47. Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2016

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands.                                                                                       Kötlu II, Hótel Sögu 12. nóvember 2016.

Guðrún Gauksdóttir formaður setti fundin kl. 11:00. Bauð alla velkomna og afsakar það að sumir hafi fengið fundarboðið seint. En ef engar athugasemdir eru þá sé fundurinn rétt boðaður. Upplýsir að fundurinn verðið hljóðritaður. Tilnefnir Salvar Baldursson sem fundarstjóra og Margréti Rögnvaldsdóttir sem fundarritara. Það var samþykkt.

Salvar ber upp hvort einhver geri athugasemd við fundarboð. Það var ekki gert og hann fór yfir dagskrána. Gerir breytingu á röðun dagskrár. Niels Árni Lund frá Atvinnuvegaráðuneytinu er fyrstur á dagskrá.

Atvinnuvegaráðuneyti. Niels Árni Lund.

Niels Árni flytur kveðjur frá Gunnar Braga. Ráðuneytið telur að Æðarræktarfélag Íslands sjái vel um málefni æðarbænda. Talar um merkingar á vörum og notkun á dún. Ráðuneytið sé opið fyrir tillögum um minna eða breytt gæðavottorð en það sem nú er notað fyrir minni fullunna vöru eins og t.d. vettlinga eða húfur. En frumkvæði fyrir slíkum breytingum verði að koma frá æðarbændum sjálfum það kemur ekki úr ráðuneytinu segir Níels Árni. Gott námskeið hefur verið fyrir dúnmatsmenn á vegum Hvanneyra og ráðuneytisins. Breyting á Bændasamtökunum breytir ekki því að þau sinna áfram því að afhenda dúnmatsmönnum öll sín gögn. 20 dúnmatsmenn starfa í landinu. Þetta er allt í góðu ferli að mati ráðuneytisins. Hefur sjálfur vottað með bréfi til útflytjenda að dúninn sé ósýktur og farið sé að öllum reglum um náttuúrvernd. Ef eitthvað sem æðarbændur vilja að ráðuneytið sinni þá verður frumkvæði að koma frá æðarbændum.

Skýrsla stjórnar. Guðrún Gauksdóttir.

Guðrún þakkar Birni Inga Knútssyni gjaldkera félagsins samstarfið en hann fer úr stjórn. Sæmundur tók sæti í aðalstjórn í staðinn og tók líka að sér að vera gjaldkeri. Guðrún fór yfir það helsta í starfi stjórnar og í æðarvarpinu. Æðarvarp síðastliðið vor og sumar var mjög gott vegna góðs tíðarfars. Almennt séð eru fregnir mjög góðar.

Verkefni stjórnar . Kynningarefni bæklingur og diskur á 4 tungumálum eru komin í hús. Félagsmenn seti sig í samband við Guðrúnu ef þeir vilja fá DVD myndina. Diskurinn verður seldur á kostnaðarverði. Það hefur verið eftirspurn eftir disknum sérstakleg frá Þýskalandi. Myndin er inn á heimasíðu félagsins. Líka hægt að fá bæklinga til að nýta í sölu. Hann er líka seldur á kostnaðarverði. Söfn og kynningarstarfsemi hafa fengið bæklinga ókeypis. Heimasíðan er komin í gagnið en við viljum nýta hana betur. Bæði til þess að félagsmenn geti nýtt sér hana og líka kaupendur æðardúns. Kallar eftir upplýsingum frá félagsmönnum sem vilja koma sér á framfæri eða þeir sem eru að selja dún. Rannsókn sem átti að fara fram í Japan á markaðsmálum datt upp fyrir vegna þess að rannsóknaraðilinn rakst alls staðar á lokaðar dyr. Styrkur sem fékkst til að rannsaka markaðinn nýtist vonandi í annað verkefni. Stjórnin fór í átak til að auka friðun æðarvarpa. Sendi leiðbeiningar um hvernig æðarbændur ættu að ber sig að. Mjög góðar leiðbeiningar eru á vef Sýslumanns. Nú eru 48 æðarvörp auglýst friðuð. Stjórn ætlar að fylgja þessu eftir. Guðrún segir að stjórnin hafi rætt um hvernig við bregðumst við því að búnaðargjald verði fellt niður um áramót. Kemur betur fram við tillögur frá þessum aðalfundi. Deildir og stjórn finni út saman niðurstöðu í þessu máli. Einnig hefur stjórn rætt nýtingu auðlinda sjávar og sjávarsvæða. Sérstaklega í sambandi við þangskurð og sjóeldi. Guðrún sagði frá velheppnuðu dúnmatsnámskeið síðastliðið vor. Verið að undirbúa námskeið í æðarvarpi sem verður í vor í samvinnu við Lanbúnaðarháskólann. Japanskur aðili vill fá dúnfjaðrir. Guðrún sendi þetta á söluaðila dúns en ef einhver vill fá þessar upplýsingar þá er ekki annað en að setja sig í sambandi við Guðrúnu.

Skýrsla hlunnindaráðgjafa. Sigríður Ólafsdóttir.

Hefðbundið ár. Sigríður stóð fyrir dúnmatsnámskeiði með Landbúnaðarháskólanum. Sumir hafa sent henni hnit vegna friðlýsingar og hún sent til Landhelgisgæslunnar. Ekki nein breyting vegna minka og tófu. Sigríður talar um að vegna breytinga á Bændasamtökunum þá verði líka breytingar á starfi hlunnindaráðgjafa. Starfið minnki. Hvaða þjónustu gætu æðarbændur hugsað sér að kaupa frá RML?

Reikningar félagsins; Björn Ingi Knútsson.

Hefðbundinn reikningur. Staða félagsins er sterk. Aflast meira en eytt er. Gott vegna verkefna framtíðarinnar þar sem búnaðargjaldið er að hverfa. Formaðurinn Guðrún hefur verið dugleg að þefa upp ýmsa styrki. Fengum styrk á síðast ári upp á 1 milljón. Björn telur að innheimta félagsgjalda hafi gengið vel þó svo að minna hafi skilast inn 2015 en 2014 þrátt fyrir fjölgun félaga. Seðilinn birtist í heimabanka undir valfrjálsar greiðslur. Skorar á deildir að hvetja sitt fólk að borga félagsgjöldin. Deildir sem ekki hafa kennitölu og bankareikning fá ekki hlutdeild sína í félagsgjöldum. Heimasíðan orðin mjög fín. En hún auðvitað kostar. Aðalfundur á Hótel Sögu er ódýr en við höldum aðalfund 3 hvert ár úti á landi sem kostar meira. Einn stjórnarfundur var kostaður í Stykkishólmi 2015.

Fyrirspurnir og umræður

Miklar umræður urðu um innheimtu félagsgjalda og ýmsir tóku til máls. Kvartað yfir því að gjaldið sé skráð undir valgreiðslur í heimabankanum. Þetta fari fram hjá mörgum. Björn benti á að þetta væri gert til þess að ekki kæmu dráttarvextir á félagsgjöldin.   Nokkrir félagsmenn kvarta yfir því að þeir hafi ekki verið rukkaðir um félagsgjaldið. Auk þess sem sumir eru ekki með heimabanka og fá þar að leiðandi enga rukkun. Þessi umræða lýkur með því að Guðrún formaður segir að stjórnin taki allt þetta til skoðunar og leysi málið með innheimtu félagsgjalda. Þannig það sé alveg ljóst hverjir hafi kosningarrétt á aðalfundi.

Búnaðargjaldið er í skoðum hjá stjórn ÆÍ og formönnum deilda. Stjórn kynnir þetta til félagsmanna.

Fyrirspurn kom um hvort hægt væri að fá upplýsingar um umferð á heimasíðunni. Guðrún er ekki með þær upplýsingar núna en þær upplýsingar er hægt að nálgast.

Spurningar um hvað æðarbændur græða á því að hafa friðlýst varp. Hagur hvers og eins og líka heildarhagur. Sýnileg fyrir vikið. Þannig við getum takmarkað umferð yfir landið og flug. Þessar upplýsingar eru á heimasíðunni en fólk getur óskað eftir að fá þetta í pósti.  Bæði einstaklingshagsmunir og heildarhagsmunir. Æðarbændur hafa þá lögin á bak við sig ef varp er friðlýst. Það þarf að merkja friðlýst æðarvarp og Guðrún sagði að það væri stefna stjórnar að koma upp sameiginlegu skilti til að merkja slíkt varp.

Salvar ber upp til samþykktar skýrslu stjórnar og reikninga. Allir samþykkja.

Léttur hádegisverður Kl. 12:00‐13:00

Fræðsluerindi. Varpvistfræði æðarfugls við Breiðafjörð Fyrirlesari: Dr. Þórður Örn Kristjánsson

Þórður ólst upp með æðarfugli og ákvað að verða fuglafræðingur. Markmið verkefnisins var að athuga hvort þéttleiki æðarvarps og sníkudýr í fuglinum hefði áhrif á æðuvarp. Rannsóknarsvæðið var í Breiðafirði þar sem 25% af íslenska æðarfuglastofninum er staðsettur.

Sníkjuhreiður þar sem kollur lauma eggi í annarra hreiður er útbreidd varphegðun meðal andfugla í mjög þéttu varpi. Hvers vegna gera þær þetta? Hugsanlega vöntun á góðu hreiðurstæði. Eða kvenfuglar ekki í nægilega góðu líkamsástandi fyrir álegu og auk þess minnkar líkur á afráni eigin eggja úr urptinni. Áleguhegðun rannsökuð með merkingum fugla með litun á gogg. Skoðað hvernig er í ofurþéttu varpi miðað við venjulegt. Samhjálp í ofurþéttu varpi. Mörg egg og líklegt að fleiri kollur eigi eggin einnig skyldleiki. Þétt varp verður til þess að hugsanlega ruglast kolla á því hvaða hreiður hún á sjálf. Minnkandi hitatap frá varpblettinum á því að leggjast á heit egg. Æðurin missir allt af 45% af líkamsþyngd við álegu. Samband milli urptarstærðar og líkamsástands er algengt. Hvað léttast kollur mikið? Ekki samband á milli stærðar? Eiga eldri kollur stærri urpt en yngri? Hlutfallslegt var 32% en þyngdartap per dag er 26 gr. Þungar kollur við upphaf álegu misstu hlutfallslega meiri þyngd en léttari. Fara sjaldnar af hreiðri og léttist meira. Ef kollur voru léttar og hugsanlega ungar nutu þær þess að aðrar kollur lágu á þeirra hreiðri. Ekkert samband fannst á milli urptarstærðar og líkamsþyngdar. Ekkert samand fannst á milli dúntekju og þyngdartaps kollu á álegu. Æðarfulgar 7-15 ára eru líklegastir til að sinna óvenju stórum urptum. Mörg snýkjudýr eru í æðarhreiðrum. Geta haft neikvæð áhrif á fuglin. Allur lífsferill flóa á sér stað í hreiðrinu sjálfu. Sníkjudýrin eru í hreiðri fugla en ekki á fuglunum sjálfum. Alls konar smákvikindi en bara tvö dýr. Dúnflóin og sjófuglamítilinn. Munur á milli varpa. Meira flóarmagn í þéttu hreiðurstöðum. Kollur éta mikið fyrir varptímann. Mest af skelfiski, kuðungi, ígulkerum og kröbbum.   Æðarungar éta mestmegnis marflær fyrstu vikurnar. Kuðungar voru alltaf aðalfæðan nema árið 2007 þegar bertálknar voru ráðandi. Lykilfæða á Breiðafirði reyndist vera flekkunökkvi. Samlokur ekki mikilvæg fæða. Talsvert aðrar niðurstöður en hafa fengist áður. Lífmassi og fjölbreytt fæðuframboð í Breiðafirði. Þannig ekki þarf að leita eða eyða orku í að finna fæðu. Breiðafjörður tilvalið búsvæði æðarfugla. Mjög áhugavert erindi Þórðar. Það er hægt að nálgast alla rannsóknina á heimasíðu Háskóla Íslands www.hi.is

Fræðsluerindi. Auðlindir í netlögum. Lagaleg umgjörð um öflun sjávargróðurs. Fyrirlesari: Arnór Snæbjörnsson, lögfræðingur frá Atvinnuvegaráðuneytinu.

Geri grein fyrir frumvarpi um nýtingu þangs og þara. Lagarammi um nýtingu nytjastofna auðlinda sé sjálfbær. Sjávargróður er nytjastofn í ramma laganna. Reynsla frá Breiðafirði. Nýting aðallega í því að slá þang í fjörum. Líka verið tekinn þari með gripkló. En þarinn vex mest utan netlagnar allt að 30 m dýpi. Það er aðallega hrossaþari sem er nýttur. Engin fyrirmæli í löggjöf en þarf að setja lög og reglur um það. Sérbúnir sláttuprammar slá þangið. Klóþang vex í fjöru . Svipar um sumt til landbúnaðar frekar en sjávarútvegs. Fjörueigendur eru landeigendur yfirleitt bændur. Þari hrossaþari/stórþari vex á meiri dýpi þ.e. langmestu leyti utan netlagna. Nýting hefur verið stöðug hingað til. En nú eru að minnsta kosti tveir aðilar sem ætla að hefja vinnslu á þessu sviði. Þessir nýju aðilar hafa þess vegna ýtt við nýju regluverki. Frumvarpið byggir að leggja þetta inn undir fiskiveiðstjórnarlöggjöfina. Upplýsingaöflun og skráning afladagbók. Eftirlit með nýtingu. Skoðað í framhaldi hvort ætti að setja frekari reglur. Enginn má stunda þessa vinnslu án þess að hafa leyfi frá Fiskistofu. Þannig yrði sláttuprammi skráður sem skip.   Heimilað er að setja skilyrði fyrir útbúnaði pramma. Þurfa að skila inn veiðiskýrslu. Þarf að ná samkomulag við landeiganda um heimild til öflunarinnar áður en leyfishafi hefur öflun sjávargróðurs. Utan netlaga þá þarf heimild til að skipta svæðinu í hólf og takmarka öflun utan þeirra og þannig væri svæðin lokuð skipulega til að hvíla þau inn á milli. Lagt á veiðigjald til að standa undir rannsóknum og eftirliti.  Eigendur sláttupramma borga það gjald. Þetta er takmörkuð auðlind og ekki til nóg þekking. Aukin áhersla á rannsóknir næstu 3 ár. Landeigandi ræður líka mikið um notkun. Frumvarpið myndi gilda tímabundið og síðan endurskoðað. Það komu tillögur að breytingum í meðferð þingsins. Breiðafjörðurinn bestur til nýtingar og þar eru þeir nýju aðilar að hefja starfsemi. Möguleiki á að leyfisveita fjölda móttökusvæða. Kvóti á svæðum. Sækja þarf um að fá starfsleyfi. Ýmislegt þá skoðað eins og t.d. fjárhagslegt bolmagn. Leyfi myndi gilda til 15 ára í senn og endurskoðað með tilliti til aflamagns. Heimild til að breyta eða afturkalla leyfi til verndar umhverfinu og til að endurskipuleggja stjórn sé um að ræða brot á lögum eða skilyrðum. Samþykkt að núverandi Þörungaverksmiðja á Reykhólum myndi njóta forgangs umfram aðra umsækjendur. Þetta þýðir að landeigendur gætu samið við þá einu aðila sem hefðu leyfi og þeir vildu fá til sláttar á sínu svæði. Frumvarpið er ekki samþykkt en verður líklega lagt aftur fyrir þingið. Til skoðunar er að skipa sérstakan samráðshóp um nýtingu og verndun þangs og þara.

Umræður og fyrirspurnir.

Netlögin við stórstraumsfjöru. Þangið er innan við netlögin. Nýting í nágrannalöndum er með ólíkum hætti. Bæði í Kanada og Noregi. Umræða um framkvæmd og hvað væri rétt að gera í þessum efnum. Hver væru vistáhrifin á aðrar lífverur? Það þarf að rannsaka. Talað um að þangvöxtur sé á landi og eign landeigenda. Bændur skera þangið og fái greitt fyrir. Núna eru verktakar sem skera þangið og landeigendur hafa miklu minni möguleika á að hafa tekjur af að skera þang.   Eitt stöðugildi til að rannsaka þetta allt saman. Í Hafrannsóknarstofnum er mikil þekking á þessu sviði og þess vegna eru þessar rannsóknir þar. Erla telur að rannsaka eigi meira áður en frekari leyfi eru veitt. Þangið eigi ekki heima í þessum lögum þar sem þetta sé eign landeigenda. Bara þarinn.  Menn gera sér grein fyrir að þetta hráefni eru verðmæti. Margir telja alveg út úr korti að ríkið sé að ráðstafa þanginu úr fjörunni okkar. Fáranlegt að kalla þetta veiðigjald. Ekkert þang skorið í neinni fjöru ef ríkið ætlar að fara að ráðstafa okkar eigum. Miklar umræður um hvaða áhrif þetta muni hafa á lífríkið.

Fræðsluerindi. Lífríki í netlögum Fyrirlesari: Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi

Jón hefur rannsakað æðarfugl í 10 ár. Nú er farið velta meir fyrir sér hvað meiri þang og þaraskurður hefur áhrif á æðarfuglinn. Ekki verið rannsakað hér á Íslandi. Hvers vegna er klóþang mikilvægt fyrir æðarfugl. Æðarfugl mjög háður þessu þegar ungarnir eru litlir. Ef ekkert þang þá ekkert ungauppeldi. Þangið hefur íbúa marflær ofl. Ungarnir týna þessar pöddur upp úr þangþekjunni og þangið veitir skjól fyrir ungana þegar þeir eru litlir. Gildir fyrstu 3 vikurnar áður en þeir kafa. Í Breiðafirði er tæpur þriðjungar af grunnsvæði Íslands. Klóþang ekki nema fjörur séu grýttar. Hvergi jafnmikið af botnföstum þörungum. Mikið af botndýrum. Þangið kemur upp á fjöru en þari að mjög litlu mæli. Klóþang er nýtt hjá Írum Kanada og Noregi. Klóþang er greinóttur runni allt að 2 m á hæð. Getur orðið 30 ára. Mikið af lífverum er í þessu klóþangi sem oft er talað um sem regnskóg sjávar. Þarna leynast líka smáfiskar. Stórþari skiptir æðarfuglinn litlu máli, en hann er búsvæði mikilla nytjafiskistofna. En þegar hann slitnar upp þá skiptir hann máli. Þang og þari eru fæðuuppspretta og skjól. Mikilvæg í fæðukeðjum. Mikilvæg sem búsvæði. Hver verða áhrif aukinna nýtingar? Áhrif nýtingar eru aðeins þekkt frá erlendum rannsóknum. Svæiðsbundin áhrif. Minni fæða fyrir dýr ofar í fæðukeðjum. Skjól vantar fyrir lífrík. Næringargildi. Eru bein áhrif sláttar klóþangs. Lítið af magnbundnum upplýsingum. Afleit áhrif sláttar klóþangs. Fæðuframboð fyrir æðarunga minnkar, skjól mninkar , einföldun búsvæðis, áhrif þéttleika bogkrabba, snigla, kræklings, hveldýra og hrúðukarla. Áhrif klóþangstekju á æðarfugl í Kanada eru einu rannsóknir sem eru til. Yngstu ungarnir geta ekki kafað og því háðir fæðuöflun í yfirboði sem er ekki möguleg utan klóþangs. Yfirboðið minnkar fyrir æðarungana. Þetta hefur ekki verið rannsakað á Íslandi. Fleiri þættir ráða vali æðarfugls á búsvæði en bara klóþang. Þyrfti að rannsaka samanburðasvæði með engu klóþangi. Hvað væri fuglinn að borða á hvoru svæði fyrir sig. Flókið og dýrt verkefni. Núna eru rannsóknir um uppskeru og blautvigt. Bara verið að rannsaka þarann og þangið. Ekki að svara spurningum um lífríkið. Eða hvaða áhrif aukin ásókn í þara og þang hefur á lífríkið. Jón mun leggja til að farið verið í rannsóknir á lífríkinu. Hvaða áhrif verður á það við að auka þangsláttinn.

Umræður og fyrirspurnir

Umræða um áhrif af dragnótaveiðum og laxeldi. Jón segir að ekkert sé vitað um dragnót en það sé vitað að meiri bátaumferð hefur vond áhrif á fugla. Þó er ekki margt sem truflar æðarkollur. Hugsanlega meiri inngrip með laxeldi en slátt á þara og þangi sem getur vaxið aftur. Kemur mengun frá laxaeldi? Ef meiri mengun þá getur það hugsanlega orðið til þess að það verði vöntun á súrefni. Skiptar skoðanir á þessu og ekki neinar rannsóknir til. Á Vestfjörðum hafa menn þó haft æðarrækt nálægt laxeldi og telja það hafi ef eitthvað er verið til bóta fyrir fuglinn.

Pétur frá Ófeigsfirði kynnir fréttir og tillögur frá deildum.

Svanur Steinarsson Mýra og Borgarfjarðarsýsla, Æðarræktarfélag Vesturlands. Gott vor. Allt mjög gott. Æðarvarp gekk vel mikið æti og fuglinn kom snemma. Virtist koma upp helling af ungum. Refurinn virtist vera í aukningu.

Erla Friðriksdóttir Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla. Æðarverndarfélag Snæfellinga. Allt mjög gott og dúninn mikill. Sömu áhyggjur með mink og ref. Minkur aftur að aukast minni peningur frá sveitafélögum. Mikilar áhyggjur af þara og þangskurði.

Helga María Jóhannsdóttir Dalasýsla og A-Barðastrandasýsla Æðarvé. Æðarvarp mun fyrr af stað í vor en í fyrra. Búið að leiða út mjög snemma. Einhver æðarvörp urðu fyrir skaða af flugvargi en þau réðu einhvern til að skjóta varginn. Æðarvé á hlut í bát í Reykhólum. Miklar áhyggjur af þessari auknu ásókn í þara- og þangskurð.

Salvar Baldursson N-Ísafjarðarsýsla Dúnlandi. Svipað og hjá öðrum refur og minkur meiri. Fiskeldið í umræðu hjá þeim. Menn hafi ekki forsendur að vera brjálaðir út í þetta. En það verður að fylgjast mjög vel með. Reynsla komin af þessu í Arnarfirði. Menn með vörp þar sjá ekki neinn mun. En þarf að fylgjast með og rannsaka áhrifin.

Pétur í Ófeigsfirði Strandasýsla Æðarræktarfélag Strandasýslu. Minkurinn eiginlega horfinn allt Reyni að þakka. Sumarið gott eins og hjá öðrum.

Helgi Pálsson V-Húnavatnssýsla Æðarræktarfélag. Verðrátta mjög góð. Þetta ár mjög ólíkt fyrri árum að því leiti hvað margir æðarungar komust upp miðað við fyrri ár. Skagafjörð og Eyjafjörð allt gjörbreytt. Kríu fækkar og verpir seint. Ætið hrundi. En teistu er að fjölga. Æðarvarp byrjaði með seinni móti í vor en byrjaði með krafti þegar það byrjaði. Mikið af æðarfugl á Húnaflóa og þakti svona fersjómílur. Hvarf svo og kom svo aftur í varp. Aðalfundur haldinn 27.10 og 6 manns mættu. Styttu nafnið úr Æðarræktarfélag Húnvetninga í Æðarræktarfélag. Er að bjóða mönnum frá Ströndum að mæta á sína fundi. Þakkar stjórn og fræðsluerindi.

Jóhann Rögnvaldsson Austur-Húnvatnssýsla og Skagafjörður Æðarverndarfélag N-Vesturlands. Sama og hjá öðrum refur og minkur. Áhyggjur af hvað lítið er af minkahundum til undaneldis. Þarf að flytja inn hunda. Kannski vill ÆÍ taka þátt í kostnaði.

Margrét Rögnvaldsdóttir N-Þingeyjarsýsla og N-Múlasýsla í Vopnafjörð Æðarræktarfélag N-Austurlands. Sagði frá fundi á Raufarhöfn til að endurvekja þessa deild. Á fundinn mættu 33. Mikill áhugi á að endurvekja deildina sem nú er komin með kennitölu, samþykktir og bankareikning. Annars var sumarið gott eins og hjá öðrum. Mest um flugvarg en þó var töluvert vart við tófu og mink í Vopnafirði.

Sölu- og markaðsmál. Pétur frá Ófeigsfirði

Pétur sagði að verðið hækkaði mikið frá því í fyrra. Búið að selja 500 kg meira en í fyrra. 2.5 tonn fyrstu 9 mánuði ársins. Ekkert í birgðum frá 2015. Kg er 215.000 kr. Án VSK.

Kosningar.

Vegna óvissu með innheimtu og greiðslu félagsgjalda og þar að leiðandi kosningarrétt fundarmanna kom sú tillaga fram að allir fundarmenn gætu greitt atkvæði. Þessi tillaga var samþykkt.

Í aðalstjórn vantaði tvo aðalmenn til 3 ára. Í framboði eru Sæmundur Sæmundsson, Sigríður Magnúsdóttir og Erla Friðriksdóttir. Erla fær 31 atkvæði, Sæmundur 29 og Sigríður 28 atkvæð. Einn seðill var auður. Þannig Erla og Sæmundur taka sæti í aðalstjórn

Kjósa þarf einn varamann til 2 ára. Í framboði eru Sigrún Ólafsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir. Sigrún fær 14 atkvæði en Sigríður 25 og er því kosin í varastjórn til 2 ára. Einn seðill er ógildur.

Ásgeir Gunnar Jónsson er kosinn einróma sem skoðunarmaður til eins árs.

Önnur mál

Kom fram fyrirspurn um hvort hægt sé að leita eftir styrk til ÆÍ. Það er hægt.

Fundarslit og kaffiveitingar kl 17:00