Ályktun stjórnar ÆÍ um kayakferðir í og við Breiðafjörð

Stjórn Æðarræktarfélag Íslands ásamt stjórnum deilda félagsins við Breiðafjörð sendu Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Umhverfisstofnun, Ferðamálastofu og MAST meðfylgjandi bréf. Athygli æðarbænda í og við Breiðafjörð er vakin á því að Hollenskir ferðaskipuleggjendur kayakaferða, að því er viriðst án samráðs við landeigendur, eru að bjóða upp á ferð um Breiðafjörð á friðlýsingartíma æðarvarps. Ferðin er 10 daga ferð dagana 4. – 13. júlí. Þá er athygli einnig vakin á því að kayakarnir sem ferðast er á eru innfluttir án þess að vera sótthreinsaðir og eru dregnir upp á land m.a. þar sem æðarvarp er stundað. Ekki er vitað hvaða mögulegt smit kayakar geta borið með sér í æðarvörp. Nú þegar fuglakólera hefur komið upp í æðarvarpi á Íslandi getur verið varhugavert að draga kayaka upp á land þar sem æðarrækt er stunduð á meðan ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða smit þeir geta mögulega borið með sér. Þá er einnig vakin athygli æðarbænda og landeigenda í og við Breiðafjörð að öll óviðkomandi umferð er ekki leyfð í friðlýstum æðarvörpum. Ennfremur er vakin athygli á eftirfarandi grein í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.
24. gr. Skipulegar hópferðir.
Þegar skipulagðar eru hópferðir um eignarlönd í byggð eða þar sem ónæði gæti valdið við nytjar skal hafa samráð við eiganda lands eða rétthafa um umferð manna og dvöl á landi hans.
Eftir því sem við verður komið skal tjalda á skipulögðum tjaldsvæðum sé gert ráð fyrir að gista í tjöldum í slíkum ferðum.

Ályktun ÆÍ um kayakferðir í og við Breiðafjörð