Ályktanir frá aðalfundi 2017

Tillögur/ályktanir

Fundarstjóri Salvar Baldursson las upp tillögur þær sem liggja fyrir fundinum. Hér eru þær settar fram eins og þær voru samþykktar.

  1. Árgjald
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands árið 2017 ályktar að árgjald fyrir árið 2018 verði kr.5.000.
  2. Styrkir til deilda
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2017 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrki vegna tilgreindra, rökstuddra verkefna, s.s. vargeyðingar.
    Styrkir verða einungis greiddir gegn afriti af reikningum.
  3. Minka- og refaveiði
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2017 hvetur stjórnvöld til að auka fjármagn til refa- og minkaveiða. Æðarræktarfélagið hvetur einnig ríkið og sveitarfélög landsins til að koma á samræmdum reglum um veiðar þessara dýra. Þá beinir aðalfundur því til stjórnar félagsins að hún beiti sér fyrir því að leitað verði nýrra leiða í baráttunni fyrir því að tryggja æðarvarp gegn ágangi minks, refs og flugvargs.
  4. Öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni.
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2017 ályktar að í breytingum á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, sem varða öflun sjávargróðurs og taka gildi 1. janúar 2018, felist ólögmæt skerðing á eignarrétti eigenda jarða sem liggja að sjó og þessi hlunnindi tilheyra, þ. á m. æðarbænda. Stjórn ÆÍ er falið að vinna að lausn málsins ásamt þeim æðarbændum sem málið varðar.
  5. Sjókvíaeldi og æðarfugl
    Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2017 ályktar að brýn nauðsyn sé á því að rannsaka og vakta áhrif sjókvíaeldisstöðva og stækkunar þeirra á lífríki sjávar og þar með beina og óbeina hættu fyrir vöxt og viðkomu æðarfugls.