Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2022

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn í Kirkjumiðstöð Austurlands laugardaginn 27. ágúst.  Kirkjumiðstöð Austurlands er ca. 18 km frá Egilsstöðum.  Dagskrá og skráning verður auglýst síðar.  Nú er tilvalið að huga að gistingu.

Þessi aðalfundur er mjög mikilvægur fyrir okkur öll.  Meirihluti félagsmanna kaus að Æðarræktarfélag Íslands ætti að vera sér félag en ekki sameinast Bændasamtökum Íslands.  En við eigum samt mörg sameiginleg hagsmunamál þar sem við getum enn unnið með Bændasamtökunum.  Stóru málin á þessum aðalfundi verða ný lög félagsins og framtíðarsýn.  Á aðalfundinum verður m.a. sýnd afurð samstarfsins við Íslandsstofu og kynnt ný tillaga að dúnmati.

Að venju gerum við líka ýmislegt skemmtilegt saman.  Förum í ferðalag og m.a. heimsækjum Rögnu á Borgarfirði eystra og skoðum hennar fyrirtæki.  Á laugardagskvöldið verður sameiginlegur kvöldverður og þá gerum við ráð fyrir að heyra frá formönnum deilda.

Innheimta félagsgjalda er hafin. Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband á info@icelandeider.is.

Við í stjórninni hlökkum til að hitta sem flest ykkar á þessum mikilvæga aðalfundi ÆÍ á Austurlandi.

F.h. stjórnar Æðarræktarfélags Íslands
Margrét Rögnvaldsdóttir formaður.