Æðarrækt, ungauppeldi og verndun varps – Nýtt námskeið í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands

Æðarræktarfélag Íslands og Endurmenntun LbhÍ verða með námskeið í æðarrækt, ungauppeldi og verndun varps laugardaginn 2. apríl kl. 10 – 13. Félagar í ÆÍ fá 25% afslátt af námskeiðsgjaldi. Boðið verður upp á kaffi og í lok námskeiðs verður opið fyrir fyrirspurnir og umræður. Skráning og nánari upplýsingar: https://endurmenntun.lbhi.is/aedarraekt-og-ungauppeldi/