Ályktanir frá aðalfundi
Ályktun um árgjald
Stjórn Æðarræktarfélags Íslands leggur til við aðalfund 2015 að árgjald fyrir árið 2016 verði kr. 3.800.
Ályktun um styrki til deilda
Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2015 leggur til að stjórn félagsins hafi heimild til að veita æðarræktardeildum fjárstyrk. Einnig er stjórninni heimilt að veita styrk til einstakra æðarbænda á þeim svæðum þar sem ekki er starfandi æðarræktardeild. Stjórn ÆÍ er falið að ganga frá samningum við formenn deildanna um framkvæmd tillögunnar. Styrkir verða greiddir gegn afriti af reikningum.
Ályktun um refa- og minkaveiðar
Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2015 hvetur stjórnvöld til að auka fjármagn til refa- og minkaveiða. Æðarræktarfélagið hvetur einnig ríkið og sveitarfélög landsins til að koma á samræmdum reglum um veiðar þessara dýra.
Ályktun um þang- og þaravinnslu
Í ljósi þeirra frétta sem nú eru komnar um aukna þang- og þaravinnslu í Breiðafirði og tilkomu nýrra verksmiðja, beinir aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2015 því til stjórnar að hún beiti sér fyrir því að lífríki Breiðafjarðar verði rannsakað til að hægt sé að meta afkastagetu fjarðarins án þess að gengið sé of nærri mikilvægu lífríki hans