilinu frá 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert

 • Öll óviðkomandi umferð og röskun er bönnuð
 • Allur óþarfa hávaði af völdum manna og véla er bannaður
 • Öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til
 • Ekki má leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 m frá stórstraumsfjörumáli
 • Heimilt er að stugga við örnum sem halda til eða sjást í friðlýstum æðarvörpum, svo fremi sem fuglunum sjálfum, hreiðrum þeirra, eggjum og ungum er ekki hætta búin. Þó er óheimilt að stugga við hreiðurörnum innan tveggja km frá arnarvarpstað
 • H Við friðlýsingu varps verður þessi hlunnind sýnilegri stjórnvöldum og almenning. Þannig að vægi hennar gæti aukist í umræðu og hugsanlega aukinni verðmætasköpun með því að vekja áhuga hönnuða til að nýta þetta hráefni í sýnar vörur.
 • Heimilt er að nota reyk, hræður, fælur og gasbyssur til að stugga við örnum

Við friðlýsingu varps verða hlunnindi af æðarvarpi sýnilegri stjórnvöldum og almenningi. Vægi hlunninda af æðarvarpi gæti aukist í umræðu og aukið verðmætasköpun með því að vekja áhuga hönnuða til að nýta þetta hráefni í sínar vörur.

Hvar er að finna upplýsingar um staðsetningu friðlýstra æðarvarpa? 

 • Á syslumenn.is er listi yfir friðlýst æðarvörp – Útgefin leyfi fyrir friðlýsingu æðarvarpa
 • ÆÍ er í samstarfi við Landhelgisgæsluna og Samgöngustofu um að koma upplýsingum um æðarvörp á framfæri við flugmenn
 • Friðlýsing tryggir aðgengi að upplýsingum um staðsetningu æðarvarps

Hvernig á að merkja friðlýst æðarvörp?

 • Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við
 • ÆÍ telur æskilegt að merkingar friðlýstra æðarvarpa séu samræmdar og skírskoti til að friðlýsingin sé gefin út af sýslumanni. ÆÍ vinnur að því að fá slíka samræmda merkingu samþykkta
 • Merking æðarvarps til að hindra lágflug. Þótt vitað sé að æðarvarp og annað fuglalíf þrifist með ágætum við eða í næsta nágrenni víð flugvelli, þá hefur það komið fyrir að flugvélar sem fljúga lágflug og/eða óreglubundið flug óvænt inn yfir æðarvarp geta valdið ónæði eða truflun svo að varp spillist.Árið 1990 var gert samkomulag milli Flugráðs og Bændasamtakanna þar sem æðarbændum er ráðlagt að mála rautt P á hvítan flöt (þríhyrning), t.d. á plötu eða dúk og setja á áberandi stað í varplandinu. Merkin sem nota skal er hvítur jafnarma þríhyrningur málaður á sæmilegan sléttan flöt og skulu hliðar þríhyrningsins helst vera 3 m á lengd. Innan íþríhyrningnum skal mála stórt rautt P

Hvar og hvernig á að sækja um friðlýsing æðarvarps?

Í reglugerð nr. 252/1996 sem m.a. fjallar um friðlýsingu æðarvarps segir í 2. gr. að sýslumaður annist friðlýsingu æðarvarps.

 • Beiðni til sýslumanns um friðlýsingu æðarvarps skal koma frá landeiganda, ábúanda eða umráðamanni æðarvarps
 • Tilgreina skal staðsetningu og mörk varpsins eða sýna svæðið skýrt á viðurkenndu korti eða loftmynd
 • Sýslumaður getur krafist þess að beiðni um friðlýsingu fylgi staðfesting tveggja kunnugra manna um að æðarvarp sé á umræddu svæði eða að líklegt sé að koma megi þar upp æðarvarpi
 • Sýslumaður skal fá staðfestingu byggingarfulltrúa um að aðstöðu sé rétt lýst.
 • Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps skal birt í Lögbirtingablaðinu og gildir í 10 ár frá birtingu
 • Sýslumaður skal halda skrá um friðlýst æðarvörp og skal hún liggja frammi á skrifstofu hans. Skrá þessi, ásamt síðari breytingum, skal send til viðkomandi sveitastjórnar, embættis veiðistjóra og hlunnindaráðunautar Bændasamtaka Íslands
 • Umsækjandi ber kostnað við friðlýsingu æðarvarps

Upplýsingar um friðlýsingu æðarvarps og eyðublað er á vef sýslumanns, smellið á viðeigandi hlekk:

Um friðlýsingu æðarvarpa á vef sýslumanns

Eyðublað fyrir beiðni um friðlýsingu æðarvarps

Hvaða lög og reglur gilda um friðlýsingu æðarvarps?

Lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Reglugerð 252/1996 um friðlýsingu æðavarps o.fl.