Ályktanir frá aðalfundi ÆÍ 2024.

Ályktun
,,Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 28. september 2024 í Vökuholti að Laxamýri samþykkir að stjórn félagsins hefur leyfi til þess að halda áfram með vinnu á þróun dúnmatskerfisins með því að fara í frekara samtal við Ráðuneytið og MAST“.

Ályktun
,,Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 28. september 2024 í Vökuholti að Laxamýri hvetur stjórnvöld og sveitarstjórnir til að auka fjármagn til refa- og minkaveiða. Æðarræktarfélagið hvetur einnig ríkið og sveitafélög landsins til að koma á samræmdum reglum um veiðar þessara dýra. Æðarræktarfélagið mælist til þess að sveitarfélög haldi utan um tjón í æðarvörpum og tilkynni þau til Umhverfisstofnunar, eins og segir til um í samningi þeirra við Umhverfisstofnun“.

Ályktun
,,Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn þann 28. september 2024 í Vökuholti að Laxamýri samþykkir að stjórn félagsins hafi leyfi til að fara til frekari samstarfs við Bjarmaland.