Ágæti félagi í ÆÍ.

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2025 verður haldinn laugardaginn 1. nóvember í Landbúnaðarháskólanum Keldnaholti, Reykjavík og hefst kl. 10:00.

Meðfylgjandi er dagskrá aðalfundarins. Við verðum bæði með staðfund og fjarfund.  Félagar eru beðnir að tilkynna þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 29. október annað hvort á info@icelandeider.is eða í síma 6996571 Margrét.  Þeir félagar sem mæta á fjarfund geta ekki nýtt sér kosningarétt sinn í fjarfundi.  En þeir hafa möguleika á því að veita öðrum sem mæta á staðinn umboð fyrir sína hönd.

Greiðslubeiðni vegna árgjalda 2025 er komin í heimabanka.  Þeir félagar sem hafa ekki heimabanka er bent á að fara til gjaldkera í sínum viðskiptabanka og láta sækja greiðsluseðilinn í bankanum.

Stjórnin hlakkar til að sjá sem flesta félaga á aðalfundi, hvort sem er á staðfundi eða í fjarfundi.

F.h. stjórnar
Margrét Rögnvaldsdóttir formaður.

Dagskrá aðalfundar ÆÍ laugardaginn 1. nóvember 2025

Landbúnaðarháskólanum Keldnaholti, Reykjavík.

  • Kl. 10:00  Fundarsetning.  Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • Kl. 10:10  Skýrslur og reikningar.
  • Kl. 10:40  Kosningar. Kjósa á tvo aðalmenn í stjórn, einn í varastjórn og skoðunarmann reikninga
  • Kl. 10:55  Markaðs- og sölumál.
  • Kl. 11:15  Íslandsstofa og ÆÍ.  Kristinn Björnsson Íslandsstofu.
  • Kl  11:45  Gagnasöfnun í varpi.  Jón Einar frá Rannsóknarsetrinu Snæfellsnesi.
  • Kl. 12:15  Refur og minkur.
  • Kl. 12:30  Hádegishlé.
  • Kl. 13:15   Æðarfugl velferð og heilbrigði.
  • Kl. 13:30  Kosningar um tillögur og ályktanir.
  • Kl. 13:55  Fundarlok.